„Við eigum enn þá dálítið inni og við þurfum að sækja það í næstu leikjum“ Kári Mímisson skrifar 21. júlí 2023 21:00 Óskar Hrafn gat leyft sér að brosa eftir leik. Vísir/Diego Það var létt yfir Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara Breiðabliks, eftir 3-1 sigur liðsins á ÍBV nú í kvöld. Blikar kláruðu leikinn í fyrri hálfleik og voru 3-0 yfir í hálfleik. Eyjamenn hresstust mikið við í seinni hálfleik en Blikar náðu þó að sigla þessu tiltölulega sannfærandi heim í seinni hálfleik. „Ég er sáttur með að hafa klárað þennan leik. Við hefðum sennilega getað farið betur með færin og náð að klára hann fyrr en við misstum svona aðeins stjórnina í seinni hluta seinni hálfleiks. Við hefðum geta siglt þessu aðeins þægilegra heim en ÍBV er öflugt lið og það var einhvern veginn alltaf í kortunum að þeir væru að fara að gera áhlaup. Eins og staðan er núna þá sýnist mér að allir hafi sloppið heilir frá þessu og séu í tipptopp standi fyrir þriðjudaginn, þannig að ég er bara sáttur.“ Þú segir að allir hafi sloppið vel en bæði Viktor Karl og Gísli fara út af vellinum eftir að hafa lent í einhverju hnjaski. „Þú mátt nú ekki taka mig upp á því eftir helgi en mér sýnist að þeir séu í lagi. Gísli fékk eitthvað högg og Viktor líka. Þeir ættu að verða klárir á þriðjudaginn.“ Lið Breiðabliks hefur verið að spila vel á undanförnum vikum og slógu eins og flestir vita írsku meistaranna í Shamrock Rovers út úr forkeppni Meistaradeildarinnar. Óskar segist vera sáttur við spilamennsku liðsins en telur þó liðið eiga eitthvað inni. „Ég er alveg þokkalega sáttur. Mér finnst eins og að takturinn sé að koma. Í þessu þétta prógrammi þá hafa menn fundið taktinn. Ég get ekki verið neitt annað en ánægður jafnvel þó að við höfum tapað í undanúrslitum bikarsins gegn KA þar sem þeir áttu bara skínandi leik. Ég er sáttur með margt en margt sem við hefðum líka getað gert betur að mörgu leyti. Við eigum enn þá dálítið inni og við þurfum að sækja það í næstu leikjum.“ Breiðablik mætir danska stórveldinu FC Köbenhavn í næstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Sonur Óskars, Orri Steinn er samningsbundinn FCK og mætast því þeir feðgar í þessum leikjum. Óskar er spenntur fyrir viðureigninni sem hann telur þó eigi eftir að verða ansi erfiða. „Það leggst bara frábærlega í mig. Það verður mjög gaman að mæla okkur við dönsku meistaranna. Lið sem er með gríðarlega hefð og frábæran árangur í Evrópukeppnum undanfarin ár og undanfarna áratugi. Það verður bara virkilega spennandi verkefni enn við verðum að taka á móti þeim hérna á þriðjudaginn, kæfa þá og keyra á þá. Það er eina leiðin okkar á móti þeim.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-1 | Meistararnir kláruðu Eyjamenn í fyrri hálfleik Íslandsmeistarar Breiðabliks eru mættir í 2. sæti Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á ÍBV. Blikar gengu frá dæminu strax í fyrri hálfleik. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 21. júlí 2023 17:15 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
„Ég er sáttur með að hafa klárað þennan leik. Við hefðum sennilega getað farið betur með færin og náð að klára hann fyrr en við misstum svona aðeins stjórnina í seinni hluta seinni hálfleiks. Við hefðum geta siglt þessu aðeins þægilegra heim en ÍBV er öflugt lið og það var einhvern veginn alltaf í kortunum að þeir væru að fara að gera áhlaup. Eins og staðan er núna þá sýnist mér að allir hafi sloppið heilir frá þessu og séu í tipptopp standi fyrir þriðjudaginn, þannig að ég er bara sáttur.“ Þú segir að allir hafi sloppið vel en bæði Viktor Karl og Gísli fara út af vellinum eftir að hafa lent í einhverju hnjaski. „Þú mátt nú ekki taka mig upp á því eftir helgi en mér sýnist að þeir séu í lagi. Gísli fékk eitthvað högg og Viktor líka. Þeir ættu að verða klárir á þriðjudaginn.“ Lið Breiðabliks hefur verið að spila vel á undanförnum vikum og slógu eins og flestir vita írsku meistaranna í Shamrock Rovers út úr forkeppni Meistaradeildarinnar. Óskar segist vera sáttur við spilamennsku liðsins en telur þó liðið eiga eitthvað inni. „Ég er alveg þokkalega sáttur. Mér finnst eins og að takturinn sé að koma. Í þessu þétta prógrammi þá hafa menn fundið taktinn. Ég get ekki verið neitt annað en ánægður jafnvel þó að við höfum tapað í undanúrslitum bikarsins gegn KA þar sem þeir áttu bara skínandi leik. Ég er sáttur með margt en margt sem við hefðum líka getað gert betur að mörgu leyti. Við eigum enn þá dálítið inni og við þurfum að sækja það í næstu leikjum.“ Breiðablik mætir danska stórveldinu FC Köbenhavn í næstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Sonur Óskars, Orri Steinn er samningsbundinn FCK og mætast því þeir feðgar í þessum leikjum. Óskar er spenntur fyrir viðureigninni sem hann telur þó eigi eftir að verða ansi erfiða. „Það leggst bara frábærlega í mig. Það verður mjög gaman að mæla okkur við dönsku meistaranna. Lið sem er með gríðarlega hefð og frábæran árangur í Evrópukeppnum undanfarin ár og undanfarna áratugi. Það verður bara virkilega spennandi verkefni enn við verðum að taka á móti þeim hérna á þriðjudaginn, kæfa þá og keyra á þá. Það er eina leiðin okkar á móti þeim.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-1 | Meistararnir kláruðu Eyjamenn í fyrri hálfleik Íslandsmeistarar Breiðabliks eru mættir í 2. sæti Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á ÍBV. Blikar gengu frá dæminu strax í fyrri hálfleik. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 21. júlí 2023 17:15 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-1 | Meistararnir kláruðu Eyjamenn í fyrri hálfleik Íslandsmeistarar Breiðabliks eru mættir í 2. sæti Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á ÍBV. Blikar gengu frá dæminu strax í fyrri hálfleik. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 21. júlí 2023 17:15