Brutu gegn átján konum á veitingastað og bar föður þeirra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. ágúst 2023 07:38 Það hefur vakið mikla reiði að bræðurnir skuli hafa komist upp með brot sín í mörg ár og ekki verið stöðvaðir fyrr. Getty Bræðurnir Danny og Roberto Jaz hafa verið dæmdir í 17 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn samtals átján konum. Málið hefur vakið mikla reiði á Nýja-Sjálandi, þar sem bræðurnir notuðu bar og veitingastað föður síns til að fremja brotin. Bræðurnir eru 40 og 38 ára gamlir og komust upp með brot sín í fjögur ár áður en þeir voru handteknir. Þeir störfuðu hjá föður sínum, á barnum Mama Hooch og veitingastaðnum Venuti í Christchurch, þar sem þeir byrluðu fyrir fórnarlömbum sínum. Margar kvennanna voru táningar þegar árásirnar áttu sér stað. Danny var ákærður fyrir brot gegn fimmtán konum og er sagður hafa ráðist á margar þeirra á salernum staðanna. Roberto var dæmdur fyrir brot gegn fimm konum, meðal annars einni sem hann myndaði á meðan henni var nauðgað á veitingastaðnum. Bræðurnir voru ákærðir fyrir samtals 69 brot, þar á meðal nauðganir, önnur kynferðisbrot, ofbeldi og byrlun, auk þess sem þeir voru fundnir sekir um að hafa myndað nokkrar kvennanna án samþykkis. Dómarinn í málinu sagði brot bræðranna fordæmalaus í sögu landsins og skikkaði báða til að afplána að minnsta kosti helming dómsins áður en þeir geta sótt um reynslulausn. Sex kvennanna lásu upp yfirlýsingu í dómsal á þriðjudag. Ein þeirra sagði bræðurna hafa svipt hana sjálfstæðinu og að hún myndi aldrei fyrirgefa þeim. Þá ávarpaði hún Danny: „Mér skilst að þú eigir dóttur... einn daginn verður hún 19 ára. Hún mun alast upp í heimi þar sem líkurnar á því að hún lendi í klóm manns á borð við þig eru einn af fjórum.“ Bræðurnir játuðu hluta brotanna en hvorugur hefur sýnt iðrun, að því er fram kemur í frétt Guardian. Nýja-Sjáland Kynferðisofbeldi Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Bræðurnir eru 40 og 38 ára gamlir og komust upp með brot sín í fjögur ár áður en þeir voru handteknir. Þeir störfuðu hjá föður sínum, á barnum Mama Hooch og veitingastaðnum Venuti í Christchurch, þar sem þeir byrluðu fyrir fórnarlömbum sínum. Margar kvennanna voru táningar þegar árásirnar áttu sér stað. Danny var ákærður fyrir brot gegn fimmtán konum og er sagður hafa ráðist á margar þeirra á salernum staðanna. Roberto var dæmdur fyrir brot gegn fimm konum, meðal annars einni sem hann myndaði á meðan henni var nauðgað á veitingastaðnum. Bræðurnir voru ákærðir fyrir samtals 69 brot, þar á meðal nauðganir, önnur kynferðisbrot, ofbeldi og byrlun, auk þess sem þeir voru fundnir sekir um að hafa myndað nokkrar kvennanna án samþykkis. Dómarinn í málinu sagði brot bræðranna fordæmalaus í sögu landsins og skikkaði báða til að afplána að minnsta kosti helming dómsins áður en þeir geta sótt um reynslulausn. Sex kvennanna lásu upp yfirlýsingu í dómsal á þriðjudag. Ein þeirra sagði bræðurna hafa svipt hana sjálfstæðinu og að hún myndi aldrei fyrirgefa þeim. Þá ávarpaði hún Danny: „Mér skilst að þú eigir dóttur... einn daginn verður hún 19 ára. Hún mun alast upp í heimi þar sem líkurnar á því að hún lendi í klóm manns á borð við þig eru einn af fjórum.“ Bræðurnir játuðu hluta brotanna en hvorugur hefur sýnt iðrun, að því er fram kemur í frétt Guardian.
Nýja-Sjáland Kynferðisofbeldi Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira