Skjólstæðingur sviptur ökuréttindum eftir akstur undir áhrifum ADHD-lyfja Bjarki Sigurðsson skrifar 11. september 2023 21:01 Gísli Tryggvason er lögmaður manns sem dæmdur var fyrir að aka undir áhrifum amfetamíns eftir að hafa tekið ADHD-lyfin sín. Vísir/Ívar Fannar Lögmaður manns sem dæmdur var fyrir akstur undir áhrifum amfetamíns eftir að hann tók ADHD-lyf segir stjórnvöld ekki gera nóg til að upplýsa sjúklinga um lagalega skyldu þeirra. ADHD-samtökin segja ástandið vera ólíðandi. Í síðustu viku var fjallað um atvik sem hjónin Valdimar og Hanna María Randrup lentu í. Þau voru bæði handtekinn fyrir að hafa ekið með amfetamín í blóðinu. Amfetamínið kom þó að þeirra sögn úr ADHD-lyfinu Elvanse sem þau taka bæði og eru með lyfseðil fyrir. Samkvæmt umferðarlögum skal ökumaður ekki beittur viðurlögum í málum sem þessu sé hann með læknisvottorð og lyfjaskírteini og sýni ökumaður í læknisskoðun fram á að hann hafi verið hæfur til að stjórna ökutækinu. Lögmaður manns sem nýlega var dæmdur fyrir að keyra undir áhrifum ADHD-lyfja vill meina að stjórnvöld geri ekki nóg til að upplýsa fólk sem tekur lyfin um að þau þurfi að vera með læknisvottorð meðferðis. Sagði skjólstæðingur hans fyrir dómi að hann hafi óskað eftir því hjá lækni að fá vottorðið en læknirinn tjáð honum að hann vissi ekkert um það. Taldi dómurinn það þar með sannað að skjólstæðingurinn hafi vitað af þessari skyldu en ekkert gert í því. „Hann var þó með poka undan lyfjunum, þannig hann gat sýnt fram á að hann væri með þetta lyf löglega. Mér finnst þarna vera ákveðið ósamræmi í því að löggjafinn vill að þetta fólk geti notið þessara lyfja og ekið eins og annað fólk. En stjórnvöld og kannski læknastéttin gera ekki nóg í að upplýsa sjúklinga. Þetta eru jú ADHD-sjúklingar þannig þeir eru ekki alltaf með gátlistana sjálfir á hreinu þannig það þarf kannski að hjálpa þeim meira en ýmsum öðrum,“ segir Gísli. Var maðurinn sviptur ökuréttindum og dæmdur til þrjátíu daga fangelsisvistar. „Fyrst löggjafinn vill hjálpa fólki með þessa sjúkdóma, þennan og aðra, þá er kannski rétt að stjórnvöld geri meira í því að upplýsa fólk um það að það þurfi að hafa þetta skírteini meðferðis. Við höfum athugað það að það er ekkert á vefsíðu lyfjastofnunar sem minnir geðlækna, hvað þá sjúklinga, á að hafa þetta lyfjaskírteini meðferðis, eða þetta vottorð,“ segir Gísli. Í morgun birtist opið bréf frá ADHD-samtökunum til ráðherra og þingmanna þar sem skorað var á að breyta umræddum lögum. Vilja samtökin meðal annars að hægt verði að afhenda lögreglu læknisvottorð eftir á og þannig komast hjá því að mál fari fyrir dómstóla. Er þar sagt að núverandi ástand sé ólíðandi. Lyf Dómsmál Heilbrigðismál ADHD Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Í síðustu viku var fjallað um atvik sem hjónin Valdimar og Hanna María Randrup lentu í. Þau voru bæði handtekinn fyrir að hafa ekið með amfetamín í blóðinu. Amfetamínið kom þó að þeirra sögn úr ADHD-lyfinu Elvanse sem þau taka bæði og eru með lyfseðil fyrir. Samkvæmt umferðarlögum skal ökumaður ekki beittur viðurlögum í málum sem þessu sé hann með læknisvottorð og lyfjaskírteini og sýni ökumaður í læknisskoðun fram á að hann hafi verið hæfur til að stjórna ökutækinu. Lögmaður manns sem nýlega var dæmdur fyrir að keyra undir áhrifum ADHD-lyfja vill meina að stjórnvöld geri ekki nóg til að upplýsa fólk sem tekur lyfin um að þau þurfi að vera með læknisvottorð meðferðis. Sagði skjólstæðingur hans fyrir dómi að hann hafi óskað eftir því hjá lækni að fá vottorðið en læknirinn tjáð honum að hann vissi ekkert um það. Taldi dómurinn það þar með sannað að skjólstæðingurinn hafi vitað af þessari skyldu en ekkert gert í því. „Hann var þó með poka undan lyfjunum, þannig hann gat sýnt fram á að hann væri með þetta lyf löglega. Mér finnst þarna vera ákveðið ósamræmi í því að löggjafinn vill að þetta fólk geti notið þessara lyfja og ekið eins og annað fólk. En stjórnvöld og kannski læknastéttin gera ekki nóg í að upplýsa sjúklinga. Þetta eru jú ADHD-sjúklingar þannig þeir eru ekki alltaf með gátlistana sjálfir á hreinu þannig það þarf kannski að hjálpa þeim meira en ýmsum öðrum,“ segir Gísli. Var maðurinn sviptur ökuréttindum og dæmdur til þrjátíu daga fangelsisvistar. „Fyrst löggjafinn vill hjálpa fólki með þessa sjúkdóma, þennan og aðra, þá er kannski rétt að stjórnvöld geri meira í því að upplýsa fólk um það að það þurfi að hafa þetta skírteini meðferðis. Við höfum athugað það að það er ekkert á vefsíðu lyfjastofnunar sem minnir geðlækna, hvað þá sjúklinga, á að hafa þetta lyfjaskírteini meðferðis, eða þetta vottorð,“ segir Gísli. Í morgun birtist opið bréf frá ADHD-samtökunum til ráðherra og þingmanna þar sem skorað var á að breyta umræddum lögum. Vilja samtökin meðal annars að hægt verði að afhenda lögreglu læknisvottorð eftir á og þannig komast hjá því að mál fari fyrir dómstóla. Er þar sagt að núverandi ástand sé ólíðandi.
Lyf Dómsmál Heilbrigðismál ADHD Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira