Sameiningaráætlanir framhaldsskóla lausn á fjármagnsskorti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. september 2023 09:30 Ásmundur segir að gætt verði að menningu og hefðum skóla verði þeir sameinaðir við aðra. Vísir/Vilhelm Menntamálaráðherra segir fjármagnsskort ástæðu þess að verið sé að skoða sameiningu framhaldsskóla. Gætt verði að menningu og hefðum allra skóla. Auknar áskoranir og dýrara nám kalli á hagræðingu eða meira fjármagn, sem hafi ekki fengist. Menntamálaráðherra kynnti ásamt rektorum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri skoðun á sameiningu skólanna tveggja fyrir nemendum og starfsfólki á þriðjudag. Nemendur MA mótmæltu fyrirhugaðri sameiningu harðlega í gær og lýstu yfir áhyggjum af því að menning innan skólanna tapaðist. Undirskriftasöfnun hefur verið hrundið af stað til að mótmæla mögulegri sameiningu sem á þriðja þúsund hafa skrifað undir. „Ég hef lagt áherslu á það að í allri vinnu sem þessu tengist verði gætt að sögu, menningu og hefðum beggja skóla,“ segir Ásmundur Einar Daðason, menntamálaráðherra. Hann segir nýjar áskoranir í menntakerfinu að baki breytingunum. „Við erum að horfa upp á það að það er stór fjöldi nemenda sem bíður eftir að komast í starfsnám, sem er dýrara nám. Við erum með áskoranir þegar kemur að námsárangri, stöðu drengja. Stóraukinn fjölda barna af erlendum uppruna. Allt kallar þetta á að við gerum breytingar á menntakerfinu,“ segir hann. „Stærri einingar eru betur í stakk búnar að mæta þessum áskorunum.“ MA og VMA eru ekki einu menntaskólarnir sem viðrað hefur verið að sameina. Í vor tilkynnti menntamálaráðuneytið að til skoðunar kæmi að sameina Kvennó og MS, Tækniskólann og Flensborg og Keili og FS. Starfsmenn skólanna mótmæltu margir hverjir harðlega en þær sameiningarhugmyndir enn stutt á veg komnar. Ásmundur segir þessa skóla glíma við sömu áskoranir og MA og VMA. Til að mæta þeim sé nauðsynlegt að fá meira fjármagn. „Við þurfum aukið fjármagn inn í skólana. Það er það sem við lögðum upp með til að mæta þessum áskorunum sem ég nefndi. Það hefur ekki fengist, meðal annars vegna ástandsins í þjóðfélaginu.“ Framhaldsskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vanhugsuð sameiningaráform Umræðan um mögulega sameiningu MA og VMA fer hátt þessa dagana sem von er. Sitt sýnist hverjum og sem betur fer halda flest sig við málefnaleg rök en ekki ómerkileg skot á milli skólanna tveggja eða samanburð sem á sér fáar röksemdir. Það er þó alls ekki einhlítt (því miður) og ég legg áherslu á að mér finnast skólarnir tveir merkilegar og mikilvægar stofnanir. 7. september 2023 13:30 Mótmæli nemenda snúist fyrst og fremst um skólamenningu Skólameistari Menntaskólans á Akureyri segir mótmæli nemenda við mögulegri sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri fyrst og fremst byggð á skólamenningu. Sameining skólanna myndi auka gæði bóknáms á Akureyri og efla þá. 7. september 2023 12:01 Mótmæltu sameiningu MA og VMA: „Ásmundur segðu af þér!“ Fjöldi nemenda Menntaskólans á Akureyri mótmæltu í dag fyrirhugaðri sameiningu skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. 6. september 2023 20:23 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Menntamálaráðherra kynnti ásamt rektorum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri skoðun á sameiningu skólanna tveggja fyrir nemendum og starfsfólki á þriðjudag. Nemendur MA mótmæltu fyrirhugaðri sameiningu harðlega í gær og lýstu yfir áhyggjum af því að menning innan skólanna tapaðist. Undirskriftasöfnun hefur verið hrundið af stað til að mótmæla mögulegri sameiningu sem á þriðja þúsund hafa skrifað undir. „Ég hef lagt áherslu á það að í allri vinnu sem þessu tengist verði gætt að sögu, menningu og hefðum beggja skóla,“ segir Ásmundur Einar Daðason, menntamálaráðherra. Hann segir nýjar áskoranir í menntakerfinu að baki breytingunum. „Við erum að horfa upp á það að það er stór fjöldi nemenda sem bíður eftir að komast í starfsnám, sem er dýrara nám. Við erum með áskoranir þegar kemur að námsárangri, stöðu drengja. Stóraukinn fjölda barna af erlendum uppruna. Allt kallar þetta á að við gerum breytingar á menntakerfinu,“ segir hann. „Stærri einingar eru betur í stakk búnar að mæta þessum áskorunum.“ MA og VMA eru ekki einu menntaskólarnir sem viðrað hefur verið að sameina. Í vor tilkynnti menntamálaráðuneytið að til skoðunar kæmi að sameina Kvennó og MS, Tækniskólann og Flensborg og Keili og FS. Starfsmenn skólanna mótmæltu margir hverjir harðlega en þær sameiningarhugmyndir enn stutt á veg komnar. Ásmundur segir þessa skóla glíma við sömu áskoranir og MA og VMA. Til að mæta þeim sé nauðsynlegt að fá meira fjármagn. „Við þurfum aukið fjármagn inn í skólana. Það er það sem við lögðum upp með til að mæta þessum áskorunum sem ég nefndi. Það hefur ekki fengist, meðal annars vegna ástandsins í þjóðfélaginu.“
Framhaldsskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vanhugsuð sameiningaráform Umræðan um mögulega sameiningu MA og VMA fer hátt þessa dagana sem von er. Sitt sýnist hverjum og sem betur fer halda flest sig við málefnaleg rök en ekki ómerkileg skot á milli skólanna tveggja eða samanburð sem á sér fáar röksemdir. Það er þó alls ekki einhlítt (því miður) og ég legg áherslu á að mér finnast skólarnir tveir merkilegar og mikilvægar stofnanir. 7. september 2023 13:30 Mótmæli nemenda snúist fyrst og fremst um skólamenningu Skólameistari Menntaskólans á Akureyri segir mótmæli nemenda við mögulegri sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri fyrst og fremst byggð á skólamenningu. Sameining skólanna myndi auka gæði bóknáms á Akureyri og efla þá. 7. september 2023 12:01 Mótmæltu sameiningu MA og VMA: „Ásmundur segðu af þér!“ Fjöldi nemenda Menntaskólans á Akureyri mótmæltu í dag fyrirhugaðri sameiningu skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. 6. september 2023 20:23 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Vanhugsuð sameiningaráform Umræðan um mögulega sameiningu MA og VMA fer hátt þessa dagana sem von er. Sitt sýnist hverjum og sem betur fer halda flest sig við málefnaleg rök en ekki ómerkileg skot á milli skólanna tveggja eða samanburð sem á sér fáar röksemdir. Það er þó alls ekki einhlítt (því miður) og ég legg áherslu á að mér finnast skólarnir tveir merkilegar og mikilvægar stofnanir. 7. september 2023 13:30
Mótmæli nemenda snúist fyrst og fremst um skólamenningu Skólameistari Menntaskólans á Akureyri segir mótmæli nemenda við mögulegri sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri fyrst og fremst byggð á skólamenningu. Sameining skólanna myndi auka gæði bóknáms á Akureyri og efla þá. 7. september 2023 12:01
Mótmæltu sameiningu MA og VMA: „Ásmundur segðu af þér!“ Fjöldi nemenda Menntaskólans á Akureyri mótmæltu í dag fyrirhugaðri sameiningu skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. 6. september 2023 20:23