Gítarleikarinn Robbie Robertson látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. ágúst 2023 09:49 Robbie Robertson átti farsælan tónlistarferil, bæði sem meðlimur The Band og undir eigin nafni. AP/Evan Agostini Kanadíski tónlistarmaðurinn Robbie Robertson, gítarleikari og lagahöfundur hljómsveitarinnar The Band er látinn 80 ára að aldri. Umboðsmaður Robertson greindi frá fréttunum á samfélagsmiðlum í gær. Robertson lést umkringdur fjölskyldu sinni en hann hafði glímt við langvarandi ónefnd veikindi. Statement from Robbie Robertson s family. Luis Sinco pic.twitter.com/J9c79003D5— Robbie Robertson (@r0bbier0berts0n) August 9, 2023 Robertson fæddist 5. júlí 1943 í Toronto í Kanada. Hann vann sem ungur maður í ferðasirkusum áður en hann byrjaði í tónlist. Upp úr miðjum sjöunda áratugnum varð Robertson hluti af The Hawks, hljómsveit Ronnie Hawkins, sem spilaði með Bob Dylan á fyrsta „rafmagnaða“ tónleikaferðalagi hans. Hljómsveitin spilaði síðan á hinum frægu Kjallaraupptökum (e. Basement Taoes) Bob Dylan. Eftir mannabreytingar og nafnabreytingar varð hljómsveitin að hinni endanlegu The Band. Robbie Robertson og Martin Scorses sem leikstýrði tónleikamyndinni The Last Waltz um kveðjutónleika hljómsveitarinnar.AP Robertson samdi mörg af þekktustu lögum The Band, þar á meðal „The Weight“, „The Night They Drove Old Dixie Down“ og „Up on Cripple Creek“. The Band var gríðarvinsæl á sjöunda og áttunda áratugnum og gaf út plötur á borð við Music from Big Pink (1968), The Band (1969) og The Basement Tapes (1975) sem þeir gáfu út með Dylan. Áttundi áratugur hljómsveitarinnar endaði á The Last Waltz, kveðjutónleikum hljómsveitarinnar sem fóru fram í San Francisco. Úr tónleikunum urðu til bæði samnefnd plata og samnefnd kvikmynd sem Martin Scorsese leikstýrði. Andlát Tónlist Kanada Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Umboðsmaður Robertson greindi frá fréttunum á samfélagsmiðlum í gær. Robertson lést umkringdur fjölskyldu sinni en hann hafði glímt við langvarandi ónefnd veikindi. Statement from Robbie Robertson s family. Luis Sinco pic.twitter.com/J9c79003D5— Robbie Robertson (@r0bbier0berts0n) August 9, 2023 Robertson fæddist 5. júlí 1943 í Toronto í Kanada. Hann vann sem ungur maður í ferðasirkusum áður en hann byrjaði í tónlist. Upp úr miðjum sjöunda áratugnum varð Robertson hluti af The Hawks, hljómsveit Ronnie Hawkins, sem spilaði með Bob Dylan á fyrsta „rafmagnaða“ tónleikaferðalagi hans. Hljómsveitin spilaði síðan á hinum frægu Kjallaraupptökum (e. Basement Taoes) Bob Dylan. Eftir mannabreytingar og nafnabreytingar varð hljómsveitin að hinni endanlegu The Band. Robbie Robertson og Martin Scorses sem leikstýrði tónleikamyndinni The Last Waltz um kveðjutónleika hljómsveitarinnar.AP Robertson samdi mörg af þekktustu lögum The Band, þar á meðal „The Weight“, „The Night They Drove Old Dixie Down“ og „Up on Cripple Creek“. The Band var gríðarvinsæl á sjöunda og áttunda áratugnum og gaf út plötur á borð við Music from Big Pink (1968), The Band (1969) og The Basement Tapes (1975) sem þeir gáfu út með Dylan. Áttundi áratugur hljómsveitarinnar endaði á The Last Waltz, kveðjutónleikum hljómsveitarinnar sem fóru fram í San Francisco. Úr tónleikunum urðu til bæði samnefnd plata og samnefnd kvikmynd sem Martin Scorsese leikstýrði.
Andlát Tónlist Kanada Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira