Pútín og Kim sagðir skiptast á bréfum Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2023 16:24 Vladimír Pútín og Kim Jong Un. Pútín er talinn sækjast eftir sprengjukúlur og önnur hergögn frá Norður-Kóreu. AP Yfirvöld í Bandaríkjunum segja Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa skipst á bréfum. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, sagði frá því í dag að Bandaríkjamenn hefðu komist á snoðir um þessar bréfasendingar og eru þær sagðar byggja á fyrri samskiptum milli ríkjanna. Kirby sagði Rússa leita að frekari skotfærum fyrir stórskotalið og öðrum aðföngum fyrir hergagnaframleiðslu í Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. Sergei Shoigu, varnarmálráðherra Rússlands, ferðaðist nýverið til Norður-Kóreu og var það í fyrsta sinn sem tekið var opinberlega á móti erlendum gesti þar í nokkur ár. Kirby sagði einnig, samkvæmt AP fréttaveitunni, að viðræðurnar væru ekki langt á veg komnar en þeim miðaði þó áfram. Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, hafa um nokkuð skeið haldið því fram að Rússar reiði sig mjög á skotfæri frá Norður-Kóreu og Íran, en bæði ríkin eru mjög einangruð á alþjóðasviðinu vegna mannréttindabrota og þróun þeirra á kjarnorku og í tilfelli Norður-Kóreu, kjarnorkuvopnum. Bandaríkjamenn sögðu frá því í fyrra að málaliðahópurinn Wagner Group hefði tekið móti sendinum af skotfærum frá Norður-Kóreu og var því svo haldið fram í mars að Rússar væru að leitast eftir frekari skotfærum og þá í skiptum fyrir matvæli og aðrar vöru. Stórskotalið hefur skipt sköpum í stríðinu í Úkraínu fyrir bæði Rússa og Úkraínumenn. Báðar fylkingar hafa á köflum skort skotfæri fyrir stórskotalið enda hefur þúsundum sprengikúla verið skotið á dag í átökunum. Hergagnaiðnaðurinn í Rússlandi er á yfirsnúningi og er einnig verið að auka framleiðslu í Bandaríkjunum og í Evrópu. Bakhjarlar Úkraínu hafa leitað víða um heim að skotfærum fyrir Úkraínumenn og hafa til að mynda keypt töluvert magn frá Suður-Kóreu. Þá hafa Bandaríkjamenn sent klasasprengjur til Úkraínu en gífurlegt magn þeirra má finna í vopnabúrum vestanhafs. Rússland Norður-Kórea Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Harðir bardagar í suðri Úkraínskir hermenn hafa náð tiltölulega miklum árangri í Sapórisjíahéraði í suðurhluta Úkraínu á undanförnum dögum og vikum. Svo virðist sem aukinn hraði hafi færst í framsókn Úkraínumanna nærri bænum Robotyne en Rússar hafa sent sínar bestu hersveitir á svæðið til að stöðva sóknina. 30. ágúst 2023 10:56 Umfangsmiklar árásir í nótt á báða bóga Úkraínumenn gerðu í nótt víðtækar drónaárásir á svæði í Rússlandi. Í einni árásinni voru tvær flutningavélar sprengdar í loft upp á Pskov flugvellinum er í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá víglínunni í Úkraínu. 30. ágúst 2023 07:24 Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út. 28. ágúst 2023 11:19 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Sjá meira
Kirby sagði Rússa leita að frekari skotfærum fyrir stórskotalið og öðrum aðföngum fyrir hergagnaframleiðslu í Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. Sergei Shoigu, varnarmálráðherra Rússlands, ferðaðist nýverið til Norður-Kóreu og var það í fyrsta sinn sem tekið var opinberlega á móti erlendum gesti þar í nokkur ár. Kirby sagði einnig, samkvæmt AP fréttaveitunni, að viðræðurnar væru ekki langt á veg komnar en þeim miðaði þó áfram. Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, hafa um nokkuð skeið haldið því fram að Rússar reiði sig mjög á skotfæri frá Norður-Kóreu og Íran, en bæði ríkin eru mjög einangruð á alþjóðasviðinu vegna mannréttindabrota og þróun þeirra á kjarnorku og í tilfelli Norður-Kóreu, kjarnorkuvopnum. Bandaríkjamenn sögðu frá því í fyrra að málaliðahópurinn Wagner Group hefði tekið móti sendinum af skotfærum frá Norður-Kóreu og var því svo haldið fram í mars að Rússar væru að leitast eftir frekari skotfærum og þá í skiptum fyrir matvæli og aðrar vöru. Stórskotalið hefur skipt sköpum í stríðinu í Úkraínu fyrir bæði Rússa og Úkraínumenn. Báðar fylkingar hafa á köflum skort skotfæri fyrir stórskotalið enda hefur þúsundum sprengikúla verið skotið á dag í átökunum. Hergagnaiðnaðurinn í Rússlandi er á yfirsnúningi og er einnig verið að auka framleiðslu í Bandaríkjunum og í Evrópu. Bakhjarlar Úkraínu hafa leitað víða um heim að skotfærum fyrir Úkraínumenn og hafa til að mynda keypt töluvert magn frá Suður-Kóreu. Þá hafa Bandaríkjamenn sent klasasprengjur til Úkraínu en gífurlegt magn þeirra má finna í vopnabúrum vestanhafs.
Rússland Norður-Kórea Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Harðir bardagar í suðri Úkraínskir hermenn hafa náð tiltölulega miklum árangri í Sapórisjíahéraði í suðurhluta Úkraínu á undanförnum dögum og vikum. Svo virðist sem aukinn hraði hafi færst í framsókn Úkraínumanna nærri bænum Robotyne en Rússar hafa sent sínar bestu hersveitir á svæðið til að stöðva sóknina. 30. ágúst 2023 10:56 Umfangsmiklar árásir í nótt á báða bóga Úkraínumenn gerðu í nótt víðtækar drónaárásir á svæði í Rússlandi. Í einni árásinni voru tvær flutningavélar sprengdar í loft upp á Pskov flugvellinum er í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá víglínunni í Úkraínu. 30. ágúst 2023 07:24 Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út. 28. ágúst 2023 11:19 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Harðir bardagar í suðri Úkraínskir hermenn hafa náð tiltölulega miklum árangri í Sapórisjíahéraði í suðurhluta Úkraínu á undanförnum dögum og vikum. Svo virðist sem aukinn hraði hafi færst í framsókn Úkraínumanna nærri bænum Robotyne en Rússar hafa sent sínar bestu hersveitir á svæðið til að stöðva sóknina. 30. ágúst 2023 10:56
Umfangsmiklar árásir í nótt á báða bóga Úkraínumenn gerðu í nótt víðtækar drónaárásir á svæði í Rússlandi. Í einni árásinni voru tvær flutningavélar sprengdar í loft upp á Pskov flugvellinum er í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá víglínunni í Úkraínu. 30. ágúst 2023 07:24
Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út. 28. ágúst 2023 11:19