Borgarstjóri spáir frábærri stemningu á Menningarnótt Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. ágúst 2023 12:00 Dagur segir mikilvægt að fjölskyldur séu saman á hátíðinni. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setur Menningarnótt í hádeginu og spáir frábærri stemningu á hátíðinni. Hann segir mikilvægt að fjölskyldur séu saman á hátíðinni og að fólk láti koma sér á óvart. Dagur segir að allir geti fundið eitthvað að sjá, heyra, smakka og njóta fram á nótt á Menningarnótt í ár. Hann setur hátíðina á Kjarvalsstöðum í hádeginu og henni lýkur með stórglæsilegri flugeldasýningu klukkan 23:00 að vanda.„Ég fann það í morgun þegar ég var að starta Reykjavíkurmaraþoninu. Það er svo mikil blíða og gott veður og bros á hverju andliti. Það plús fjögur hundruð viðburðir og atriði út um allt bókstaflega,“ segir Dagur sem var að pússa vöfflujárnið þegar fréttamaður náði af honum tali í morgun. En í ár verður endurvakinn sá siður að íbúar Þingholtanna bjóði gestum og gangandi heim í vöfflur. Eyjamenn heiðursgestir Eyjamenn eru heiðursgestir á Menningarnótt en það er vegna 50 ára goslokaafmælisins í ár. „Ég fékk þá hugmynd að það færi gríðarlega vel á þessu,“ segir Dagur. „Þetta er alveg ótrúleg saga, bæði gosið og að tæplega fimm þúsund manna bæjarfélag fluttist yfir nótt með 76 skipum. Síðan voru opnuð hér skólar og heimili til að taka á móti öllum hópnum.“ Vestmannaeyjar séu mikill vinabær Reykjavíkur og að borgarbúar vilji sína gestrisni á Menningarnótt. Fjölskyldur séu saman Dagur segir einnig mikilvægt að fjölskyldur séu saman á hátíðinni.„Við viljum ekki að unglingar verði eftir þegar mamma og pabbi eru farin heim heldur að fólk fylgist að og muni að láta koma sér á óvart. Fari og skoði Reykjavík og umbreytingarnar sem hafa orðið í borginni. Þessa spennandi uppbyggingu sem margir hafa heyrt um en kannski ekki séð,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Menningarnótt Reykjavík Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Dagur segir að allir geti fundið eitthvað að sjá, heyra, smakka og njóta fram á nótt á Menningarnótt í ár. Hann setur hátíðina á Kjarvalsstöðum í hádeginu og henni lýkur með stórglæsilegri flugeldasýningu klukkan 23:00 að vanda.„Ég fann það í morgun þegar ég var að starta Reykjavíkurmaraþoninu. Það er svo mikil blíða og gott veður og bros á hverju andliti. Það plús fjögur hundruð viðburðir og atriði út um allt bókstaflega,“ segir Dagur sem var að pússa vöfflujárnið þegar fréttamaður náði af honum tali í morgun. En í ár verður endurvakinn sá siður að íbúar Þingholtanna bjóði gestum og gangandi heim í vöfflur. Eyjamenn heiðursgestir Eyjamenn eru heiðursgestir á Menningarnótt en það er vegna 50 ára goslokaafmælisins í ár. „Ég fékk þá hugmynd að það færi gríðarlega vel á þessu,“ segir Dagur. „Þetta er alveg ótrúleg saga, bæði gosið og að tæplega fimm þúsund manna bæjarfélag fluttist yfir nótt með 76 skipum. Síðan voru opnuð hér skólar og heimili til að taka á móti öllum hópnum.“ Vestmannaeyjar séu mikill vinabær Reykjavíkur og að borgarbúar vilji sína gestrisni á Menningarnótt. Fjölskyldur séu saman Dagur segir einnig mikilvægt að fjölskyldur séu saman á hátíðinni.„Við viljum ekki að unglingar verði eftir þegar mamma og pabbi eru farin heim heldur að fólk fylgist að og muni að láta koma sér á óvart. Fari og skoði Reykjavík og umbreytingarnar sem hafa orðið í borginni. Þessa spennandi uppbyggingu sem margir hafa heyrt um en kannski ekki séð,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Menningarnótt Reykjavík Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira