Twitter sektað fyrir að afhenda ekki gögn um Trump tímanlega Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2023 11:40 Leitarheimildin um aðgang Trump barst Twitter nokkrum mánuðum eftir að Elon Musk keypti fyrirtækið og sagði upp stórum hluta starfsliðsins. Vísir/AP Dómari sektaði Twitter um tugi milljóna íslenskra króna fyrir að afhenda ekki gögn um Donald Trump á réttum tíma. Sérstakur rannsakandi sem ákærði Trump fyrir að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020 fékk leitarheimild til þess að fá gögn um Twitter-notkun Trump. Þegar embætti Jacks Smith, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, birti Twitter leitarheimildina fyrr á þessu ári settu lögmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins ekki upp á móti henni en mótmæltu tilskipun um að þeir mættu ekki upplýsa Trump um hana. Vildu þeir ekki afhenda gögnin fyrr en dómstóll hefði skorið úr um hvort þeir yrðu að hlýta tilskipuninni. Umdæmisdómari dæmdi sérstaka rannsakandanum í vil í 7. febrúar og taldi Twitter hafa óhlýðnast lögmætri tilskipun dómstóls með því að afhenda ekki gögnin strax. Twitter fékk skamman frest til þess að verða við leitarheimildinni, annars ætti fyrirtækið yfir höfði sér dagsektir. Þremur dögum síðar lét Twitter Smith gögnin í té. Dómarinn gerði fyrirtækinu að greiða 350.000 dollara í dagsektir fyrir dráttinn í mars, jafnvirði um 46 milljóna íslenskra króna. Áfrýjunardómstóll staðfesti þá niðurstöðu í júlí. Ekki er ljóst hvaða gögn embætti Smith fékk í hendur. Washington Post segir að af stefnu að dæma gæti það hafa verið drög að tístum, bein skilaboð og upplýsingar um hver hafði aðgang að Twitter-reikningi Trump. Í ákæru Smith á hendur Trump fyrir samsæri um að halda í völdin eftir að hann tapaði kosningunum er meðal annars rakið hvernig fráfarandi forsetinn notaði Twitter til þess að dreifa lygum um kosningar, beita embættismenn og kjörna fulltrúa þrýstingi og hvetja stuðningsmenn sína til þess að fjölmenna til Washington-borgar daginn sem múgur þeirra réðst á þinghúsið í janúar 2021. Trump neitar sök í málinu. Jack Smith, sérstaki rannsakandinn, fékk leitarheimildina í tengslum við rannsókn á tilraunum Trump til að halda í völdin vegna gruns um að skoðun á Twitter-aðganginum gæti leitt í ljós vísbendingar um glæpi.AP/J. Scott Applewhite Talinn geta reynt að hindra rannsóknina fengi hann að vita af leitinni Upplýsingarnar um leitarheimildina og sektina sem Twitter var dæmt til að greiða koma fram í dómskjölum sem leynd var létt af í gær. Þar kemur einnig fram að umdæmisdómari hafi talið ástæðu til að ætla að Trump gæti reynt að hindra framgang rannsóknarinnar eða komast undan saksókn ef hann yrði látinn vita af leitarheimildinni fyrir Twitter-gögnin. Twitter setti Trump í bann eftir árásina á þinghúsið 6. janúar 2021 en Elon Musk hleypti honum aftur á miðilinn eftir að hann keypti hann í fyrra. Trump hefur þó ekki látið sjá sig þar aftur. Trump sakaði dómsmálaráðuneytið um að „ráðast á“ Twitter-aðgang sinn á laun í færslu á samfélagsmiðlinum Truth Social í gær. Fullyrti hann að rannsóknin á valdaránstilraun hans væri tilraun til þess að reyna að leggja stein í götu forsetaframboðs hans á næsta ári. Auk kosningamálsins ákærði Smith fyrrverandi forsetann fyrir misferli með hundruð leyniskjala sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu og neitaði að skila þrátt fyrir umleitanir alríkisstofnana. Twitter Samfélagsmiðlar Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. 4. ágúst 2023 16:01 Trump lýsir yfir sakleysi sínu Donald Trump hefur lýst yfir sakleysi sínu vegna ákæru á hendur honum vegna meintra tilrauna hans til þess að hnekkja úrslitum í bandarísku forsetakosningunum 2020. Fyrirtaka í máli hans fór fram í Washington D.C í kvöld. 3. ágúst 2023 21:04 Farið yfir ákæruna gegn Trump: „Sakborningurinn tapaði kosningunum 2020“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var í gær ákærður fyrir viðleitni hans og tilraunir til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Trump tapaði fyrir Joe Biden en hefur ítrekað haldið því ranglega fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur. 2. ágúst 2023 09:27 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Þegar embætti Jacks Smith, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, birti Twitter leitarheimildina fyrr á þessu ári settu lögmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins ekki upp á móti henni en mótmæltu tilskipun um að þeir mættu ekki upplýsa Trump um hana. Vildu þeir ekki afhenda gögnin fyrr en dómstóll hefði skorið úr um hvort þeir yrðu að hlýta tilskipuninni. Umdæmisdómari dæmdi sérstaka rannsakandanum í vil í 7. febrúar og taldi Twitter hafa óhlýðnast lögmætri tilskipun dómstóls með því að afhenda ekki gögnin strax. Twitter fékk skamman frest til þess að verða við leitarheimildinni, annars ætti fyrirtækið yfir höfði sér dagsektir. Þremur dögum síðar lét Twitter Smith gögnin í té. Dómarinn gerði fyrirtækinu að greiða 350.000 dollara í dagsektir fyrir dráttinn í mars, jafnvirði um 46 milljóna íslenskra króna. Áfrýjunardómstóll staðfesti þá niðurstöðu í júlí. Ekki er ljóst hvaða gögn embætti Smith fékk í hendur. Washington Post segir að af stefnu að dæma gæti það hafa verið drög að tístum, bein skilaboð og upplýsingar um hver hafði aðgang að Twitter-reikningi Trump. Í ákæru Smith á hendur Trump fyrir samsæri um að halda í völdin eftir að hann tapaði kosningunum er meðal annars rakið hvernig fráfarandi forsetinn notaði Twitter til þess að dreifa lygum um kosningar, beita embættismenn og kjörna fulltrúa þrýstingi og hvetja stuðningsmenn sína til þess að fjölmenna til Washington-borgar daginn sem múgur þeirra réðst á þinghúsið í janúar 2021. Trump neitar sök í málinu. Jack Smith, sérstaki rannsakandinn, fékk leitarheimildina í tengslum við rannsókn á tilraunum Trump til að halda í völdin vegna gruns um að skoðun á Twitter-aðganginum gæti leitt í ljós vísbendingar um glæpi.AP/J. Scott Applewhite Talinn geta reynt að hindra rannsóknina fengi hann að vita af leitinni Upplýsingarnar um leitarheimildina og sektina sem Twitter var dæmt til að greiða koma fram í dómskjölum sem leynd var létt af í gær. Þar kemur einnig fram að umdæmisdómari hafi talið ástæðu til að ætla að Trump gæti reynt að hindra framgang rannsóknarinnar eða komast undan saksókn ef hann yrði látinn vita af leitarheimildinni fyrir Twitter-gögnin. Twitter setti Trump í bann eftir árásina á þinghúsið 6. janúar 2021 en Elon Musk hleypti honum aftur á miðilinn eftir að hann keypti hann í fyrra. Trump hefur þó ekki látið sjá sig þar aftur. Trump sakaði dómsmálaráðuneytið um að „ráðast á“ Twitter-aðgang sinn á laun í færslu á samfélagsmiðlinum Truth Social í gær. Fullyrti hann að rannsóknin á valdaránstilraun hans væri tilraun til þess að reyna að leggja stein í götu forsetaframboðs hans á næsta ári. Auk kosningamálsins ákærði Smith fyrrverandi forsetann fyrir misferli með hundruð leyniskjala sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu og neitaði að skila þrátt fyrir umleitanir alríkisstofnana.
Twitter Samfélagsmiðlar Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. 4. ágúst 2023 16:01 Trump lýsir yfir sakleysi sínu Donald Trump hefur lýst yfir sakleysi sínu vegna ákæru á hendur honum vegna meintra tilrauna hans til þess að hnekkja úrslitum í bandarísku forsetakosningunum 2020. Fyrirtaka í máli hans fór fram í Washington D.C í kvöld. 3. ágúst 2023 21:04 Farið yfir ákæruna gegn Trump: „Sakborningurinn tapaði kosningunum 2020“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var í gær ákærður fyrir viðleitni hans og tilraunir til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Trump tapaði fyrir Joe Biden en hefur ítrekað haldið því ranglega fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur. 2. ágúst 2023 09:27 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. 4. ágúst 2023 16:01
Trump lýsir yfir sakleysi sínu Donald Trump hefur lýst yfir sakleysi sínu vegna ákæru á hendur honum vegna meintra tilrauna hans til þess að hnekkja úrslitum í bandarísku forsetakosningunum 2020. Fyrirtaka í máli hans fór fram í Washington D.C í kvöld. 3. ágúst 2023 21:04
Farið yfir ákæruna gegn Trump: „Sakborningurinn tapaði kosningunum 2020“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var í gær ákærður fyrir viðleitni hans og tilraunir til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Trump tapaði fyrir Joe Biden en hefur ítrekað haldið því ranglega fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur. 2. ágúst 2023 09:27