Reyna að leggja stein í götu nýkjörins forseta Gvatemala Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2023 08:50 Bernardo Arévalo og Karin Herrera (t.h.), varaforsetaefni hans, fagna stuðningsmönnum sínum eftir sigur hans í annarri umferð forsetakosninganna í Gvatemala í gær. AP/Moises Castillo Bernardo Arévalo, frjálslyndur utangarðsmaður í stjórnmálum, fór með afgerandi sigur af hólmi i forsetakosningum í Gvatemala í gær. Óljóst er þó hvort að Arévalo fái að taka við embættinu þar sem ríkissaksóknari landsins reynir nú að lýsa stjórnmálaflokk hans ólöglegan. Arévalo hlaut 58 prósent greiddra atkvæða gegn 37 prósentum Söndru Torres, fyrrverandi forsetafrúar landsins, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum þegar öll atkvæði höfðu verið talin. AP-fréttastofan segir að kjósendur hafi fylkt sér að baki Arévalo til þess að snupra valdastétt landsins vegna áskana um landlæga spillingu. Yfir Arévalo hangir þó möguleikinn á að vera dæmdur úr leik. Klukkustund áður en úrslit fyrri umferðar kosninganna voru staðfest í síðasta mánuði tilkynnti embætti ríkissaksóknara að það væri að rannsaka undirskriftir sem Fræhreyfing Arévalo safnaði þegar flokkurinn var skráður fyrir nokkrum árum. Dómari felldi skráningu flokksins tímabundið úr gildi en þeim úrskurði var snúið við á æðra dómstigi. Dómstólar bönnuðu nokkrum frambjóðendum sem hefðu getað ógnað sitjandi valdhöfum að bjóða sig fram í kosningum, að sögn New York Times. „Við vitum að það eru pólitískar ofsóknir í gangi í gegnum stofnanir, saksóknaraembætti og dómara sem hafa verið innlimaðir með spilltum hætti. Við viljum telja að kraftur þessa sigur geri það ljóst að það er ekki hægt að reyna að stöðva kosningaferlið. Gvatemalska þjóðin hefur talað afdráttarlaust,“ sagði Arévalo í gærkvöldi. Fullyrti Arévalo að Alejandri Giammattei, fráfarandi forseti, hafi óskað sér til hamingju og sagt honum að þeir skyldu byrja að undirbúa valdaskiptin daginn eftir að úrslitin verða staðfest. Kjörtímabili Giammattei lýkur 14. janúar. Sandra Torres, frambjóðandi UNE-flokksins og fyrrverandi forsetafrú Gvatemala.AP/Santiago Billy Annað hvort vísað frá eða valdalaus Edmond Mulet, fyrrverandi þingforseti sem bauð sig fram í fyrri umferð kosninganna, segir AP að tvennt sé líklegast í stöðunni. Dómstólar gætu fellt skráningu Fræhreyfingarinnar úr gildi en Arévalo fengi að taka við embætti forseta. Þingmenn flokksins, sem væru þegar í minnihluta, gætu ekki gegnt stjórnunarstöðum eða stýrt þingnefndum. Vantrauststillögur yrðu líklega strax bornar fram gegn Arévalo til þess að setja hann af. Hinn möguleikinn sé að framboð Arévalo verði ógilt og honum meinað að taka við embættinu þrátt fyrir úrslitin. Miðjumaður og baráttumaður gegn spillingu Arévalo er 64 ára gamall félagsfræðingur að mennt, sonur Juan José Arévalo, fyrrverandi forseta Gvatemala, sem var hrakinn í útlegð á sjötta áratug síðustu aldar. Forsetaefnið fæddist þannig í Úrúgvæ og ólst upp í Venesúela, Síle og Mexíkó. Það var ekki fyrr en hann var táningur að aldri sem Arévalo sneri aftur til Gvatemala. Hann þykir miðjumaður í gvatemölskum stjórnmálum en aðalkosningamál hans var spillingin sem plagar landið og er sögð eiga mikinn þátt í áköfum atgervisflótta þaðan norður til Bandaríkjanna. Arévalo var þingmaður Fræhreyfingarinnar sem var stofnuð árið 2017 þegar hann var valinn forsetaefni hennar. Frambjóðandinn er gagnrýninn á stjórn vinstrimannsins Daniels Ortega í nágrannalandinu Níkaragva sem er á hraðri leið í einræðisátt. Arévalo er engu að síður lýst sem vinstrisinnaðasta forsetaframbjóðandanum sem nær svo langt frá því að lýðræði var komið aftur á eftir þriggja áratuga valdatíð harkalegrar herforingjastjórnar árið 1985. Gvatemala Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Arévalo hlaut 58 prósent greiddra atkvæða gegn 37 prósentum Söndru Torres, fyrrverandi forsetafrúar landsins, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum þegar öll atkvæði höfðu verið talin. AP-fréttastofan segir að kjósendur hafi fylkt sér að baki Arévalo til þess að snupra valdastétt landsins vegna áskana um landlæga spillingu. Yfir Arévalo hangir þó möguleikinn á að vera dæmdur úr leik. Klukkustund áður en úrslit fyrri umferðar kosninganna voru staðfest í síðasta mánuði tilkynnti embætti ríkissaksóknara að það væri að rannsaka undirskriftir sem Fræhreyfing Arévalo safnaði þegar flokkurinn var skráður fyrir nokkrum árum. Dómari felldi skráningu flokksins tímabundið úr gildi en þeim úrskurði var snúið við á æðra dómstigi. Dómstólar bönnuðu nokkrum frambjóðendum sem hefðu getað ógnað sitjandi valdhöfum að bjóða sig fram í kosningum, að sögn New York Times. „Við vitum að það eru pólitískar ofsóknir í gangi í gegnum stofnanir, saksóknaraembætti og dómara sem hafa verið innlimaðir með spilltum hætti. Við viljum telja að kraftur þessa sigur geri það ljóst að það er ekki hægt að reyna að stöðva kosningaferlið. Gvatemalska þjóðin hefur talað afdráttarlaust,“ sagði Arévalo í gærkvöldi. Fullyrti Arévalo að Alejandri Giammattei, fráfarandi forseti, hafi óskað sér til hamingju og sagt honum að þeir skyldu byrja að undirbúa valdaskiptin daginn eftir að úrslitin verða staðfest. Kjörtímabili Giammattei lýkur 14. janúar. Sandra Torres, frambjóðandi UNE-flokksins og fyrrverandi forsetafrú Gvatemala.AP/Santiago Billy Annað hvort vísað frá eða valdalaus Edmond Mulet, fyrrverandi þingforseti sem bauð sig fram í fyrri umferð kosninganna, segir AP að tvennt sé líklegast í stöðunni. Dómstólar gætu fellt skráningu Fræhreyfingarinnar úr gildi en Arévalo fengi að taka við embætti forseta. Þingmenn flokksins, sem væru þegar í minnihluta, gætu ekki gegnt stjórnunarstöðum eða stýrt þingnefndum. Vantrauststillögur yrðu líklega strax bornar fram gegn Arévalo til þess að setja hann af. Hinn möguleikinn sé að framboð Arévalo verði ógilt og honum meinað að taka við embættinu þrátt fyrir úrslitin. Miðjumaður og baráttumaður gegn spillingu Arévalo er 64 ára gamall félagsfræðingur að mennt, sonur Juan José Arévalo, fyrrverandi forseta Gvatemala, sem var hrakinn í útlegð á sjötta áratug síðustu aldar. Forsetaefnið fæddist þannig í Úrúgvæ og ólst upp í Venesúela, Síle og Mexíkó. Það var ekki fyrr en hann var táningur að aldri sem Arévalo sneri aftur til Gvatemala. Hann þykir miðjumaður í gvatemölskum stjórnmálum en aðalkosningamál hans var spillingin sem plagar landið og er sögð eiga mikinn þátt í áköfum atgervisflótta þaðan norður til Bandaríkjanna. Arévalo var þingmaður Fræhreyfingarinnar sem var stofnuð árið 2017 þegar hann var valinn forsetaefni hennar. Frambjóðandinn er gagnrýninn á stjórn vinstrimannsins Daniels Ortega í nágrannalandinu Níkaragva sem er á hraðri leið í einræðisátt. Arévalo er engu að síður lýst sem vinstrisinnaðasta forsetaframbjóðandanum sem nær svo langt frá því að lýðræði var komið aftur á eftir þriggja áratuga valdatíð harkalegrar herforingjastjórnar árið 1985.
Gvatemala Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira