Óli Jóh: Margt sem Arnar hefur sagt upp á síðkastið er náttúrulega bara steypa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2023 11:31 Ólafur Jóhannesson kom þeim Guðmundi Benediktssyni og Atla Viðari Björnssyn til að hlæja í Stúkunni í gær. S2 Sport Ólafur Jóhannesson var sérfræðingur í Stúkunni í gærkvöldi og fór á kostum eins og vanalega. Hann talaði hreina íslensku þegar kom að því að tala um ummæli þjálfara toppliðs Bestu deildarinnar að undanförnu. Stúkan vakti nefnilega athygli á ummælum Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings, um gervigras og gras eftir 2-1 sigur Víkingsliðsins á Meistaravöllum. Víkingar léku á flottum grasvelli KR-inga en eru miklu vanari því að spila á gervigrasi. Hitt sé fyrir neðan þeirra virðingu „Víkingar voru í gær að spila á frábærum grasvelli í Vesturbænum. Ég ætla bara að vona að allir leikmenn ætli ekki bara að venja sig á það að spila á gervigrasi og hitt sé fyrir neðan þeirra virðingu,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að við erum að spila á gervigrasi af því að við búum á Íslandi. Við erum ekki að spila á gervigrasi af því að við viljum spila á gervigrasi. Það er langur vegur frá því,“ sagði Ólafur Jóhannesson, sérfræðingur Stúkunnar. „Ég er farinn að halda það að það séu nokkrir þjálfarar og leikmenn sem vilja bara spila á gervigrasi og líður ekki vel á grasi,“ sagði Guðmundur. Vildi að Arnar notaði annað orð „Ég hefði kosið að sjá Arnar nota annað orð heldur en góðu vanir þegar hann er að tala um gervigras vs gras. Fótboltamönnum á Íslandi hlýtur að dreyma um það spila á grasi eins og KR-völlurinn var í gær. Ég hefði viljað sjá Arnar nota orðið öðru vanir eða að þetta væri öðruvísi aðstæður en þeir væru oftast á,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Þetta er það skemmtilegast að fá grasvöll eins og hann var í Vesturbænum,“ sagði Atli Viðar. Það segja allir bara vá „Það er nú þannig að þegar þú ert á toppnum sem þjálfari þá máttu segja nánast hvað sem er og það segja allir bara vá. Margt sem Arnar hefur sagt upp á síðkastið er náttúrulega bara steypa. Það er bara ekki flóknara en það,“ sagði Ólafur og fékk hlátur að launum frá bæði Gumma Ben og Atla Viðari. Það má sjá alla umfjöllunina um þetta mál hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Óli Jóh um ummæli Arnars Gunnlaugssonar Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira
Stúkan vakti nefnilega athygli á ummælum Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings, um gervigras og gras eftir 2-1 sigur Víkingsliðsins á Meistaravöllum. Víkingar léku á flottum grasvelli KR-inga en eru miklu vanari því að spila á gervigrasi. Hitt sé fyrir neðan þeirra virðingu „Víkingar voru í gær að spila á frábærum grasvelli í Vesturbænum. Ég ætla bara að vona að allir leikmenn ætli ekki bara að venja sig á það að spila á gervigrasi og hitt sé fyrir neðan þeirra virðingu,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að við erum að spila á gervigrasi af því að við búum á Íslandi. Við erum ekki að spila á gervigrasi af því að við viljum spila á gervigrasi. Það er langur vegur frá því,“ sagði Ólafur Jóhannesson, sérfræðingur Stúkunnar. „Ég er farinn að halda það að það séu nokkrir þjálfarar og leikmenn sem vilja bara spila á gervigrasi og líður ekki vel á grasi,“ sagði Guðmundur. Vildi að Arnar notaði annað orð „Ég hefði kosið að sjá Arnar nota annað orð heldur en góðu vanir þegar hann er að tala um gervigras vs gras. Fótboltamönnum á Íslandi hlýtur að dreyma um það spila á grasi eins og KR-völlurinn var í gær. Ég hefði viljað sjá Arnar nota orðið öðru vanir eða að þetta væri öðruvísi aðstæður en þeir væru oftast á,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Þetta er það skemmtilegast að fá grasvöll eins og hann var í Vesturbænum,“ sagði Atli Viðar. Það segja allir bara vá „Það er nú þannig að þegar þú ert á toppnum sem þjálfari þá máttu segja nánast hvað sem er og það segja allir bara vá. Margt sem Arnar hefur sagt upp á síðkastið er náttúrulega bara steypa. Það er bara ekki flóknara en það,“ sagði Ólafur og fékk hlátur að launum frá bæði Gumma Ben og Atla Viðari. Það má sjá alla umfjöllunina um þetta mál hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Óli Jóh um ummæli Arnars Gunnlaugssonar
Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira