Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Dani segir gagn­rýni Dags illa tímasetta

Claus Møller Jakobsen, fyrrverandi landsliðsmaður Danmerkur, segir hægt að sýna harðri gagnrýni Dags Sigurðssonar á mótahaldið á EM fullan skilning. Hún komi hins vegar á óviðeigandi tímapunkti.

Handbolti
Fréttamynd

„Lang­stærsta prófið“ en Danir hafa mis­stigið sig

Strákarnir okkar munu þurfa að spila sinn allra besta leik til þess að skáka Dönum á þeirra heima­velli í undanúr­slitunum í dag. Einar Jóns­son, hand­boltasér­fræðingur, segir að mögu­leikinn á ís­lenskum sigri sé til staðar, á góðum degi sé ís­lenska lands­liðið eitt það besta í heimi.

Handbolti
Fréttamynd

„Megum ekki gleyma því að við erum frá­bærir líka“

„Þetta er bara geðveikt. Það er gaman að koma inn í höllina og finna aðeins andrúmsloftið sem verður hérna á næstu dögum,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson í samtali við Vísi þegar hann var tekinn tali skömmu fyrir æfingu landsliðsins í Herning í gær.

Handbolti
Fréttamynd

„Aðrir sjá um að tuða yfir því“

Þrátt fyrir misheppnaða rútuferð, aukið álag, miðamál í ólestri er Bjarki Már Elísson helst spenntur fyrir því að takast á við Dani í undanúrslitum á EM í dag. Það hefur ekkert upp á sig að spá í hitt bullið.

Handbolti
Fréttamynd

Aldrei séð Dag svona reiðan

Dagur Sigurðsson lét ráðamenn EHF, Handknattleikssambands Evrópu, gjörsamlega heyra það á blaðamannafundi í Herning í gær. Króatískir miðlar segja Dag hafa reiðst sérstaklega við tíðindi sem hann fékk á miðvikudagskvöld.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“

Íslenska karlalandsliðið í handbolta ætlaði sér í undanúrslit á Evrópumótinu og nú þegar því markmiði er náð er hætta á að hungrið vanti til að fara enn lengra. Sérfræðingarnir í Bestu sætinu veltu þessu fyrir sér.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“

Elliði Snær Viðarsson hefur átt tvo mjög flotta leiki í sókninni í röð og verið markahæstur hjá íslenska landsliðinu í þeim báðum. Hann skoraði átta mörk úr níu skotum á móti Sviss og fylgdi því eftir með átta mörkum í níu skotum í sigrinum á Slóvenum. Elliði fékk líka hrós frá sérfræðingunum í Besta sætinu.

Handbolti
Fréttamynd

„Gjör­sam­lega glóru­laust“

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, furðar sig á ýmsu í kringum komandi úrslitahelgi í Herning. Hann segir þó engar afsakanir vera fyrir strákana okkar og nennir sem minnst að spá í utanaðkomandi aðstæðum.

Handbolti