Meintir njósnarar Rússa handteknir í Bretlandi Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. ágúst 2023 07:47 Þau Orlin Roussev, Katrin Ivanova og Bizer Dzhambazov voru öll handtekin vegna gruns um njósnir og brot á lögum um ríkisleyndarmál. BBC/Facebook/LinkedIn Þrír búlgarskir ríkisborgarar hafa verið handteknir í Bretlandi vegna gruns um að vera njósnarar fyrir Rússa. Þau eru öll tengd íbúð sem er skammt frá herflugvelli í Lundúnum sem konungsfjölskyldan notar. Hin grunuðu, tveir karlar og ein kona, voru handtekin í febrúar og hafa verið í varðhaldi síðan. Þau hafa verið ákærð fyrir að verið með fölsuð persónuskilríki af illum ásetningi og er talið að þau starfi fyrir öryggissveitir Rússa. Meðal skilríkjanna eru vegabréf, persónuskilríki og önnur plögg frá Bretlandi, Búlgaríu, Frakklandi, Ítalíu, Spáni, Króatíu, Slóveníu, Grikklandi og Tékklandi. Í frétt Telegraph eru þau öll þrjú tengd við íbúð í Harrow sem er stutt frá RAF Northolt herflugvellinum. Meðlimir konungsfjölskyldunnar nota flugvöllinn reglulega auk ráðherra og erlendra þjóðarleiðtoga. Brot á lögum um persónuskilríki Auk þremenninganna voru tveir aðrir handteknir vegna gruns um brot á lögum um ríkisleyndarmál (e. Official Secrets Act). Hinum tveimur var sleppt úr haldi en þremenningarnir voru ákærðir í febrúar fyrir brot á lögum um persónuskilríki. Þremenningarnir eru hinn 45 ára Orlin Roussev, búsettur í Great Yarmouth; hinn 41 árs Bizer Dzhambazov, búsettur í Harrow í norðvestur Lundúnum og hin 31 árs Katrin Ivanova sem er búsett í sömu íbúð í Harrow. Þau hafa öll þrjú búið í Bretlandi í þó nokkurn tíma og unnið þar við ýmis störf. Viðskiptasaga í Rússlandi og þjónusta við búlgarska innflytjendur Roussev á sér viðskiptasögu í Rússlandi og flutti árið 2009 til Bretlands og vann þá í þrjú ár í tæknihlutverki við fjármálaþjónustu. Á LinkedIn-síðu Roussev segir að hann hafi átt fyrirtæki sem sérhæfði sig í merkjanjósnum (e. signals intelligence), sem felur í sér hleranir á samskipta- og rafboðum. Þá sagðist hann einnig hafa unnið sem ráðgjafi í búlgarska orkumálaráðuneytinu. Þeim Dzhambazov og Ivanovu var lýst sem pari af nágrönnum í Harrow. Honum var lýst sem bílstjóra fyrir sjúkrahús og hún lýsir sjálfri sér á LinkedIn sem meinatækni hjá heilbrigðisfyrirtæki í einkaþjónustu. Parið flutti til Bretlands fyrir um áratug og rak samtök fyrir búlgarska innflytjendur til að kynna þau fyrir menningu og hefðum bresks samfélags. Samkvæmt búlgörskum skjölum unnu þau einnig fyrir umboðsskrifstofu í Lundúnum sem auðveldaði búlgörskum ríkisborgurum búsettum erlendis að kjósa í búlgörskum kosningum. Bretland Rússland Búlgaría Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Hin grunuðu, tveir karlar og ein kona, voru handtekin í febrúar og hafa verið í varðhaldi síðan. Þau hafa verið ákærð fyrir að verið með fölsuð persónuskilríki af illum ásetningi og er talið að þau starfi fyrir öryggissveitir Rússa. Meðal skilríkjanna eru vegabréf, persónuskilríki og önnur plögg frá Bretlandi, Búlgaríu, Frakklandi, Ítalíu, Spáni, Króatíu, Slóveníu, Grikklandi og Tékklandi. Í frétt Telegraph eru þau öll þrjú tengd við íbúð í Harrow sem er stutt frá RAF Northolt herflugvellinum. Meðlimir konungsfjölskyldunnar nota flugvöllinn reglulega auk ráðherra og erlendra þjóðarleiðtoga. Brot á lögum um persónuskilríki Auk þremenninganna voru tveir aðrir handteknir vegna gruns um brot á lögum um ríkisleyndarmál (e. Official Secrets Act). Hinum tveimur var sleppt úr haldi en þremenningarnir voru ákærðir í febrúar fyrir brot á lögum um persónuskilríki. Þremenningarnir eru hinn 45 ára Orlin Roussev, búsettur í Great Yarmouth; hinn 41 árs Bizer Dzhambazov, búsettur í Harrow í norðvestur Lundúnum og hin 31 árs Katrin Ivanova sem er búsett í sömu íbúð í Harrow. Þau hafa öll þrjú búið í Bretlandi í þó nokkurn tíma og unnið þar við ýmis störf. Viðskiptasaga í Rússlandi og þjónusta við búlgarska innflytjendur Roussev á sér viðskiptasögu í Rússlandi og flutti árið 2009 til Bretlands og vann þá í þrjú ár í tæknihlutverki við fjármálaþjónustu. Á LinkedIn-síðu Roussev segir að hann hafi átt fyrirtæki sem sérhæfði sig í merkjanjósnum (e. signals intelligence), sem felur í sér hleranir á samskipta- og rafboðum. Þá sagðist hann einnig hafa unnið sem ráðgjafi í búlgarska orkumálaráðuneytinu. Þeim Dzhambazov og Ivanovu var lýst sem pari af nágrönnum í Harrow. Honum var lýst sem bílstjóra fyrir sjúkrahús og hún lýsir sjálfri sér á LinkedIn sem meinatækni hjá heilbrigðisfyrirtæki í einkaþjónustu. Parið flutti til Bretlands fyrir um áratug og rak samtök fyrir búlgarska innflytjendur til að kynna þau fyrir menningu og hefðum bresks samfélags. Samkvæmt búlgörskum skjölum unnu þau einnig fyrir umboðsskrifstofu í Lundúnum sem auðveldaði búlgörskum ríkisborgurum búsettum erlendis að kjósa í búlgörskum kosningum.
Bretland Rússland Búlgaría Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira