„Ég er búinn að vinna þetta allt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. ágúst 2023 07:01 Logi Tómasson er spenntur fyrir komandi tímum hjá Strömsgodset. Strömsgodset Það var mikilvægt fyrir nýjasta íslenska atvinnumanninn Loga Tómasson að pakka golfsettinu er hann hélt út til Noregs hvar hann samdi við Strömsgodset í vikunni. Hann segir erfitt að yfirgefa Víking en er spenntur fyrir komandi tímum. Logi hefur leikið frábærlega í vinstri bakverði Víkings síðustu ár og hefur ítrekað verið orðaður við erlend lið síðustu misseri. En af hverju valdi hann Strömsgodset? „Staðsetningin er góð, þetta er rétt hjá Osló. Bærinn er flottur og þetta er ekki of stórt fyrsta skref. Ég held það sé fínt fyrir mig að taka ekki of stórt skref strax. Þegar þetta kom upp var ég spenntur, aðdáendurnir þeirra eru góðir og vel haldið utan um leikmenn þarna,“ segir Logi. Þetta er í fyrsta sinn sem Logi reynir fyrir sér erlendis og hann er spenntur fyrir því. Hann er þó ekki byrjaður að reyna fyrir sér í norskunni. „Ég er ekki byrjaður á að læra hana. Enda kom ég hérna seinni partinn í gær og þetta hafa verið tveir langir dagar. Það voru tvær æfingar í dag og þetta er allt svolítið nýtt. Ég fer í það þegar ég er búinn að koma mér aðeins fyrir. Ég er að fara að skoða íbúð á morgun og svona. Það þarf að græja þessa hluti fyrst, áður en ég fer að læra einhverja norsku.“ Hann gat þá ekki skilið golfsettið eftir heima. „Ég tók með mér tvær töskur og svo þurfti golfsettið líka að fylgja, ég er mikið í golfinu. Þetta hefur ekki verið vesen en það kemur bara í ljós, enda kom ég bara í gær,“ segir Logi. Erfitt að fara en setti sjálfan sig í fyrsta sæti Skiptunum fylgir ákveðinn fórnarkostnaður fyrir Loga sem mun ekki geta klárað tímabilið með Víkingi. Liðið er langefst í Bestu deildinni og komið í bikarúrslit. Hann þurfti hins vegar að grípa tækifærið þegar það gafst. „Það er erfitt [að yfirgefa Víkinga], sérstaklega í þessari stöðu sem við erum í, með möguleikann á að vinna tvöfalt. Það er erfitt en mér til varnar er ég búinn að vinna þetta allt, ég er búinn að upplifa þetta. Mig langaði bara að fara út um leið og tækifærið kom. En ég mun horfa á alla leiki og styðja strákana. Ég veit þeir munu klára þetta án mín,“ segir Logi um fyrrum liðsfélaga sína. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild karla Norski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Logi hefur leikið frábærlega í vinstri bakverði Víkings síðustu ár og hefur ítrekað verið orðaður við erlend lið síðustu misseri. En af hverju valdi hann Strömsgodset? „Staðsetningin er góð, þetta er rétt hjá Osló. Bærinn er flottur og þetta er ekki of stórt fyrsta skref. Ég held það sé fínt fyrir mig að taka ekki of stórt skref strax. Þegar þetta kom upp var ég spenntur, aðdáendurnir þeirra eru góðir og vel haldið utan um leikmenn þarna,“ segir Logi. Þetta er í fyrsta sinn sem Logi reynir fyrir sér erlendis og hann er spenntur fyrir því. Hann er þó ekki byrjaður að reyna fyrir sér í norskunni. „Ég er ekki byrjaður á að læra hana. Enda kom ég hérna seinni partinn í gær og þetta hafa verið tveir langir dagar. Það voru tvær æfingar í dag og þetta er allt svolítið nýtt. Ég fer í það þegar ég er búinn að koma mér aðeins fyrir. Ég er að fara að skoða íbúð á morgun og svona. Það þarf að græja þessa hluti fyrst, áður en ég fer að læra einhverja norsku.“ Hann gat þá ekki skilið golfsettið eftir heima. „Ég tók með mér tvær töskur og svo þurfti golfsettið líka að fylgja, ég er mikið í golfinu. Þetta hefur ekki verið vesen en það kemur bara í ljós, enda kom ég bara í gær,“ segir Logi. Erfitt að fara en setti sjálfan sig í fyrsta sæti Skiptunum fylgir ákveðinn fórnarkostnaður fyrir Loga sem mun ekki geta klárað tímabilið með Víkingi. Liðið er langefst í Bestu deildinni og komið í bikarúrslit. Hann þurfti hins vegar að grípa tækifærið þegar það gafst. „Það er erfitt [að yfirgefa Víkinga], sérstaklega í þessari stöðu sem við erum í, með möguleikann á að vinna tvöfalt. Það er erfitt en mér til varnar er ég búinn að vinna þetta allt, ég er búinn að upplifa þetta. Mig langaði bara að fara út um leið og tækifærið kom. En ég mun horfa á alla leiki og styðja strákana. Ég veit þeir munu klára þetta án mín,“ segir Logi um fyrrum liðsfélaga sína. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Besta deild karla Norski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira