Tæplega fimmtíu flugferðum til og frá flugvöllum í Moskvu hefur verið frestað af öryggisástæðum eftir að Rússar stöðvuðu för tveggja úkraínskra dróna í návígi við höfuðborgina í nótt. Reuters greinir frá þessu.
Þá greinir breska ríkisútvarpið frá því að sjö hafi særst í úkraínskri drónaárás á lestarstöð í Kúrsk, sem er um 150 kílómetra frá landamærum Rússlands og Úkraínu, í gærkvöldi.
Í tilkynningu frá rússneska utanríkisráðuneytinu segir að Rússar fordæmi árásirnar