Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Höllin var æðis­leg“

Janus Daði Smárason átti mjög góðan leik með íslenska landsliðinu í kvöld og var valinn besti maður leiksins af mótshöldurum. Janus Daði kom inn af bekknum og skilaði átta mörkum úr níu skotum og bætti við fimm stoðsendingum.

Handbolti
Fréttamynd

„Átti al­veg von á því að þetta tæki lengri tíma“

„Ég er bara mjög ánægður með liðið. Mér fannst þetta frábær leikur og góður sigur af okkar hálfu“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson eftir mjög öruggan 39-26 sigur gegn Ítalíu í fyrsta leik Íslands á EM. Hann byrjar nú að undirbúa liðið fyrir næsta leik gegn Póllandi en það verður eilítið erfitt.

Handbolti
Fréttamynd

KA fær Dag aftur heim

KA hefur borist gríðarlegur liðsstyrkur fyrir seinni hluta keppnistímabilsins í handbolta því hornamaðurinn Dagur Gautason er snúinn heim úr atvinnumennsku.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta er ekki flókið“

Ómar Ingi Magnússon er landsliðsfyrirliði Íslands á komandi Evrópumóti sem hefst með leik við Ítali á morgun. Hann er klár í slaginn.

Handbolti
Fréttamynd

Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM

Spálíkan Peter O‘Donog­hue, pró­fessors við íþrótta­fræði­deild Háskólans í Reykja­vík, og kollega hans þar spáir því að ís­lenska karla­lands­liðið í hand­bolta endi í einu af sætum sjö til tólf á komandi Evrópumóti og er því ekki eins bjartsýnt á gengi liðsins og sér­fræðingar hafa verið. Líklegast þykir að Ísland endi í áttunda sæti mótsins.

Handbolti