Íslenski boltinn

Íslandsmeistararnir sækja liðsstyrk í hollensku B-deildina

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kristófer Ingi Kristinsson.
Kristófer Ingi Kristinsson. VVV-Venlo

Sóknarmaðurinn Kristófer Ingi Kristinsson er genginn til liðs við Íslandsmeistara Breiðabliks og mun leika með liðinu út tímabilið í Bestu deild karla.

Blikar segja frá þessu á Twitter reikningi félagsins.

Kristófer, sem er 24 ára gamall, kemur til Blika frá hollenska B-deildarliðinu VVV-Venlo þar sem hann lék fjórtán leiki á síðustu leiktíð. 

Hann hélt ungur út í atvinnumennsku eftir að hafa farið upp í gegnum yngri flokka Stjörnunnar og hefur ekki leikið í meistaraflokki hér á landi. 

Kristófer hefur leikið 27 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands en hefur verið á mála hjá Willem II, Grenoble, PSV, SonderjyskE og VVV-Venlo erlendis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×