Reiði beinist að DeSantis Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2023 13:29 Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída á minningarathöfn í Jacksonville á sunnudaginn. AP/John Raoux Eftir að ungur rasisti myrti þrjár svartar manneskjur í Jacksonville í Flórída um helgina hafa margir reiðst Ron DeSantis, ríkisstjóra. Fyrir árásina hafði hann verið sakaður um að skapa andrúmsloft haturs gegn svörtum Bandaríkjamönnum og öðru þeldökku fólki og reiðin hefur aukist eftir árasina. Árásarmaðurinn í Jacksonville hafði skreytt byssu sína með hakakross og lýst yfir hatri sínu á svörtu fólki. Þegar NAACP, hagsmunasamtök svartra Bandaríkjamanna, vöruðu fólk við því að ferðast til Flórída í vor gagnrýndi DeSantis þá viðvörun. Samtökin sögðu að skotvopnalög Flórída og herferð ríkisstjórans sem snerist um að neita tilvist kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum hefði aukið á hættuna. Ríkisstjórinn var einnig gagnrýndur nýverið fyrir viðleitni sína til að draga úr kennslu á þrælahaldi í skólum Flórída. Gagnrýnin gegn DeSantis hefur aukist eftir árásina en AP fréttaveitan segir samfélagsleiðtoga svartra í Flórída og víðar í Bandaríkjunum saka ríkisstjórann um að ýta undir hatur. DeSantis hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir að kalla árásarmanninn ekki rasista, en hann lýsti honum sem miklum „drullusokk“. Sjá einnig: Myrti þrjá svarta með riffli skreyttum hakakrossum Í yfirlýsingu til AP segir talsmaður DeSantis það rangt að ríkisstjórinn hafi ekki fordæmt árásarmanninn nægilega vel og gagnrýnir hann fréttaveituna fyrir að dreifa „fölskum umræðupunktum“ um árásina. Þá sagði hann að DeSantis myndi ekki lýða hatur og ofbeldi á grunni rasisma í Flórída og hafna því að ódæðið yrði vopnvætt í pólitík. Í grein fréttaveitunnar segir að ódæðið hafi varpað skugga á forsetabaráttuna innan Repúblikanaflokksins og frambjóðendur hafi staðið frammi fyrir óþægilegum spurningum um það af hverju rasistar og hvítir þjóðernissinnar fylgi flokknum. DeSantis sjálfur hefur ekki nefnt slagorðið sitt „War on Woke“ á undanförnum dögum en hann hefur ítrekað beitt því í baráttu sinni. Barátta Repúblikana gegn því sem þeir kalla „Woke“ snýr að miklu leyti að því að standa í vegi viðurkenninga á kerfisbundnum rasisma í Bandaríkjunum og auknum réttindum fyrir hinsegin fólk. Eins og segir í grein AP hafa svo gott sem allir frambjóðendur Repúblikanaflokksins boðað stefnu af þessum meiði. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 10:14 Uppsagnir og óhófleg eyðsla í kosningabaráttu DeSantis Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og forsetaframbjóðandi, hefur þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherferð sinni, en upplýsingar gefa í skyn að óhóflega mikið fjármagn hafi farið í framboð hans miðað við hve stutt baráttan er komin. 16. júlí 2023 12:47 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Árásarmaðurinn í Jacksonville hafði skreytt byssu sína með hakakross og lýst yfir hatri sínu á svörtu fólki. Þegar NAACP, hagsmunasamtök svartra Bandaríkjamanna, vöruðu fólk við því að ferðast til Flórída í vor gagnrýndi DeSantis þá viðvörun. Samtökin sögðu að skotvopnalög Flórída og herferð ríkisstjórans sem snerist um að neita tilvist kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum hefði aukið á hættuna. Ríkisstjórinn var einnig gagnrýndur nýverið fyrir viðleitni sína til að draga úr kennslu á þrælahaldi í skólum Flórída. Gagnrýnin gegn DeSantis hefur aukist eftir árásina en AP fréttaveitan segir samfélagsleiðtoga svartra í Flórída og víðar í Bandaríkjunum saka ríkisstjórann um að ýta undir hatur. DeSantis hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir að kalla árásarmanninn ekki rasista, en hann lýsti honum sem miklum „drullusokk“. Sjá einnig: Myrti þrjá svarta með riffli skreyttum hakakrossum Í yfirlýsingu til AP segir talsmaður DeSantis það rangt að ríkisstjórinn hafi ekki fordæmt árásarmanninn nægilega vel og gagnrýnir hann fréttaveituna fyrir að dreifa „fölskum umræðupunktum“ um árásina. Þá sagði hann að DeSantis myndi ekki lýða hatur og ofbeldi á grunni rasisma í Flórída og hafna því að ódæðið yrði vopnvætt í pólitík. Í grein fréttaveitunnar segir að ódæðið hafi varpað skugga á forsetabaráttuna innan Repúblikanaflokksins og frambjóðendur hafi staðið frammi fyrir óþægilegum spurningum um það af hverju rasistar og hvítir þjóðernissinnar fylgi flokknum. DeSantis sjálfur hefur ekki nefnt slagorðið sitt „War on Woke“ á undanförnum dögum en hann hefur ítrekað beitt því í baráttu sinni. Barátta Repúblikana gegn því sem þeir kalla „Woke“ snýr að miklu leyti að því að standa í vegi viðurkenninga á kerfisbundnum rasisma í Bandaríkjunum og auknum réttindum fyrir hinsegin fólk. Eins og segir í grein AP hafa svo gott sem allir frambjóðendur Repúblikanaflokksins boðað stefnu af þessum meiði.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 10:14 Uppsagnir og óhófleg eyðsla í kosningabaráttu DeSantis Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og forsetaframbjóðandi, hefur þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherferð sinni, en upplýsingar gefa í skyn að óhóflega mikið fjármagn hafi farið í framboð hans miðað við hve stutt baráttan er komin. 16. júlí 2023 12:47 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 10:14
Uppsagnir og óhófleg eyðsla í kosningabaráttu DeSantis Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og forsetaframbjóðandi, hefur þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherferð sinni, en upplýsingar gefa í skyn að óhóflega mikið fjármagn hafi farið í framboð hans miðað við hve stutt baráttan er komin. 16. júlí 2023 12:47