„Þó þetta sé gaman þá er er þetta erfitt“ Árni Gísli Magnússon skrifar 13. ágúst 2023 20:53 Daníel Hafsteinsson var svekktur með úrslitin. VÍSIR/BÁRA Daníel Hafsteinsson, leikmaður KA, var bæði svekktur og pirraður eftir 1-1 jafntefli á móti Breiðabliki. „Ég er pirraður bara. Við erum einum fleiri allan seinni hálfleikinn og leystum það bara ekki nógu vel. Mér fannst við betri í fyrri hálfleik þó við hefðum verið undir þangað til á 45. mínútu. Vorum bara að fara illa með skyndisóknirnar og áttum að halda meira í boltann en eins og ég segi bara svekktur og pirraður.“ Breiðablik spilar á fleiri óþreyttum mönnum en KA í dag. Hafði það einhver áhrif á það hvernig seinni hálfleikur spilaðist? „Já bæði það og þeir eru líka góðir í fótbolta. Við vorum að reyna pressa og þeir leystu það ágætlega en svo þegar við erum að fá boltann erum við að taka úrslitasendinguna bara strax. Við hefðum átt að halda meira í boltann og stjórna aðeins leiknum og það kom ekki fyrr en það voru bara 10 mínútur eftir af leiknum eða eitthvað og bara frekar lélegt hjá okkur öllum held ég.“ Daníel fékk dauðafæri til að vinna leikinn fyrir KA í lokin en Brynjar Atli varði frá honum. „Bara svekktur út í sjálfan mig sko, ég ætlaði að setja hann í gegnum klofið á honum eftir lélega snertingu en hann náði að verja þetta og ekkert meira við því að segja. Bara pirraður út í sjálfan mig.“ Kristinn Steindórsson klúðraði dauðafæri fyrir Blika aðeins andartaki seinna og má ætla að Daníeli hafi verið heldur létt þá. „Já ég trúði þessu ekki sko. Ég veit ekki hvað hefði gerst ef hann hefði sett hann inn, frekar leiðinlegt.“ Framundan er seinni leikur KA gegn Club Brugge í Sambandsdeildinni þar sem Belgarnir leiða með fjórum mörkum. Hvernig er að setja upp leik gegn svona stórliði fjórum mörkum undir og með þreytt lið í þokkabót? „Þú verður eiginlega að spurja þjálfarann að því“, sagði Daníel og glotti áður en hann hélt áfram: „Þetta er erfitt verkefni og við förum bara inn í þetta og fáum reynslu úr því að spila á móti svona góðum leikmönnum, það eru ekki margir í liðinu sem hafa gert það, þannig þetta verður bara skemmtilegt. Ég vona að maður nái bara að slaka aðeins á núna og síðan vonandi fer að hægast aðeins á þessu prógrami, þó þetta sé gaman þá er þetta erfitt. Daníel kveðst spenntur fyrir því að spila á Laugardalsvelli þar sem leikurinn er fram. „Það er bara spennandi, ég held ég hafi ekki spilað þar áður þannig að það er bara vonandi að ég sé góður og þá verður stemming.“ Besta deild karla KA Breiðablik Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
„Ég er pirraður bara. Við erum einum fleiri allan seinni hálfleikinn og leystum það bara ekki nógu vel. Mér fannst við betri í fyrri hálfleik þó við hefðum verið undir þangað til á 45. mínútu. Vorum bara að fara illa með skyndisóknirnar og áttum að halda meira í boltann en eins og ég segi bara svekktur og pirraður.“ Breiðablik spilar á fleiri óþreyttum mönnum en KA í dag. Hafði það einhver áhrif á það hvernig seinni hálfleikur spilaðist? „Já bæði það og þeir eru líka góðir í fótbolta. Við vorum að reyna pressa og þeir leystu það ágætlega en svo þegar við erum að fá boltann erum við að taka úrslitasendinguna bara strax. Við hefðum átt að halda meira í boltann og stjórna aðeins leiknum og það kom ekki fyrr en það voru bara 10 mínútur eftir af leiknum eða eitthvað og bara frekar lélegt hjá okkur öllum held ég.“ Daníel fékk dauðafæri til að vinna leikinn fyrir KA í lokin en Brynjar Atli varði frá honum. „Bara svekktur út í sjálfan mig sko, ég ætlaði að setja hann í gegnum klofið á honum eftir lélega snertingu en hann náði að verja þetta og ekkert meira við því að segja. Bara pirraður út í sjálfan mig.“ Kristinn Steindórsson klúðraði dauðafæri fyrir Blika aðeins andartaki seinna og má ætla að Daníeli hafi verið heldur létt þá. „Já ég trúði þessu ekki sko. Ég veit ekki hvað hefði gerst ef hann hefði sett hann inn, frekar leiðinlegt.“ Framundan er seinni leikur KA gegn Club Brugge í Sambandsdeildinni þar sem Belgarnir leiða með fjórum mörkum. Hvernig er að setja upp leik gegn svona stórliði fjórum mörkum undir og með þreytt lið í þokkabót? „Þú verður eiginlega að spurja þjálfarann að því“, sagði Daníel og glotti áður en hann hélt áfram: „Þetta er erfitt verkefni og við förum bara inn í þetta og fáum reynslu úr því að spila á móti svona góðum leikmönnum, það eru ekki margir í liðinu sem hafa gert það, þannig þetta verður bara skemmtilegt. Ég vona að maður nái bara að slaka aðeins á núna og síðan vonandi fer að hægast aðeins á þessu prógrami, þó þetta sé gaman þá er þetta erfitt. Daníel kveðst spenntur fyrir því að spila á Laugardalsvelli þar sem leikurinn er fram. „Það er bara spennandi, ég held ég hafi ekki spilað þar áður þannig að það er bara vonandi að ég sé góður og þá verður stemming.“
Besta deild karla KA Breiðablik Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira