Ósammála Rúnari: „Menn reyna að klekkja á liðinu sem er á toppnum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. ágúst 2023 13:31 Arnar Gunnlaugsson skilur ummæli Rúnars en er þeim ósammála. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er ósammála ummælum Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, um meintan grófleika Víkinga eftir leik liðanna í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í gær. Hann skilur þó af hverju Rúnar lét ummælin falla. „Maður veit hvernig miðverðir Víkings fá að spila og hafa gert í allt sumar. Ef menn fá að hrinda eins og þeir vilja og það er aldrei dæmt, er það eitthvað sem dómarastéttin þarf að skoða og leyfa þá fleirum að ýta,“ hafði mbl.is eftir Rúnari í gær. „En sumir leikmenn, og sérstaklega einn leikmaður Víkings má hrinda í bakið á öllum leikmönnum allan leikinn og fær ekkert fyrir það og labbar út af án þess að fá spjald,“ sagði Rúnar þá við Fótbolti.net og átti þar við Oliver Ekroth, varnarmann Víkings. Víkingur vann leik gærdagsins 4-1 og er komið í úrslit bikarkeppninnar hvar þeir mæta KA í september. Ummæli Rúnars voru borin undir Arnar sem hefur heyrt slíkt áður. „Þetta eru svo sem ekki fyrstu ummælin um okkar leikmenn eftir leiki, hvað þá eftir tapleiki andstæðingsins. Þá vilja menn benda á ákveðna hluti sem hefðu getað haft áhrif. Við erum alveg vel harðir en ég held við séum ekki grófir, við förum ekki í leiki til að meiða menn. En við erum með mjög physical lið,“ „Ég er ekki sammála ummælunum. En ég skil ummælin og af hverju þau komu. Miðað við úrslit leiksins skil ég þetta,“ segir Arnar. Spjöldum fjölgað eftir ummæli Heimis Arnar segir að Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, hafi látið álíka ummæli falla fyrr í sumar. Í kjölfarið hafi spjöldumVíkinga fjölgað mjög. „Heimir kom líka með svona ummæli eftir leik okkar við FH fyrr í sumar. Þessir gaurar eru bara topp þjálfarar og klókir. Menn vekja athygli á hlutum, reyna að ná í ákveðið forskot til að reyna að klekkja á liðinu sem er á toppnum. Ég myndi gera nákvæmlega sama ef ég væri í þeirra sporum. Þetta eru bara klókir gaurar og toppþjálfarar,“ „Það sem gerðist eftir ummæli Heimis var að við byrjuðum að fá gul spjöld og rauð spjöld en höfðum verið prúðasta liðið í deildinni fram að því. Þetta er klókt en það er líka dómaranna að sjá í gegnum þetta,“ segir Arnar. Varðandi Oliver Ekroth segir Arnar hann ekki komast upp með meira en aðrir í deildinni. „Nei. Oliver er með afburða styrk og hefur spilað svona síðan hann var tíu ára. Hann fékk dæmt á sig víti í meistarar meistaranna og þá tókum við fund með honum og fórum yfir þessa hluti. Hann á til að dansa á línunni og það er ekkert flóknara en það. Hann er alls ekki grófur,“ segir Arnar. Besta deild karla Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
„Maður veit hvernig miðverðir Víkings fá að spila og hafa gert í allt sumar. Ef menn fá að hrinda eins og þeir vilja og það er aldrei dæmt, er það eitthvað sem dómarastéttin þarf að skoða og leyfa þá fleirum að ýta,“ hafði mbl.is eftir Rúnari í gær. „En sumir leikmenn, og sérstaklega einn leikmaður Víkings má hrinda í bakið á öllum leikmönnum allan leikinn og fær ekkert fyrir það og labbar út af án þess að fá spjald,“ sagði Rúnar þá við Fótbolti.net og átti þar við Oliver Ekroth, varnarmann Víkings. Víkingur vann leik gærdagsins 4-1 og er komið í úrslit bikarkeppninnar hvar þeir mæta KA í september. Ummæli Rúnars voru borin undir Arnar sem hefur heyrt slíkt áður. „Þetta eru svo sem ekki fyrstu ummælin um okkar leikmenn eftir leiki, hvað þá eftir tapleiki andstæðingsins. Þá vilja menn benda á ákveðna hluti sem hefðu getað haft áhrif. Við erum alveg vel harðir en ég held við séum ekki grófir, við förum ekki í leiki til að meiða menn. En við erum með mjög physical lið,“ „Ég er ekki sammála ummælunum. En ég skil ummælin og af hverju þau komu. Miðað við úrslit leiksins skil ég þetta,“ segir Arnar. Spjöldum fjölgað eftir ummæli Heimis Arnar segir að Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, hafi látið álíka ummæli falla fyrr í sumar. Í kjölfarið hafi spjöldumVíkinga fjölgað mjög. „Heimir kom líka með svona ummæli eftir leik okkar við FH fyrr í sumar. Þessir gaurar eru bara topp þjálfarar og klókir. Menn vekja athygli á hlutum, reyna að ná í ákveðið forskot til að reyna að klekkja á liðinu sem er á toppnum. Ég myndi gera nákvæmlega sama ef ég væri í þeirra sporum. Þetta eru bara klókir gaurar og toppþjálfarar,“ „Það sem gerðist eftir ummæli Heimis var að við byrjuðum að fá gul spjöld og rauð spjöld en höfðum verið prúðasta liðið í deildinni fram að því. Þetta er klókt en það er líka dómaranna að sjá í gegnum þetta,“ segir Arnar. Varðandi Oliver Ekroth segir Arnar hann ekki komast upp með meira en aðrir í deildinni. „Nei. Oliver er með afburða styrk og hefur spilað svona síðan hann var tíu ára. Hann fékk dæmt á sig víti í meistarar meistaranna og þá tókum við fund með honum og fórum yfir þessa hluti. Hann á til að dansa á línunni og það er ekkert flóknara en það. Hann er alls ekki grófur,“ segir Arnar.
Besta deild karla Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó