Heimir Guðjónsson: Ágætt bara að sleppa með 3-0 Þorsteinn Hjálmsson skrifar 30. ágúst 2023 20:31 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Hulda Margrét „Ég hefði ekki getað gagnrýnt neinn í hálfleik fyrir að leggja sig ekki fram. Við lögðum okkur fram og spiluðum góðan fótbolta, góð færi, en eins og oft áður í sumar erum við sjálfum okkur verstir,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 0-3 tap gegn KA í Kaplakrika í kvöld. FH spilaði vel í fyrri hálfleik en þrátt fyrir það var liðið 0-2 undir í hálfleik. Heimir var ekki sáttur með sofandahátt sinna manna í aðdraganda þeirra marka. „Við gefum mark þar sem bara er verið að skalla boltann í burtu og við erum ekki klárir í seinni boltann. Svo í staðinn fyrir að brjóta þá hleypum við manninum og þeir eru komnir í yfirtölu og klára það vel. Svo er sterkasti skallamaður KA í lok fyrri hálfleiks frír í einhverjar tíu sekúndur og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Í seinni hálfleik gátum við ekkert,“ sagði Heimir. Heimir og hans teymi ákváðu að gera enga breytingu í hálfleik líkt og gegn Val og ÍBV í undanförnum leikjum þegar staðan hefur verið óhagstæð í hálfleik. „Við ákveðum það að, þó að við værum 2-0 undir og liðið að spila vel, að gera engar breytingar. En við komum bara út í seinni hálfleikinn og vorum aldrei klárir í það sem við ætluðum að gera og þeir bara gengu á lagið og skoruðu eitt mark í viðbót. Þá snerist þetta um að lágmarka skaðann. Miðað við hvernig við vorum í seinni hálfleik var ágætt bara að sleppa með 3-0.“ Aðspurður hvort að hluti af því að lágmarka skaðann væri að taka Kjartan Henry og Gyrði Hrafn, markahæstu menn FH í sumar, út af á 64. Mínútu, þá svaraði Heimir því á þessa leið. „Mér fannst þeir engan veginn í takt við leikinn, hvorki varnarlega né sóknarlega. Báðir frábærir leikmenn en voru ekki að finna sig í dag. Þess vegna ákváðum við að gera þessa breytingu.“ FH vantar stig upp á til að tryggja sig inn í efri hluta deildarinnar fyrir tvískiptingu og hefði því getað gulltryggt það í kvöld. Í stað þess er baráttan um að enda í efri hlutanum orðin æsispennandi en KA getur með sigri á Fylki á sunnudaginn komið sér í efri hlutann á kostnað KR eða FH ef þau lið tapa. „Við vildum klára þetta á okkar heimavelli fyrir framan okkar frábæru áhorfendur en það tókst ekki og þá verðum við bara að undirbúa leikinn í Kópavoginum vel. Blikarnir auðvitað með frábært fótboltalið og við þurfum að vera klárir þar,“ sagði Heimir að lokum en FH mætir Breiðabliki á sunnudaginn. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira
FH spilaði vel í fyrri hálfleik en þrátt fyrir það var liðið 0-2 undir í hálfleik. Heimir var ekki sáttur með sofandahátt sinna manna í aðdraganda þeirra marka. „Við gefum mark þar sem bara er verið að skalla boltann í burtu og við erum ekki klárir í seinni boltann. Svo í staðinn fyrir að brjóta þá hleypum við manninum og þeir eru komnir í yfirtölu og klára það vel. Svo er sterkasti skallamaður KA í lok fyrri hálfleiks frír í einhverjar tíu sekúndur og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Í seinni hálfleik gátum við ekkert,“ sagði Heimir. Heimir og hans teymi ákváðu að gera enga breytingu í hálfleik líkt og gegn Val og ÍBV í undanförnum leikjum þegar staðan hefur verið óhagstæð í hálfleik. „Við ákveðum það að, þó að við værum 2-0 undir og liðið að spila vel, að gera engar breytingar. En við komum bara út í seinni hálfleikinn og vorum aldrei klárir í það sem við ætluðum að gera og þeir bara gengu á lagið og skoruðu eitt mark í viðbót. Þá snerist þetta um að lágmarka skaðann. Miðað við hvernig við vorum í seinni hálfleik var ágætt bara að sleppa með 3-0.“ Aðspurður hvort að hluti af því að lágmarka skaðann væri að taka Kjartan Henry og Gyrði Hrafn, markahæstu menn FH í sumar, út af á 64. Mínútu, þá svaraði Heimir því á þessa leið. „Mér fannst þeir engan veginn í takt við leikinn, hvorki varnarlega né sóknarlega. Báðir frábærir leikmenn en voru ekki að finna sig í dag. Þess vegna ákváðum við að gera þessa breytingu.“ FH vantar stig upp á til að tryggja sig inn í efri hluta deildarinnar fyrir tvískiptingu og hefði því getað gulltryggt það í kvöld. Í stað þess er baráttan um að enda í efri hlutanum orðin æsispennandi en KA getur með sigri á Fylki á sunnudaginn komið sér í efri hlutann á kostnað KR eða FH ef þau lið tapa. „Við vildum klára þetta á okkar heimavelli fyrir framan okkar frábæru áhorfendur en það tókst ekki og þá verðum við bara að undirbúa leikinn í Kópavoginum vel. Blikarnir auðvitað með frábært fótboltalið og við þurfum að vera klárir þar,“ sagði Heimir að lokum en FH mætir Breiðabliki á sunnudaginn.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira