Cloud lést á fjölskylduheimili sínu í borginni Oakland í Kaliforníufylki í dag, mánudag. Dánarorsök hefur ekki verið gefin upp. Fram kemur að faðir hans hafi látist aðeins viku áður og Cloud átti mjög bágt eftir það.
„Það er með mikilli sorg að við kveðjum ótrúlega manneskju í dag,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldunnar.
Cloud lék eiturlyfjasalann Fezco í þáttunum Euphoria sem fjalla um baráttu ungmenna í Kaliforníu við fíkn, ofbeldi, geðsjúkdóma og fleiri mein.
Einnig hafði hann leikið í tveimur útgefnum kvikmyndum og þremur sem eiga enn eftir að koma út.