Pútín og Kim sagðir skiptast á bréfum Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2023 16:24 Vladimír Pútín og Kim Jong Un. Pútín er talinn sækjast eftir sprengjukúlur og önnur hergögn frá Norður-Kóreu. AP Yfirvöld í Bandaríkjunum segja Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa skipst á bréfum. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, sagði frá því í dag að Bandaríkjamenn hefðu komist á snoðir um þessar bréfasendingar og eru þær sagðar byggja á fyrri samskiptum milli ríkjanna. Kirby sagði Rússa leita að frekari skotfærum fyrir stórskotalið og öðrum aðföngum fyrir hergagnaframleiðslu í Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. Sergei Shoigu, varnarmálráðherra Rússlands, ferðaðist nýverið til Norður-Kóreu og var það í fyrsta sinn sem tekið var opinberlega á móti erlendum gesti þar í nokkur ár. Kirby sagði einnig, samkvæmt AP fréttaveitunni, að viðræðurnar væru ekki langt á veg komnar en þeim miðaði þó áfram. Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, hafa um nokkuð skeið haldið því fram að Rússar reiði sig mjög á skotfæri frá Norður-Kóreu og Íran, en bæði ríkin eru mjög einangruð á alþjóðasviðinu vegna mannréttindabrota og þróun þeirra á kjarnorku og í tilfelli Norður-Kóreu, kjarnorkuvopnum. Bandaríkjamenn sögðu frá því í fyrra að málaliðahópurinn Wagner Group hefði tekið móti sendinum af skotfærum frá Norður-Kóreu og var því svo haldið fram í mars að Rússar væru að leitast eftir frekari skotfærum og þá í skiptum fyrir matvæli og aðrar vöru. Stórskotalið hefur skipt sköpum í stríðinu í Úkraínu fyrir bæði Rússa og Úkraínumenn. Báðar fylkingar hafa á köflum skort skotfæri fyrir stórskotalið enda hefur þúsundum sprengikúla verið skotið á dag í átökunum. Hergagnaiðnaðurinn í Rússlandi er á yfirsnúningi og er einnig verið að auka framleiðslu í Bandaríkjunum og í Evrópu. Bakhjarlar Úkraínu hafa leitað víða um heim að skotfærum fyrir Úkraínumenn og hafa til að mynda keypt töluvert magn frá Suður-Kóreu. Þá hafa Bandaríkjamenn sent klasasprengjur til Úkraínu en gífurlegt magn þeirra má finna í vopnabúrum vestanhafs. Rússland Norður-Kórea Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Harðir bardagar í suðri Úkraínskir hermenn hafa náð tiltölulega miklum árangri í Sapórisjíahéraði í suðurhluta Úkraínu á undanförnum dögum og vikum. Svo virðist sem aukinn hraði hafi færst í framsókn Úkraínumanna nærri bænum Robotyne en Rússar hafa sent sínar bestu hersveitir á svæðið til að stöðva sóknina. 30. ágúst 2023 10:56 Umfangsmiklar árásir í nótt á báða bóga Úkraínumenn gerðu í nótt víðtækar drónaárásir á svæði í Rússlandi. Í einni árásinni voru tvær flutningavélar sprengdar í loft upp á Pskov flugvellinum er í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá víglínunni í Úkraínu. 30. ágúst 2023 07:24 Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út. 28. ágúst 2023 11:19 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
Kirby sagði Rússa leita að frekari skotfærum fyrir stórskotalið og öðrum aðföngum fyrir hergagnaframleiðslu í Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. Sergei Shoigu, varnarmálráðherra Rússlands, ferðaðist nýverið til Norður-Kóreu og var það í fyrsta sinn sem tekið var opinberlega á móti erlendum gesti þar í nokkur ár. Kirby sagði einnig, samkvæmt AP fréttaveitunni, að viðræðurnar væru ekki langt á veg komnar en þeim miðaði þó áfram. Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, hafa um nokkuð skeið haldið því fram að Rússar reiði sig mjög á skotfæri frá Norður-Kóreu og Íran, en bæði ríkin eru mjög einangruð á alþjóðasviðinu vegna mannréttindabrota og þróun þeirra á kjarnorku og í tilfelli Norður-Kóreu, kjarnorkuvopnum. Bandaríkjamenn sögðu frá því í fyrra að málaliðahópurinn Wagner Group hefði tekið móti sendinum af skotfærum frá Norður-Kóreu og var því svo haldið fram í mars að Rússar væru að leitast eftir frekari skotfærum og þá í skiptum fyrir matvæli og aðrar vöru. Stórskotalið hefur skipt sköpum í stríðinu í Úkraínu fyrir bæði Rússa og Úkraínumenn. Báðar fylkingar hafa á köflum skort skotfæri fyrir stórskotalið enda hefur þúsundum sprengikúla verið skotið á dag í átökunum. Hergagnaiðnaðurinn í Rússlandi er á yfirsnúningi og er einnig verið að auka framleiðslu í Bandaríkjunum og í Evrópu. Bakhjarlar Úkraínu hafa leitað víða um heim að skotfærum fyrir Úkraínumenn og hafa til að mynda keypt töluvert magn frá Suður-Kóreu. Þá hafa Bandaríkjamenn sent klasasprengjur til Úkraínu en gífurlegt magn þeirra má finna í vopnabúrum vestanhafs.
Rússland Norður-Kórea Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Harðir bardagar í suðri Úkraínskir hermenn hafa náð tiltölulega miklum árangri í Sapórisjíahéraði í suðurhluta Úkraínu á undanförnum dögum og vikum. Svo virðist sem aukinn hraði hafi færst í framsókn Úkraínumanna nærri bænum Robotyne en Rússar hafa sent sínar bestu hersveitir á svæðið til að stöðva sóknina. 30. ágúst 2023 10:56 Umfangsmiklar árásir í nótt á báða bóga Úkraínumenn gerðu í nótt víðtækar drónaárásir á svæði í Rússlandi. Í einni árásinni voru tvær flutningavélar sprengdar í loft upp á Pskov flugvellinum er í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá víglínunni í Úkraínu. 30. ágúst 2023 07:24 Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út. 28. ágúst 2023 11:19 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Harðir bardagar í suðri Úkraínskir hermenn hafa náð tiltölulega miklum árangri í Sapórisjíahéraði í suðurhluta Úkraínu á undanförnum dögum og vikum. Svo virðist sem aukinn hraði hafi færst í framsókn Úkraínumanna nærri bænum Robotyne en Rússar hafa sent sínar bestu hersveitir á svæðið til að stöðva sóknina. 30. ágúst 2023 10:56
Umfangsmiklar árásir í nótt á báða bóga Úkraínumenn gerðu í nótt víðtækar drónaárásir á svæði í Rússlandi. Í einni árásinni voru tvær flutningavélar sprengdar í loft upp á Pskov flugvellinum er í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá víglínunni í Úkraínu. 30. ágúst 2023 07:24
Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út. 28. ágúst 2023 11:19