„Þó þetta sé gaman þá er er þetta erfitt“ Árni Gísli Magnússon skrifar 13. ágúst 2023 20:53 Daníel Hafsteinsson var svekktur með úrslitin. VÍSIR/BÁRA Daníel Hafsteinsson, leikmaður KA, var bæði svekktur og pirraður eftir 1-1 jafntefli á móti Breiðabliki. „Ég er pirraður bara. Við erum einum fleiri allan seinni hálfleikinn og leystum það bara ekki nógu vel. Mér fannst við betri í fyrri hálfleik þó við hefðum verið undir þangað til á 45. mínútu. Vorum bara að fara illa með skyndisóknirnar og áttum að halda meira í boltann en eins og ég segi bara svekktur og pirraður.“ Breiðablik spilar á fleiri óþreyttum mönnum en KA í dag. Hafði það einhver áhrif á það hvernig seinni hálfleikur spilaðist? „Já bæði það og þeir eru líka góðir í fótbolta. Við vorum að reyna pressa og þeir leystu það ágætlega en svo þegar við erum að fá boltann erum við að taka úrslitasendinguna bara strax. Við hefðum átt að halda meira í boltann og stjórna aðeins leiknum og það kom ekki fyrr en það voru bara 10 mínútur eftir af leiknum eða eitthvað og bara frekar lélegt hjá okkur öllum held ég.“ Daníel fékk dauðafæri til að vinna leikinn fyrir KA í lokin en Brynjar Atli varði frá honum. „Bara svekktur út í sjálfan mig sko, ég ætlaði að setja hann í gegnum klofið á honum eftir lélega snertingu en hann náði að verja þetta og ekkert meira við því að segja. Bara pirraður út í sjálfan mig.“ Kristinn Steindórsson klúðraði dauðafæri fyrir Blika aðeins andartaki seinna og má ætla að Daníeli hafi verið heldur létt þá. „Já ég trúði þessu ekki sko. Ég veit ekki hvað hefði gerst ef hann hefði sett hann inn, frekar leiðinlegt.“ Framundan er seinni leikur KA gegn Club Brugge í Sambandsdeildinni þar sem Belgarnir leiða með fjórum mörkum. Hvernig er að setja upp leik gegn svona stórliði fjórum mörkum undir og með þreytt lið í þokkabót? „Þú verður eiginlega að spurja þjálfarann að því“, sagði Daníel og glotti áður en hann hélt áfram: „Þetta er erfitt verkefni og við förum bara inn í þetta og fáum reynslu úr því að spila á móti svona góðum leikmönnum, það eru ekki margir í liðinu sem hafa gert það, þannig þetta verður bara skemmtilegt. Ég vona að maður nái bara að slaka aðeins á núna og síðan vonandi fer að hægast aðeins á þessu prógrami, þó þetta sé gaman þá er þetta erfitt. Daníel kveðst spenntur fyrir því að spila á Laugardalsvelli þar sem leikurinn er fram. „Það er bara spennandi, ég held ég hafi ekki spilað þar áður þannig að það er bara vonandi að ég sé góður og þá verður stemming.“ Besta deild karla KA Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
„Ég er pirraður bara. Við erum einum fleiri allan seinni hálfleikinn og leystum það bara ekki nógu vel. Mér fannst við betri í fyrri hálfleik þó við hefðum verið undir þangað til á 45. mínútu. Vorum bara að fara illa með skyndisóknirnar og áttum að halda meira í boltann en eins og ég segi bara svekktur og pirraður.“ Breiðablik spilar á fleiri óþreyttum mönnum en KA í dag. Hafði það einhver áhrif á það hvernig seinni hálfleikur spilaðist? „Já bæði það og þeir eru líka góðir í fótbolta. Við vorum að reyna pressa og þeir leystu það ágætlega en svo þegar við erum að fá boltann erum við að taka úrslitasendinguna bara strax. Við hefðum átt að halda meira í boltann og stjórna aðeins leiknum og það kom ekki fyrr en það voru bara 10 mínútur eftir af leiknum eða eitthvað og bara frekar lélegt hjá okkur öllum held ég.“ Daníel fékk dauðafæri til að vinna leikinn fyrir KA í lokin en Brynjar Atli varði frá honum. „Bara svekktur út í sjálfan mig sko, ég ætlaði að setja hann í gegnum klofið á honum eftir lélega snertingu en hann náði að verja þetta og ekkert meira við því að segja. Bara pirraður út í sjálfan mig.“ Kristinn Steindórsson klúðraði dauðafæri fyrir Blika aðeins andartaki seinna og má ætla að Daníeli hafi verið heldur létt þá. „Já ég trúði þessu ekki sko. Ég veit ekki hvað hefði gerst ef hann hefði sett hann inn, frekar leiðinlegt.“ Framundan er seinni leikur KA gegn Club Brugge í Sambandsdeildinni þar sem Belgarnir leiða með fjórum mörkum. Hvernig er að setja upp leik gegn svona stórliði fjórum mörkum undir og með þreytt lið í þokkabót? „Þú verður eiginlega að spurja þjálfarann að því“, sagði Daníel og glotti áður en hann hélt áfram: „Þetta er erfitt verkefni og við förum bara inn í þetta og fáum reynslu úr því að spila á móti svona góðum leikmönnum, það eru ekki margir í liðinu sem hafa gert það, þannig þetta verður bara skemmtilegt. Ég vona að maður nái bara að slaka aðeins á núna og síðan vonandi fer að hægast aðeins á þessu prógrami, þó þetta sé gaman þá er þetta erfitt. Daníel kveðst spenntur fyrir því að spila á Laugardalsvelli þar sem leikurinn er fram. „Það er bara spennandi, ég held ég hafi ekki spilað þar áður þannig að það er bara vonandi að ég sé góður og þá verður stemming.“
Besta deild karla KA Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira