Íslenski boltinn

Viktor tekur við í Vesturbæ

Valur Páll Eiríksson skrifar
Viktor Bjarki Arnarsson er nýr þjálfari KV.
Viktor Bjarki Arnarsson er nýr þjálfari KV. Twitter/KV

Viktor Bjarki Arnarsson er nýr þjálfari Knattspyrnufélags Vesturbæjar og freistar þess að bjarga liðinu frá falli úr 2. deild.

Hjörvar Ólafsson hætti sem þjálfari Vesturbæjarliðsins í gær en Viktor mun stýra liðinu strax í dag er KV og KF eigast við. Viktor mun stýra KV samhliða því að vera yfirþjálfari yngri flokka hjá KR.

KV féll úr Lengjudeildinni í fyrra og virðist á leið beint niður í 3. deild. Félagið er límt við botn annarar deildar með aðeins átta stig eftir 15 leiki, sjö stigum frá KF sem er í efra fallsætinu og átta stigum frá öruggu sæti.

Hjörvar tók við liðinu fyrir leiktíðina en hann tók við af Sigurði Víðissyni sem stýrði liðinu í Lengjudeildinni í fyrra. Sá tók við af Sigurvini Ólafssyni um mitt síðasta sumar.

KV



Fleiri fréttir

Sjá meira


×