Chelsea gerir níu ára samning við Caicedo og fær líka Lavia Valur Páll Eiríksson skrifar 13. ágúst 2023 22:30 Hart er barist um hinn 21 árs gamla Ekvadora Moisés Caicedo, sem kom til Brighton fyrir tveimur árum. Getty/Craig Mercer Moisés Caicedo virðist vera á leið til Chelsea fremur en Liverpool og mun verða dýrasti leikmaður sem fer á milli enskra úrvalsdeildarfélaga. Chelsea gerir afar langan samning við kauða. Fabrizio Romano segir skiptin vera á lokametrunum. Mikið hefur gengið á í kringum Caicedo en Liverpool fékk samþykkt kauptilboð í hann fyrir helgi en tilboði Chelsea hafnað. Caicedo vill hins vegar frekar fara til Lundúnafélagsins sem hefur bætt boð sitt og mun festa kaup á miðjumanninum. Brighton mun fá 115 milljónir punda frá Chelsea fyrir ekvadorska miðjumanninn auk þess að fá hluta af næsta kaupverði hans. Caicedo er á leið í læknisskoðun á morgun og mun gera samning til 2031, með framlengingarmöguleika til 2032. BREAKING: Moisés Caicedo to Chelsea, here we go! Agreement reached and sealed right now it s gonna British record transfer fee #CFC£115m fee plus sell-on clause included for Brighton.Medical tests, booked.Caicedo will sign until June 2031 with option until 2032. pic.twitter.com/7O8whsRLdK— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 13, 2023 Chelsea og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Stamford Bridge í dag en Chelsea virðist ætla að hafa betur á leikmannamarkaðinum. Breskir fjölmiðlar greina frá því að Chelsea hyggist ekki aðeins fá Caicedo á kostnað Liverpool heldur einnig Belgann unga Romeo Lavia frá Southampton, sem Liverpool hefur elst við í sumar. Final announcement for Romeo Lavia incoming. Just waiting for a final confirmation but the player arrived in London this week-end & enjoyed a private moment with friends in order to celebrate his move. Player s side now being formal on the fact he´s off to Chelsea. This — Sacha Tavolieri (@sachatavolieri) August 13, 2023 Liverpool leitar áfram logandi ljósi að djúpum miðjumanni, eftir að hafa selt Fabinho og Jordan Henderson til Sádi-Arabíu. Fyrr í sumar yfirgáfu miðjumennirnir Alex Oxlade-Chamberlain, Naby Keita og James Milner einnig félagið en í þeirra stað hafa komið þeir Dominik Szobozslai og Alexis Mac Allister, sem báðir byrjuðu leik dagsins við Chelsea. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Caicedo hafnar Liverpool og vill bara Chelsea Enn ríkir algjör óvissa um að Mosies Caicedo gangi í raðir Liverpool frá Brighton, fyrir metfé í enskri knattspyrnu, þar sem að leikmaðurinn er sagður hafa fengið bakþanka. 11. ágúst 2023 11:21 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Fabrizio Romano segir skiptin vera á lokametrunum. Mikið hefur gengið á í kringum Caicedo en Liverpool fékk samþykkt kauptilboð í hann fyrir helgi en tilboði Chelsea hafnað. Caicedo vill hins vegar frekar fara til Lundúnafélagsins sem hefur bætt boð sitt og mun festa kaup á miðjumanninum. Brighton mun fá 115 milljónir punda frá Chelsea fyrir ekvadorska miðjumanninn auk þess að fá hluta af næsta kaupverði hans. Caicedo er á leið í læknisskoðun á morgun og mun gera samning til 2031, með framlengingarmöguleika til 2032. BREAKING: Moisés Caicedo to Chelsea, here we go! Agreement reached and sealed right now it s gonna British record transfer fee #CFC£115m fee plus sell-on clause included for Brighton.Medical tests, booked.Caicedo will sign until June 2031 with option until 2032. pic.twitter.com/7O8whsRLdK— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 13, 2023 Chelsea og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Stamford Bridge í dag en Chelsea virðist ætla að hafa betur á leikmannamarkaðinum. Breskir fjölmiðlar greina frá því að Chelsea hyggist ekki aðeins fá Caicedo á kostnað Liverpool heldur einnig Belgann unga Romeo Lavia frá Southampton, sem Liverpool hefur elst við í sumar. Final announcement for Romeo Lavia incoming. Just waiting for a final confirmation but the player arrived in London this week-end & enjoyed a private moment with friends in order to celebrate his move. Player s side now being formal on the fact he´s off to Chelsea. This — Sacha Tavolieri (@sachatavolieri) August 13, 2023 Liverpool leitar áfram logandi ljósi að djúpum miðjumanni, eftir að hafa selt Fabinho og Jordan Henderson til Sádi-Arabíu. Fyrr í sumar yfirgáfu miðjumennirnir Alex Oxlade-Chamberlain, Naby Keita og James Milner einnig félagið en í þeirra stað hafa komið þeir Dominik Szobozslai og Alexis Mac Allister, sem báðir byrjuðu leik dagsins við Chelsea.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Caicedo hafnar Liverpool og vill bara Chelsea Enn ríkir algjör óvissa um að Mosies Caicedo gangi í raðir Liverpool frá Brighton, fyrir metfé í enskri knattspyrnu, þar sem að leikmaðurinn er sagður hafa fengið bakþanka. 11. ágúst 2023 11:21 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Caicedo hafnar Liverpool og vill bara Chelsea Enn ríkir algjör óvissa um að Mosies Caicedo gangi í raðir Liverpool frá Brighton, fyrir metfé í enskri knattspyrnu, þar sem að leikmaðurinn er sagður hafa fengið bakþanka. 11. ágúst 2023 11:21