Erlent

Senda tíu milljónir króna til Marokkó vegna skjálftans

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Að minnsta kosti þúsund létust í skjálftanum.
Að minnsta kosti þúsund létust í skjálftanum. Getty/Muhammed

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að senda að lágmarki tíu milljónir króna til neyðaraðstoðar í Marokkó. Söfnun hefur verið hrundið af stað.

Samtökin hafa þegar hafið fyrstu neyðaraðstoð á staðnum en SOS Barnaþorpin hafa hjálpað munaðarlausum og yfirgefnum börnum í Marokkó í um fjörutíu ár. Gera má ráð fyrir að samtökin muni leggja áherslu á að hjálpa börnum sem hafa orðið viðskila við foreldra, að því er fram kemur í tilkynningu. 

Þá þurfi einnig að hjálpa barnafjölskyldum sem misst hafa heimili og lífsviðurværi.

Landsmenn eru hvattir til að leggja hönd á plóg og styrkja söfnunina en 18 börn í SOS Barnaþorpum í Marokkó eiga SOS-foreldra á Íslandi.


Tengdar fréttir

„Fólk var hérna öskrandi og æpandi á göngunum úr hræðslu“

Yfir þúsund fórust þegar gríðarlegur jarðskjálfti að stærð 6,8 reið yfir í Atlasfjöllum í Marokkó seint í gærkvöldi. Íslendingur rétt utan við Marrakesh lýsir mikilli skelfingu þegar jörð tók að hristast. Hann sé ýmsu vanur þegar kemur að jarðskjálftum en skjálftinn í gær hafi verið sá allra stærsti sem hann hafi upplifað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×