Erlent

Virða að vettugi allar til­raunir til sam­skipta

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ættingjar Travis King segjast hafa miklar áhyggjur af honum. Hann er talinn hafa hlaupið yfir landamærin til Norður-Kóreu.
Ættingjar Travis King segjast hafa miklar áhyggjur af honum. Hann er talinn hafa hlaupið yfir landamærin til Norður-Kóreu. EPA-EFE/JEON HEON-KYUN

Norður-kóresk yfir­völd hafa virt að vettugi allar til­raunir þeirra banda­rísku til þess að eiga í sam­skiptum vegna banda­ríska her­mannsins sem nú er í haldi Norður-Kóreu. Spennan á Kóreu­skaga er gríðar­leg og sam­skiptin lítil sem engin.

Her­maðurinn, Tra­vis King, var hand­samaður þar sem hann var staddur í kynningar­ferð á hinu svo­kallaða sam­eigin­lega öryggis­svæði Norður-og Suður-Kóreu í þorpinu Pan­munjom við landa­mæri ríkjanna tveggja síðast­liðinn þriðju­dag.

„Pentagon hefur reynt að ná sam­bandi við yfir­völd í Norður-Kóreu. Eftir því sem ég kemst næst hefur þeim til­raunum ekki verið svarað,“ hefur breski miðillinn Guar­dian eftir Matt­hew Miller, tals­manni banda­ríska utan­ríkis­ráðu­neytisins.

Miller segir banda­rísk yfir­völd nú vinna að því að nálgast upp­lýsingar um líðan her­mannsins, né hvar hann sé niður­kominn. Her­manninn ætluðu banda­rísk yfir­völd sér að flytja af landi brott og átti hann að vera á leið á flug­völlinn þegar í ljós kom að hann var ekki þar, heldur hafði hann laumað sér í kynningar­ferð til Pan­munjom.

Átti að fara til Banda­ríkjanna

Á­stæða þess að flytja átti King úr landi var sú að hann hafði setið í fangelsi í Suður-Kóreu vegna líkams­á­rásar og skemmdir á lög­reglu­bíl. Til stóð að svipta King titlum sínum í banda­ríska hernum og þá beið hans frekari refsing heima fyrir.

Vitni hafa sagt að King hafi hlaupið sjálf­viljugur yfir landa­mærin til Norður-Kóreu þar sem hann var staddur í kynningar­ferðinni. Þetta hefur þó ekki tekist að fá stað­fest að því er fram kemur í um­fjöllun Guar­dian.

Miðillinn hefur eftir Christine Wormuth, her­mála­ráð­herra Banda­ríkjanna, að King hafi að öllum líkindum ekki verið á góðum stað and­lega þegar hann hafi farið yfir landa­mærin. Mál hans hafi tekið á hann.

„Það getur verið að hann hafi ekki hugsað málin til enda, án þess að við vitum nokkuð um það. Það veldur mér miklum á­hyggjum að hann sé í höndum Norður-Kóreu­manna. Ég óttast það hvernig þeir munu koma fram við hann.“

Fyrsti Banda­ríkja­maðurinn í haldi í fimm ár

Enginn Banda­ríkja­maður hefur verið í haldi Norður-Kóreu­manna síðan að þau slepptu Bruce Byron Lowrance árið 2018. Undan­farna ára­tugi hafa Norður-Kóreu­menn reglu­lega haft banda­ríska ríkis­borgara í haldi.

Þá voru dæmi um það í kalda stríðinu að banda­rískir her­menn færu yfir landa­mærin til Norður-Kóreu sjálf­viljugir. Voru þeir síðar notaðir í norður-kóreskum á­róðurs­myndum.

Guar­dian hefur eftir Leif-Eric Easl­ey, prófessor við Ewha há­skóla í Seoul í Suður-Kóreu, að norður-kóresk yfir­völd muni að öllum líkindum ekki sleppa takinu af King svo glatt. Þeirra bíði hins­vegar hörð viður­lög haldi þau honum til lengri tíma og ó­lík­legt að þau telji það sér í hag til ei­lífðar­nóns.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×