Trump og átján aðrir ákærðir fyrir samsæri Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. ágúst 2023 07:23 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Sue Ogrocki Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið ákærður fyrir að reyna að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í Georgíuríki árið 2020. Þetta er í fjórða sinn sem Trump er ákærður á þessu ári. Auk Trump voru átján aðrir kærðir í málinu. Ákæruliðir eru 41, þar af þrettán gegn Trump. Hann hefur sjálfur neitað öllum ásökunum og í herferð hans hefur Bandaríkjunum verið lýst sem „marxísku þriðja heims ríki.“ Rannsókn Fani Willis, héraðssaksóknara í Fulton-sýslu í Georgíu, hófst skömmu eftir að upptaka birtist af símtali Trump til Brad Raffensberger, innanríkisráðherra í Georgíu, frá 2. janúar 2021. Trump lagði þar til að Raffensberger myndi finna 11.780 atkvæði, rétt svo nóg til að taka fram úr atkvæðafjölda Joe Biden. Biden vann Georgíuríki með 0,23 prósenta mun eða 11.779 atkvæðum. Það var lykilríki í kosningunum og var talið sveifluríki fyrir kosningarnar. Héraðssaksóknari Fulton-sýslu, Fani Willis, hefur ákært Trump og átján aðra fyrir fjölda brota.AP/Ben Gray Samsæri um að breyta niðurstöðum kosninganna Meðal meintra samverkamanna Trump í samsærinu eru Rudy Giulani, fyrrverandi lögmaður Trump; Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, og John Eastman, fyrrverandi lögfræðingur Hvíta hússins. Þá eru lögfræðingarnir Jenna Ellis og Sidney Powell ákærðar en þær höfðu mjög hátt um útbreidd kosningasvik. Rudy Giuliani hefur verið í innsta hring Trump og unnið sem lögfræðingur hans.AP/Jacquelyn Martin Ákæran telur 98 blaðsíður og þar segir að sakborningarnir hafi „vísvitandi og af ásettu ráði gengið til liðs við samsæri um að breyta kosninganiðurstöðum ólöglega Trump í hag.“ Meðal þess sem Trump er ákærður fyrir er að brjóta gegn lögum Georgíu um fjárglæfrar, hvetja opinberan starfsmann til að rjúfa eið, samsæri til fölsunar, falskar yfirlýsingar og skrif og vistun á fölskum skjölum. Fyrir að brjóta lög um fjárglæfrar, svokölluð RICO-lög (Racketeer Influenced and Corrupt Organizations Act), er hægt að fá allt að tuttugu ára fangelsisdóm. RICO-ákærur hafa gjarnan verið tengdar við mafíutengda glæpi þar sem hægt er að tengja undirmenn við skipanir frá hærra settum yfirmönnum. Eftir birtingu ákærunnar á mánudag greindi Willis frá því að hún ætlaði að gefa öllum sakborningunum tækifæri á að gefa sig fram af fúsum og frjálsum vilja fyrir 25. ágúst. Þá sagðist hún hyggjast rétta yfir öllum nítján sakborningunum í einu. Trump sem leiðir kapphlaupið um að verða næsta forsetaefni Repúblikanaflokksins hefur sagt að rannsókn Willis sé pólitísk. Í yfirlýsingu frá kosningaherferð Trump er Willis lýst sem „ofstækisfullum flokksmanni“ Demókrata sem hafi birt ákærurnar til að trufla kosningaherferð Trump og skaða orðspor hans. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. 4. ágúst 2023 16:01 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Auk Trump voru átján aðrir kærðir í málinu. Ákæruliðir eru 41, þar af þrettán gegn Trump. Hann hefur sjálfur neitað öllum ásökunum og í herferð hans hefur Bandaríkjunum verið lýst sem „marxísku þriðja heims ríki.“ Rannsókn Fani Willis, héraðssaksóknara í Fulton-sýslu í Georgíu, hófst skömmu eftir að upptaka birtist af símtali Trump til Brad Raffensberger, innanríkisráðherra í Georgíu, frá 2. janúar 2021. Trump lagði þar til að Raffensberger myndi finna 11.780 atkvæði, rétt svo nóg til að taka fram úr atkvæðafjölda Joe Biden. Biden vann Georgíuríki með 0,23 prósenta mun eða 11.779 atkvæðum. Það var lykilríki í kosningunum og var talið sveifluríki fyrir kosningarnar. Héraðssaksóknari Fulton-sýslu, Fani Willis, hefur ákært Trump og átján aðra fyrir fjölda brota.AP/Ben Gray Samsæri um að breyta niðurstöðum kosninganna Meðal meintra samverkamanna Trump í samsærinu eru Rudy Giulani, fyrrverandi lögmaður Trump; Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, og John Eastman, fyrrverandi lögfræðingur Hvíta hússins. Þá eru lögfræðingarnir Jenna Ellis og Sidney Powell ákærðar en þær höfðu mjög hátt um útbreidd kosningasvik. Rudy Giuliani hefur verið í innsta hring Trump og unnið sem lögfræðingur hans.AP/Jacquelyn Martin Ákæran telur 98 blaðsíður og þar segir að sakborningarnir hafi „vísvitandi og af ásettu ráði gengið til liðs við samsæri um að breyta kosninganiðurstöðum ólöglega Trump í hag.“ Meðal þess sem Trump er ákærður fyrir er að brjóta gegn lögum Georgíu um fjárglæfrar, hvetja opinberan starfsmann til að rjúfa eið, samsæri til fölsunar, falskar yfirlýsingar og skrif og vistun á fölskum skjölum. Fyrir að brjóta lög um fjárglæfrar, svokölluð RICO-lög (Racketeer Influenced and Corrupt Organizations Act), er hægt að fá allt að tuttugu ára fangelsisdóm. RICO-ákærur hafa gjarnan verið tengdar við mafíutengda glæpi þar sem hægt er að tengja undirmenn við skipanir frá hærra settum yfirmönnum. Eftir birtingu ákærunnar á mánudag greindi Willis frá því að hún ætlaði að gefa öllum sakborningunum tækifæri á að gefa sig fram af fúsum og frjálsum vilja fyrir 25. ágúst. Þá sagðist hún hyggjast rétta yfir öllum nítján sakborningunum í einu. Trump sem leiðir kapphlaupið um að verða næsta forsetaefni Repúblikanaflokksins hefur sagt að rannsókn Willis sé pólitísk. Í yfirlýsingu frá kosningaherferð Trump er Willis lýst sem „ofstækisfullum flokksmanni“ Demókrata sem hafi birt ákærurnar til að trufla kosningaherferð Trump og skaða orðspor hans.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. 4. ágúst 2023 16:01 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. 4. ágúst 2023 16:01