Um er að ræða algjöra lykilmenn í liði Erik ten Hag og verða þeir án alls efa í stóru hlutverki í vetur þegar Man United snýr aftur í Meistaradeild Evrópu. Rashford skrifaði nýverið undir nýjan samning á Old Trafford en myndir af kappanum við undirskriftina vöktu mikla athygli.
Aðeins nokkrum dögum áður hafði Rashford birt myndir af sér við æfingar þegar hann var enn í sumarfríi. Virkaði hann í fantaformi þar. Þegar kom að undirskriftinni var líkt og Rashford hefði bætt á sig þónokkrum kílóum eða einfaldlega hann væri með ofnæmi fyrir einhverju í nærumhverfi sínu. Hann var einfaldlega allur þrútinn.
This is home pic.twitter.com/sJObQa8B0E
— Marcus Rashford (@MarcusRashford) July 18, 2023
Casemiro var ef til vill ekki jafn þrútinn á sínum myndum og Rashford en það má þó áætla að Brasilíumaðurinn hafi notið sumarfrísins. Skiljanlega þar sem hann spilaði 51 leik fyrir Man United á síðustu leiktíð.
Ten Hag vonast eflaust til að geta gefið miðjumanninum örlítið meiri hvíld á komandi leiktíð enda Casemiro orðinn 31 árs og ekkert að yngjast.
Homecoming pic.twitter.com/LdtiHlJ1J8
— Casemiro (@Casemiro) July 15, 2023
Man United er nú statt í Bandaríkjunum þar sem liðið mætir Arsenal, Wrexham, Real Madríd og Borussia Dortmund.