Sumarkosningar í fyrsta sinn: Spánverjar kjósa til þings í dag Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 23. júlí 2023 13:00 Pedro Sánchez, leiðtogi Sósíalistaflokksins og forsætisráðherra Spánar, greiðir atkvæði í þingkosningunum í morgun. Hann freistar þess að fá endurnýjað umboð kjósenda til þess að leiða samsteypustjórn vinstri flokkanna. Borja B. Hojas/Getty Images Spánverjar ganga að kjörborðinu í dag í þingkosningum sem fara fram í gríðarlegum hita, en þetta er í fyrsta sinn sem kosið er að sumri til á Spáni. Meiri hávaði en innihald Kosningabaráttan hefur verið stutt og snörp, og eins og spænskur blaðamaður lýsti henni í hlaðvarpi fyrir helgi; hún hefur verið meiri hávaði en innihald. Besta lýsingin er kannski að fyrir frambjóðendur og flokkana hefur hún verið eins og að fara í djöfullegan rússíbana. Pedró Sánchez, forsætisráðherra Spánar og leiðtogi sósíalista, boðaði nefnilega til kosninga í lok maí, daginn eftir sveitarstjórnarkosningar, þar sem vinstri flokkarnir biðu afhroð. Þannig að ein kosningabarátta tók við af annarri. Alberto Nuñez Feijóo, leiðtogi Lýðflokksins, greiðir atkvæði í Madrid í morgun. Hann er talinn eiga nokkuð góða möguleika á að velta vinstri stjórninni úr sessi.Oscar J. Barroso/Getty Images Hægri blokkin var sigurviss í upphafi Hægri flokkarnir tveir, Lýðflokkurinn og VOX sigldu því úr vör, fullir sigurvissu og fyrstu skoðanakannanir sýndu að þeir voru mjög sigurstranglegir og allt stefndi í að hægri stjórn tæki við í landinu að loknum kosningum. Og til að bæta um enn betur, þá bókstaflega rassskellti Feijóo, leiðtogi Lýðflokksins sem leiðir hægri vænginn, Sánchez forsætisráðherra í eina sjónvarpseinvígi þeirra tveggja. Sánchez sá hreinlega aldrei til sólar í þeim umræðum. Taflið snýst við... eða hvað? En svo hefur taflið snúist verulega við á síðustu dögum. Það hófst með því að Feijóo fór með rakalausan þvætting um þróun eftirlauna og hækkun þeirra í gegnum tíðina í viðtali í ríkissjónvarpinu, fréttamaður ríkissjónvarpsins, rak hann samstundis á gat og þetta hefur fylgt honum alla vikuna. Til að bæta gráu ofan á svart þá neitaði hægri flokkurinn, Lýðflokkurinn, svo að taka þátt í lokaumræðum stjórnmálaleiðtoganna á miðvikudag, þar voru bara fulltrúar VOX og svo fulltrúar ríkisstjórnarinnar, Sumar, sem er kosningabandalag allra flokka vinstra megin við sósíalista og svo Sósíalistaflokkurinn. Þetta gaf leiðtogum vinstri flokkunum kjörið tækifæri til að skjóta linnulaust á fyrirhugað stjórnarsamstarf Lýðflokksins við VOX sem er lýst sem öfgahægriflokki og margir tala hreinlega um sem hreinræktaðan fasistaflokk. Og það án þess að Lýðflokkurinn sem er stærsti flokkurinn í augnablikinu gæti varið sig. Engar skoðanakannanir hafa verið leyfðar síðan á mánudag, þannig að staðan er óljós og gríðarlega spennandi, en það er óhætt að segja að vinstri menn á Spáni vöknuðu bjartsýnni í dag en þeir gerðu fyrir viku. Mikill hiti er víðast hvar á Spáni þessi dægrin og það hefur verið mönnum nokkuð áhyggjuefni að þingkosningar skuli fara fram á þessum tíma árs, í fyrsta sinn. Viftum og vatni hefur verið dreift í ómældu magni á alla kjörstaði á síðustu dögum.Carlos Lujan/Getty Images Mikill hiti getur haft áhrifa á kjörsókn Hins vegar hafa menn nokkrar áhyggjur af kjörsókn vegna mikils hita. Það er víða kosið í skólum og þeir eru ekki með góða loftkælingu þar sem skólastarf liggur jú niðri yfir sumartímann. Bara í Madrid var 2.700 viftum dreift í skólana í gær og tugþúsundum lítra af vatni. Tvær og hálf milljón kjósenda af 37 milljónum sem eru á kjörskrá greiddu atkvæði utan kjörfundar, sem er algert met, einfaldlega vegna þess að stór hluti þjóðarinnar er í sumarleyfi á þessum árstíma og menn óttast að kjörsókn verði dræmari en ella, einmitt vegna mikils hita og sumarleyfa. Kjörstaðir opnuðu kl. 9 í morgun, þeir verða opnir til 8 í kvöld og fyrstu tölur eru boðaðar klukkan 22.30, það er klukkan hálf 9 að íslenskum tíma. Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Meiri hávaði en innihald Kosningabaráttan hefur verið stutt og snörp, og eins og spænskur blaðamaður lýsti henni í hlaðvarpi fyrir helgi; hún hefur verið meiri hávaði en innihald. Besta lýsingin er kannski að fyrir frambjóðendur og flokkana hefur hún verið eins og að fara í djöfullegan rússíbana. Pedró Sánchez, forsætisráðherra Spánar og leiðtogi sósíalista, boðaði nefnilega til kosninga í lok maí, daginn eftir sveitarstjórnarkosningar, þar sem vinstri flokkarnir biðu afhroð. Þannig að ein kosningabarátta tók við af annarri. Alberto Nuñez Feijóo, leiðtogi Lýðflokksins, greiðir atkvæði í Madrid í morgun. Hann er talinn eiga nokkuð góða möguleika á að velta vinstri stjórninni úr sessi.Oscar J. Barroso/Getty Images Hægri blokkin var sigurviss í upphafi Hægri flokkarnir tveir, Lýðflokkurinn og VOX sigldu því úr vör, fullir sigurvissu og fyrstu skoðanakannanir sýndu að þeir voru mjög sigurstranglegir og allt stefndi í að hægri stjórn tæki við í landinu að loknum kosningum. Og til að bæta um enn betur, þá bókstaflega rassskellti Feijóo, leiðtogi Lýðflokksins sem leiðir hægri vænginn, Sánchez forsætisráðherra í eina sjónvarpseinvígi þeirra tveggja. Sánchez sá hreinlega aldrei til sólar í þeim umræðum. Taflið snýst við... eða hvað? En svo hefur taflið snúist verulega við á síðustu dögum. Það hófst með því að Feijóo fór með rakalausan þvætting um þróun eftirlauna og hækkun þeirra í gegnum tíðina í viðtali í ríkissjónvarpinu, fréttamaður ríkissjónvarpsins, rak hann samstundis á gat og þetta hefur fylgt honum alla vikuna. Til að bæta gráu ofan á svart þá neitaði hægri flokkurinn, Lýðflokkurinn, svo að taka þátt í lokaumræðum stjórnmálaleiðtoganna á miðvikudag, þar voru bara fulltrúar VOX og svo fulltrúar ríkisstjórnarinnar, Sumar, sem er kosningabandalag allra flokka vinstra megin við sósíalista og svo Sósíalistaflokkurinn. Þetta gaf leiðtogum vinstri flokkunum kjörið tækifæri til að skjóta linnulaust á fyrirhugað stjórnarsamstarf Lýðflokksins við VOX sem er lýst sem öfgahægriflokki og margir tala hreinlega um sem hreinræktaðan fasistaflokk. Og það án þess að Lýðflokkurinn sem er stærsti flokkurinn í augnablikinu gæti varið sig. Engar skoðanakannanir hafa verið leyfðar síðan á mánudag, þannig að staðan er óljós og gríðarlega spennandi, en það er óhætt að segja að vinstri menn á Spáni vöknuðu bjartsýnni í dag en þeir gerðu fyrir viku. Mikill hiti er víðast hvar á Spáni þessi dægrin og það hefur verið mönnum nokkuð áhyggjuefni að þingkosningar skuli fara fram á þessum tíma árs, í fyrsta sinn. Viftum og vatni hefur verið dreift í ómældu magni á alla kjörstaði á síðustu dögum.Carlos Lujan/Getty Images Mikill hiti getur haft áhrifa á kjörsókn Hins vegar hafa menn nokkrar áhyggjur af kjörsókn vegna mikils hita. Það er víða kosið í skólum og þeir eru ekki með góða loftkælingu þar sem skólastarf liggur jú niðri yfir sumartímann. Bara í Madrid var 2.700 viftum dreift í skólana í gær og tugþúsundum lítra af vatni. Tvær og hálf milljón kjósenda af 37 milljónum sem eru á kjörskrá greiddu atkvæði utan kjörfundar, sem er algert met, einfaldlega vegna þess að stór hluti þjóðarinnar er í sumarleyfi á þessum árstíma og menn óttast að kjörsókn verði dræmari en ella, einmitt vegna mikils hita og sumarleyfa. Kjörstaðir opnuðu kl. 9 í morgun, þeir verða opnir til 8 í kvöld og fyrstu tölur eru boðaðar klukkan 22.30, það er klukkan hálf 9 að íslenskum tíma.
Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira