Erlent

At­kvæði hafa verið talin: Patt­staða á Spáni og hugsan­leg stjórnar­kreppa

Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar
Spánverjar gengu til kosninga í dag í steikjandi hita. Niðurstöðurnar eru ekki afgerandi.
Spánverjar gengu til kosninga í dag í steikjandi hita. Niðurstöðurnar eru ekki afgerandi. EPA-EFE/ALVARO BARRIENTOS

Enginn flokkur getur hrósað sigri í spænsku þing­kosningunum í dag. Þetta varð ljóst eftir að talningu atkvæða lauk nú á ellefta tímanum á íslenskum tíma. Hægri flokkurinn, Lýð­flokkurinn er stærsti flokkurinn þegar öll at­kvæði hafa verið talin, en Sósíal­ista­flokkurinn kemur í hum­átt á eftir.

Lýð­flokknum og öfga­hægri­flokknum VOX tókst þó ekki að ná meiri­hluta eins og þeir stefndu að til þess að velta sam­steypu­stjórn Sósíal­ista­flokksins og vinstri flokkunum úr sessi.

Þingkosningar fóru fram í steikjandi hita. Kjörstöðum var lokað klukkan sex að íslenskum tíma.

Ekki heldur meirihluti á vinstri kantinum

Vinstri flokkarnir ná heldur ekki að mynda meiri­hluta­stjórn nú þegar niður­stöður liggja fyrir.

Nokkrir að­skilnaðar­flokkar Baska­lands og Kata­lóníu geta nú í raun ráðið því hvernig ríkis­stjórn verður mynduð. Ó­lík­legt verður að telja að þeir styðji myndun hægri stjórnar þar sem VOX hefur á stefnu­skrá sinni að banna alla stjórn­mála­flokka sem hafa að­skilnað ein­stakra héraða frá Spáni á stefnu­skrá sinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×