Handtökur á Kúbu vegna mansals til Rússlands Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2023 09:15 Frá Havana, höfuðborg Kúbu. Vísir/EPA Yfirvöld á Kúbu segjast hafa handtekið sautján manns sem tengjast mansalshring sem er sakaður um að tæla unga Kúbverja til þess að berjast fyrir hönd Rússlands í Úkraínu. Þeir handteknu gætu átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma eða jafnvel dauðarefsingu. Mansalshringurinn var sagður starfa bæði á Kúbu og í Rússlandi þegar kúbversk yfirvöld greindu fyrst frá því að þau hefðu afhjúpað hann fyrr í vikunni. Fulltrúi innanríkisráðuneytisins greindi frá handtökunum í kúbverska sjónvarpinu í gærkvöldi. Skipuleggjendur starfseminnar væru á meðal þeirra handteknu, að því er kemur fram í frétt Reuters. Forsprakkar hringsins eru sagðir hafa reitt sig á tvo menn á Kúbu til þess að lokka unga menn til þess að taka þátt í innrásinni í Úkraínu. José Luis Reyes, saksóknari á Kúbu, segir að þeir handteknu gætu átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi, lífstíðardóm eða jafnvel dauðarefsingu allt eftir eðli og alvarleika brota þeirra. Þau geti verið mansal, málaliðastörf eða árás á erlent ríki. Samband kúbverskra og rússneskra stjórnvalda hefur verið náið um áratuga skeið. Fjöldi efnahagslegra flóttamanna fer frá Kúbu til Rússlands í leit að betra lífi. Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði fyrir um að erlendis ríkisborgarar sem skráðu sig til herþjónustu gætu fengið flýtimeðferð að ríkisborgararétti. Stjórnvöld á Kúbu segjast ekki þátttakendur í innrásinni í Úkraínu og að þau vilji ekki að borgarar sínir berjist þar sem málaliðar. Kúba Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segja Kúbverja selda mansali og látna berjast í Úkraínu Kommúnistastjórnin á Kúbu segist hafa afhjúpað mansalshring sem hafi neytt kúbverska borgara til þess að berjast með Rússum í innrás þeirra í Úkraínu. Hringurinn hafi starfað bæði á Kúbu og í Rússlandi. 5. september 2023 14:58 Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Innlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Innlent Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Innlent „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent Fótboltamaðurinn umdeildi orðinn forseti Georgíu Erlent Fleiri fréttir Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Fótboltamaðurinn umdeildi orðinn forseti Georgíu Móðir banamannsins staðfesti líkindin Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Sjá meira
Mansalshringurinn var sagður starfa bæði á Kúbu og í Rússlandi þegar kúbversk yfirvöld greindu fyrst frá því að þau hefðu afhjúpað hann fyrr í vikunni. Fulltrúi innanríkisráðuneytisins greindi frá handtökunum í kúbverska sjónvarpinu í gærkvöldi. Skipuleggjendur starfseminnar væru á meðal þeirra handteknu, að því er kemur fram í frétt Reuters. Forsprakkar hringsins eru sagðir hafa reitt sig á tvo menn á Kúbu til þess að lokka unga menn til þess að taka þátt í innrásinni í Úkraínu. José Luis Reyes, saksóknari á Kúbu, segir að þeir handteknu gætu átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi, lífstíðardóm eða jafnvel dauðarefsingu allt eftir eðli og alvarleika brota þeirra. Þau geti verið mansal, málaliðastörf eða árás á erlent ríki. Samband kúbverskra og rússneskra stjórnvalda hefur verið náið um áratuga skeið. Fjöldi efnahagslegra flóttamanna fer frá Kúbu til Rússlands í leit að betra lífi. Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði fyrir um að erlendis ríkisborgarar sem skráðu sig til herþjónustu gætu fengið flýtimeðferð að ríkisborgararétti. Stjórnvöld á Kúbu segjast ekki þátttakendur í innrásinni í Úkraínu og að þau vilji ekki að borgarar sínir berjist þar sem málaliðar.
Kúba Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segja Kúbverja selda mansali og látna berjast í Úkraínu Kommúnistastjórnin á Kúbu segist hafa afhjúpað mansalshring sem hafi neytt kúbverska borgara til þess að berjast með Rússum í innrás þeirra í Úkraínu. Hringurinn hafi starfað bæði á Kúbu og í Rússlandi. 5. september 2023 14:58 Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Innlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Innlent Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Innlent „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent Fótboltamaðurinn umdeildi orðinn forseti Georgíu Erlent Fleiri fréttir Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Fótboltamaðurinn umdeildi orðinn forseti Georgíu Móðir banamannsins staðfesti líkindin Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Sjá meira
Segja Kúbverja selda mansali og látna berjast í Úkraínu Kommúnistastjórnin á Kúbu segist hafa afhjúpað mansalshring sem hafi neytt kúbverska borgara til þess að berjast með Rússum í innrás þeirra í Úkraínu. Hringurinn hafi starfað bæði á Kúbu og í Rússlandi. 5. september 2023 14:58