Enski boltinn

Á­hugi á Greenwood: Fé­lög setja sig í sam­band við Manchester United

Aron Guðmundsson skrifar
Mason Greenwood í leik með Manchester United
Mason Greenwood í leik með Manchester United Vísir/Getty

Nokkur fé­lög hafa nú þegar sett sig í sam­band við Manchester United og spurst fyrir um sóknarmanninn Mason Greenwood eftir yfir­lýsingu fé­lagsins í gær þess efnis að leik­maðurinn myndi ekki snúa aftur í lið fé­lagsins.

Mynd­böndum og myndum af því var lekið á netið. Greenwood var grunaður um til­raun til nauðgunar, líkams­á­rás, vald­beitingu og stjórn­semi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjöl­miðlum en seinna meir var rann­sókn á málinu hætt.

United hóf í kjöl­farið innan­búðar rann­sókn sem átti að skera úr um hvort hægt væri að taka Greenwood aftur inn í leik­manna­hóp fé­lagsins eður ei og var seinni kosturinn þar yfir.

Nú segir Daily Mail frá því að á­hugi sé frá öðrum fé­lögum að fá Greenwood til liðs við sig.

Miðillinn býr þó ekki yfir þeim upp­lýsingum um hvaða fé­lög sé að ræða, hins vegar sé það ó­lík­legt að þar séu á meðal ensk knatt­spyrnu­fé­lög. Á­hugi sé á Greenwood frá Tyrk­landi og Ítalíu meðal annars.

Næstu skref hjá Manchester United og leik­manninum séu að komast að sam­komu­lagi hvernig brott­hvarfi hans frá fé­laginu verði háttað. Hvort hann muni fara á endan­legri sölu frá fé­laginu, á láni eða hvort að samningi hans sem gildir til sumarsins 2025 verði ein­fald­lega rift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×