Enski boltinn

Tíu til­nefndir sem mark­vörður ársins en Alis­son komst ekki á blað

Smári Jökull Jónsson skrifar
Aaron Ramsdale er á meðal þeirra sem tilnefndir eru sem markvörður ársins.
Aaron Ramsdale er á meðal þeirra sem tilnefndir eru sem markvörður ársins. Vísir/Getty

Tíu markverðir koma til greina sem besti markvörður síðasta tímabils. Aaron Ramsdale og Andre Onana eru báðir þar á meðal en Alisson markvörður Liverpool komst ekki á blað.

Yashin-bikarinn er afhentur þeim markverði sem þótti standa sig best á síðasta tímabili í knattspyrnuheiminum en verðlaunin eru nefnd eftir hinum goðsagnakennda markverði frá Sovétríkjunum Lev Yashin.

Í dag voru þeir tíu markmenn sem koma til greina í vali ársins kynntir til leiks. Það er lítið sem kemur á óvart í valinu en margir, og þá sérstaklega stuðningsmenn Liverpool, voru hissa að nafn hins brasilíska Alisson var hvergi að sjá.

Tilnefndir til Yashin-bikarsins

Aaron Ramsdale (Arsenal)

Ederson (Manchester City)

Andre Onana (Inter Milan)

Emiliano Martinez (Aston Villa)

Marc Andre Ter Stegen (Barcelona)

Thibaut Courtois (Real Madrid)

Mike Maignan (AC Milan)

Yassine Bounou ( Al-Hilal)

Brice Samba (RC Lens)

Dominik Livakovic (Fenerbahce)

Alisson er af flestum talinn einn af bestu markvörðum í heimi en hann leikur með Liverpool. Hann hlaut verðlaunin þegar þau voru fyrst afhent árið 2019 en er ekki á meðal tíu efstu í ár. Hann átti gott tímabil með Liverpool þó liðinu hafi gengið afar illa á flestum vígstöðvum.

Stuðningsmenn Liverpool vilja meina að verið sé að refsa Brasilíumanninum fyrir lélegan leik liðsins en hann var aðalmarkvörður Brasilíu á heimsmeistaramótinu í Katar í lok síðasta árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×