Innlent

Kennara­fé­lag MA al­farið á móti sam­einingu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Nemendur skólans hafa staðið fyrir mótmælum síðustu daga vegna mögulegrar sameiningar.
Nemendur skólans hafa staðið fyrir mótmælum síðustu daga vegna mögulegrar sameiningar. Vísir/Vilhelm

Kennarafélag Menntaskólans á Akureyri er alfarið á móti sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Félagið segir skýrslu starfshóps um málið fulla af þversögnum. Hún hafi verið unnin án samráðs við starfsfólk og nemendur. Skorað er á ráðherra að falla frá áformunum.

Í yfirlýsingu frá Kennarafélaginu segir að fjölmargar þversagnir og rangfærslur séu í skýrslu starfshóps sem unnin var um mögulega sameiningu. Undirliggjandi ástæður séu augljóslega niðurskurður. Þannig eigi að fækka sálfræðingum, námsráðgjöfum og kennurum – sem samrýmist ekki áformum um aukinn stuðning við nemendur í sameinuðum skólum.

„MA og VMA eru framúrskarandi skólar, hvor með sína sérstöðu, sögu og menningu. Þeir hafa sett svip sinn á nærsamfélagið um langa tíð og hafa þrifist vel hvor í nábýli við annan undanfarin 40 ár. Skólarnir hafa átt í farsælu samstarfi og vilji er hjá kennarafélagi MA að efla það enn frekar. “

„Niðurskurðurinn í framhaldsskólakerfinu er nú þegar of mikill. Stutt er síðan þriggja ára stúdentspróf var tekið upp með tilheyrandi sparnaði og auknu álagi á nemendur. Kennarafélag Menntaskólans á Akureyri skorar á ráðherra að falla frá áformum um sameiningu,“ segir í tilkynningu félagsins.


Tengdar fréttir

Mót­mæli nem­enda snúist fyrst og fremst um skóla­menningu

Skólameistari Menntaskólans á Akureyri segir mótmæli nemenda við mögulegri sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri fyrst og fremst byggð á skólamenningu. Sameining skólanna myndi auka gæði bóknáms á Akureyri og efla þá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×