Óvissa um framtíð Jóns í starfi: „Neita að tjá mig um það“ Aron Guðmundsson skrifar 27. júlí 2023 09:39 Jón Sveinsson, þjálfari Fram. Vísir/Diego Daði Guðmundsson, rekstrarstjóri knattspyrnudeildar Fram, neitar að tjá sig um það hvort þjálfaramál karlaliðs félagsins séu til skoðunar. Í bili hið minnsta eins og hann tjáði Vísi. Vefsíðan Fótbolti.net greindi frá því í gær að stjórn knattspyrnudeildar Fram hefði mætt til krísufundar eftir skell sem Framliðið fékk í leik á útivelli gegn Stjörnunni í Bestu deild karla í gær. Fram situr í fallsæti nú þegar að liðið hefur leikið sautján leiki á yfirstandandi tímabili, hefur tapað fjórum leikjum í röð í deild og hefur í þokkabót ekki tekist að skora mark í þeim fjórum leikjum. Daði vill ekki taka svo djúpt í árina að um krísufund hafi verið að ræða hjá stjórn knattspyrnudeildar Fram í gærkvöld en að vissulega hafi stjórnin rætt saman. „Stjórnin talaði saman eftir leik, bara líkt og eftir flesta leiki liðsins en ég get ekki sagt beint að um einhvern krísufund hafi verið að ræða,“ segir Daði í samtali við Vísi. Í frétt Fótbolti.net frá í gær er því haldið fram að stjórn félagsins hafi ákveðið að ráðast í breytingar, það er að segja skipta um þjálfara hjá karlaliðinu. Eru þjálfaramálin til skoðunar hjá ykkur? „Ég ætla eiginlega að fá að neita því að tjá mig um það, í bili,“ svarar Daði Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fram. Allir þurfti að líta inn á við Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, var til viðtals á Stöð 2 Sport eftir tapið gegn Stjörnunni í gær þar sem hann var spurður út í stöðuna hjá liðinu sem og andleysið sem virðist ríkja í kringum liðið. „Við þurfum bara að fara líta inn á við. Bæði við, leikmenn og þeir sem eru í kringum þetta og velta fyrir okkur hvernig við getum snúið þessu við,“ sagði Jón eftir tapið gegn Stjörnunni í gær. „Það er enginn spurning um að við höfum gæðin til þess, leikmenn til þess en þegar að sjálfstraustið er lítið og hlutirnir ekki að detta með þér, þá er oft stutt í uppgjöfina og við verðum einhvern veginn að finna leið út úr því.“ Jón Þórir tók við stjórnartaumunum hjá Fram haustið 2018. Tímabilið 2021 náði liðið mögnuðum árangri undir hans stjórn í Lengjudeildinni þegar að sæti í efstu deild var tryggt með taplausu tímabili þar sem Fram setti stigamet í deildinni. Á sínu fyrsta tímabili í endurkomu í efstu deild í fyrra endaði Fram í níunda sæti Bestu deildarinnar og halaði inn 31 stigi það tímabilið. Ekki náðist í Jón Þóri, þjálfara Fram né Agnar Þór Hilmarsson, formann knattspyrnudeildar Fram við gerð fréttarinnar. Viðtalið við Jón Þóri frá því í gær má sjá í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Besta deild karla Fram Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Vefsíðan Fótbolti.net greindi frá því í gær að stjórn knattspyrnudeildar Fram hefði mætt til krísufundar eftir skell sem Framliðið fékk í leik á útivelli gegn Stjörnunni í Bestu deild karla í gær. Fram situr í fallsæti nú þegar að liðið hefur leikið sautján leiki á yfirstandandi tímabili, hefur tapað fjórum leikjum í röð í deild og hefur í þokkabót ekki tekist að skora mark í þeim fjórum leikjum. Daði vill ekki taka svo djúpt í árina að um krísufund hafi verið að ræða hjá stjórn knattspyrnudeildar Fram í gærkvöld en að vissulega hafi stjórnin rætt saman. „Stjórnin talaði saman eftir leik, bara líkt og eftir flesta leiki liðsins en ég get ekki sagt beint að um einhvern krísufund hafi verið að ræða,“ segir Daði í samtali við Vísi. Í frétt Fótbolti.net frá í gær er því haldið fram að stjórn félagsins hafi ákveðið að ráðast í breytingar, það er að segja skipta um þjálfara hjá karlaliðinu. Eru þjálfaramálin til skoðunar hjá ykkur? „Ég ætla eiginlega að fá að neita því að tjá mig um það, í bili,“ svarar Daði Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fram. Allir þurfti að líta inn á við Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, var til viðtals á Stöð 2 Sport eftir tapið gegn Stjörnunni í gær þar sem hann var spurður út í stöðuna hjá liðinu sem og andleysið sem virðist ríkja í kringum liðið. „Við þurfum bara að fara líta inn á við. Bæði við, leikmenn og þeir sem eru í kringum þetta og velta fyrir okkur hvernig við getum snúið þessu við,“ sagði Jón eftir tapið gegn Stjörnunni í gær. „Það er enginn spurning um að við höfum gæðin til þess, leikmenn til þess en þegar að sjálfstraustið er lítið og hlutirnir ekki að detta með þér, þá er oft stutt í uppgjöfina og við verðum einhvern veginn að finna leið út úr því.“ Jón Þórir tók við stjórnartaumunum hjá Fram haustið 2018. Tímabilið 2021 náði liðið mögnuðum árangri undir hans stjórn í Lengjudeildinni þegar að sæti í efstu deild var tryggt með taplausu tímabili þar sem Fram setti stigamet í deildinni. Á sínu fyrsta tímabili í endurkomu í efstu deild í fyrra endaði Fram í níunda sæti Bestu deildarinnar og halaði inn 31 stigi það tímabilið. Ekki náðist í Jón Þóri, þjálfara Fram né Agnar Þór Hilmarsson, formann knattspyrnudeildar Fram við gerð fréttarinnar. Viðtalið við Jón Þóri frá því í gær má sjá í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:
Besta deild karla Fram Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira