Íslenski boltinn

Blikar búnir að fá á sig sex­tán mörk í síðustu þremur leikjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vörn Blika hefur verið eins og gatasigti í síðustu þremur leikjum en í þeim hefur liðið fengið á sig mark á sautján mínútna fresti.
Vörn Blika hefur verið eins og gatasigti í síðustu þremur leikjum en í þeim hefur liðið fengið á sig mark á sautján mínútna fresti. Vísir/Diego

Íslandsmeistarar Breiðabliks grófu sér djúpa holu í gær með 6-2 tapi á móti bosníska félaginu Zrinjski Mostar í fyrri leik liðanna í þriðju umferð undankeppni Evrópudeildarinnar.

Blikar þurfa því að vinna upp fjögurra marka mun í seinni leiknum á Kópavogsvellinum.

Sérfræðingar Stúkunnar höfðu áhyggjur af varnarleik Breiðabliks eftir 4-3 tap á móti KR í Bestu deildinni um síðustu helgi og það er óhætt að segja að tölfræði síðustu þriggja leikja liðsins sé sláandi og styðji þær vangaveltur.

Blikar hafa nú fengið á sig sextán mörk í síðustu þremur leikjum sínum í öllum keppnum eða yfir fimm mörk að meðaltali í leik. Þessir þrír leikir hafa allir farið fram á síðustu níu dögum.

Breiðablik hefur spilað 270 mínútur í þessum þremur leikjum og er því að fá á sig mark á tæplega sautján mínútna fresti.

Þetta eru jafnmörg mörk og Breiðabliksliðið fékk á sig í tólf leikjum þar á undan eða öllum leikjum sínum frá 10. júní til 29. júlí.

Allir þessir þrír leikir hafa tapast þótt að Blikar hafi sjálfri skorað í þeim heil átta mörk.

  • Leikir Breiðabliks á síðustu níu dögum
  • 2. ágúst: 3-6 tap á móti FC Kaupmannahöfn í Evrópukeppninni
  • 6. ágúst: 3-4 tap á móti KR í Bestu deildinni
  • 10. ágúst: 2-6 tap á móti í Evrópukeppninni
  • Samtals:

  • Sigrar: 0
  • Töp: 3
  • Mörk skoruð: 8
  • Mörk fengin á sig: 16



Fleiri fréttir

Sjá meira


×