Skjólstæðingur sviptur ökuréttindum eftir akstur undir áhrifum ADHD-lyfja Bjarki Sigurðsson skrifar 11. september 2023 21:01 Gísli Tryggvason er lögmaður manns sem dæmdur var fyrir að aka undir áhrifum amfetamíns eftir að hafa tekið ADHD-lyfin sín. Vísir/Ívar Fannar Lögmaður manns sem dæmdur var fyrir akstur undir áhrifum amfetamíns eftir að hann tók ADHD-lyf segir stjórnvöld ekki gera nóg til að upplýsa sjúklinga um lagalega skyldu þeirra. ADHD-samtökin segja ástandið vera ólíðandi. Í síðustu viku var fjallað um atvik sem hjónin Valdimar og Hanna María Randrup lentu í. Þau voru bæði handtekinn fyrir að hafa ekið með amfetamín í blóðinu. Amfetamínið kom þó að þeirra sögn úr ADHD-lyfinu Elvanse sem þau taka bæði og eru með lyfseðil fyrir. Samkvæmt umferðarlögum skal ökumaður ekki beittur viðurlögum í málum sem þessu sé hann með læknisvottorð og lyfjaskírteini og sýni ökumaður í læknisskoðun fram á að hann hafi verið hæfur til að stjórna ökutækinu. Lögmaður manns sem nýlega var dæmdur fyrir að keyra undir áhrifum ADHD-lyfja vill meina að stjórnvöld geri ekki nóg til að upplýsa fólk sem tekur lyfin um að þau þurfi að vera með læknisvottorð meðferðis. Sagði skjólstæðingur hans fyrir dómi að hann hafi óskað eftir því hjá lækni að fá vottorðið en læknirinn tjáð honum að hann vissi ekkert um það. Taldi dómurinn það þar með sannað að skjólstæðingurinn hafi vitað af þessari skyldu en ekkert gert í því. „Hann var þó með poka undan lyfjunum, þannig hann gat sýnt fram á að hann væri með þetta lyf löglega. Mér finnst þarna vera ákveðið ósamræmi í því að löggjafinn vill að þetta fólk geti notið þessara lyfja og ekið eins og annað fólk. En stjórnvöld og kannski læknastéttin gera ekki nóg í að upplýsa sjúklinga. Þetta eru jú ADHD-sjúklingar þannig þeir eru ekki alltaf með gátlistana sjálfir á hreinu þannig það þarf kannski að hjálpa þeim meira en ýmsum öðrum,“ segir Gísli. Var maðurinn sviptur ökuréttindum og dæmdur til þrjátíu daga fangelsisvistar. „Fyrst löggjafinn vill hjálpa fólki með þessa sjúkdóma, þennan og aðra, þá er kannski rétt að stjórnvöld geri meira í því að upplýsa fólk um það að það þurfi að hafa þetta skírteini meðferðis. Við höfum athugað það að það er ekkert á vefsíðu lyfjastofnunar sem minnir geðlækna, hvað þá sjúklinga, á að hafa þetta lyfjaskírteini meðferðis, eða þetta vottorð,“ segir Gísli. Í morgun birtist opið bréf frá ADHD-samtökunum til ráðherra og þingmanna þar sem skorað var á að breyta umræddum lögum. Vilja samtökin meðal annars að hægt verði að afhenda lögreglu læknisvottorð eftir á og þannig komast hjá því að mál fari fyrir dómstóla. Er þar sagt að núverandi ástand sé ólíðandi. Lyf Dómsmál Heilbrigðismál ADHD Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Í síðustu viku var fjallað um atvik sem hjónin Valdimar og Hanna María Randrup lentu í. Þau voru bæði handtekinn fyrir að hafa ekið með amfetamín í blóðinu. Amfetamínið kom þó að þeirra sögn úr ADHD-lyfinu Elvanse sem þau taka bæði og eru með lyfseðil fyrir. Samkvæmt umferðarlögum skal ökumaður ekki beittur viðurlögum í málum sem þessu sé hann með læknisvottorð og lyfjaskírteini og sýni ökumaður í læknisskoðun fram á að hann hafi verið hæfur til að stjórna ökutækinu. Lögmaður manns sem nýlega var dæmdur fyrir að keyra undir áhrifum ADHD-lyfja vill meina að stjórnvöld geri ekki nóg til að upplýsa fólk sem tekur lyfin um að þau þurfi að vera með læknisvottorð meðferðis. Sagði skjólstæðingur hans fyrir dómi að hann hafi óskað eftir því hjá lækni að fá vottorðið en læknirinn tjáð honum að hann vissi ekkert um það. Taldi dómurinn það þar með sannað að skjólstæðingurinn hafi vitað af þessari skyldu en ekkert gert í því. „Hann var þó með poka undan lyfjunum, þannig hann gat sýnt fram á að hann væri með þetta lyf löglega. Mér finnst þarna vera ákveðið ósamræmi í því að löggjafinn vill að þetta fólk geti notið þessara lyfja og ekið eins og annað fólk. En stjórnvöld og kannski læknastéttin gera ekki nóg í að upplýsa sjúklinga. Þetta eru jú ADHD-sjúklingar þannig þeir eru ekki alltaf með gátlistana sjálfir á hreinu þannig það þarf kannski að hjálpa þeim meira en ýmsum öðrum,“ segir Gísli. Var maðurinn sviptur ökuréttindum og dæmdur til þrjátíu daga fangelsisvistar. „Fyrst löggjafinn vill hjálpa fólki með þessa sjúkdóma, þennan og aðra, þá er kannski rétt að stjórnvöld geri meira í því að upplýsa fólk um það að það þurfi að hafa þetta skírteini meðferðis. Við höfum athugað það að það er ekkert á vefsíðu lyfjastofnunar sem minnir geðlækna, hvað þá sjúklinga, á að hafa þetta lyfjaskírteini meðferðis, eða þetta vottorð,“ segir Gísli. Í morgun birtist opið bréf frá ADHD-samtökunum til ráðherra og þingmanna þar sem skorað var á að breyta umræddum lögum. Vilja samtökin meðal annars að hægt verði að afhenda lögreglu læknisvottorð eftir á og þannig komast hjá því að mál fari fyrir dómstóla. Er þar sagt að núverandi ástand sé ólíðandi.
Lyf Dómsmál Heilbrigðismál ADHD Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira