Erlent

Prigoz­hin úr­skurðaður látinn eftir erfða­rann­sókn

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Minnisvarði Prigozhin í Moskvu.
Minnisvarði Prigozhin í Moskvu. EPA

Eigandi Wagner málaliðahópsins, Yevgeny Prigozhin, hefur verið úrskurðaður látinn samkvæmt niðurstöðum úr erfðarannsókn sem gerð var á líkamsleifunum sem fundust í braki einkaþotu Prigozhin sem hrapaði á miðvikudag.

Rússnesk yfirvöld greindu frá þessu. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarteyminu hafa verið borin kennsl á öll tíu líkin úr flugvélinni. Farþegalisti flugferðarinnar samsvaraði þeim lista.

Einkaþota Prigozhin hrapaði norðvestan Moskvu á miðvikudaginn. Allir farþegar hennar létust. Talið er að flugvélin hafi verið skotin niður.

Leyniþjónustusamfélag Bandaríkjanna gaf á fimmtudag út þá bráðabirgðaniðurstöðu að Progozhin hafi verið ráðinn af dögum. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs eru enn ekki sammála um hvort að talið sé að einkaflugvél hans hafi verið skotin niður eða hvort sprengju hafi verið komið fyrir um borð í flugvélinni.


Tengdar fréttir

Segja Prigozhin hafa verið ráðinn af dögum

Bráðabirgðaniðurstaða leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna er að rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem átti málaliðahópinn Wagner Group, hafi verið ráðinn af dögum. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs eru þó ekki sammála um hvort að talið sé að einkaflugvél hans hafi verið skotin niður yfir Rússlandi í gær eða hvort sprengju hafi verið komið fyrir um borð í flugvélinni.

Flugvél Prigozhin sögð hafa verið skotin niður

Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, eigandi málaliðahópsins Wagner Group, er lést er einkaflugvél hans féll til jarðar í Rússlandi í dag. Fregnir hafa borist af því að flugvélin hafi verið skotin niður en það er óstaðfest.

Flug­riti flug­vélar Prígó­sjíns fundinn

Flugriti flugvélarinnar sem fórst nærri Moskvu á miðvikudag hefur verið fundinn auk líkamsleifa þeirra tíu sem voru um borð. Jevgení Prígosjín, leiðtogi Wagner-hópsins, var á farþegalista flugvélarinnar auk undirmanna sinna og áhafnarmeðlima flugvélarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×