Ákæra sextán Repúblikana í Michigan Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2023 14:25 Mótmælandi veifar fána sem á stendur að Trump hafi sigrað, fyrir utan þinghúsið í Michigan. Trump sigraði ekki. AP/Jake May Ríkissaksóknari Michigan í Bandaríkjunum ákærði í gær sextán Repúblikana sem reyndu að gera sjálfa sig að kjörmönnum í forsetakosningunum 2020. Þannig vildu þeir snúa tapi Donalds Trump í Michigan í sigur. Allt fólkið er ákært í átta liðum fyrir fals, svik og fyrir að hafa skrifað undir skjöl um að þau væru „réttkjörnir og hæfir“ kjörmenn í forsetakosningunum í Michigan árið 2020. AP fréttaveitan segir fólkið standa frammi fyrir allt að fjórtán ára fangelsisvist. Í hópnum eru leiðtogar Repúblikanaflokksins í Michigan. „Þeir voru ekki réttkjörnir né hæfir kjörmenn og hinir stefndu vissu það,“ sagði Dana Nessel, áðurnefndur ríkissaksóknari, í gær. Hún sagði þau hafa brotið af sér í þeirri von um að geta veitt þeim frambjóðanda sem þau styddu kjörmenn Michigan, í stað þess sem kjósendur ríkisins kusu. Nessel sagði fólkið hafa grafið undan trúnni á heilindi kosninga í Michigan. Þau hafi sömuleiðis brotið kosningalög í ríkinu. Trump og stuðningsmenn hans standa frammi fyrir fjölmörgum ákærum og lögsóknum vegna tilrauna þeirra til að snúa úrslitum kosninganna. Kjósa kjörmenn, ekki forseta Forsetakosningar í Bandaríkjunum virka á þann veg að kjósendur ríkja kjósa í raun ekki forseta, heldur svokallaða kjörmenn. Þeir eru alltaf 538 talsins og deilast milli ríkja eftir fjölda þingmanna, en sá fjöldi tekur mið af íbúafjölda. Kjörmennirnir eiga svo að velja þá forsetaframbjóðendur sem kjósendurnir völdu. Í flestum ríkjum fær sá forsetaframbjóðandi sem vinnur þar alla kjörmenn ríkjanna en í nokkrum fá báðir hlutfallslegan fjölda miðað við atkvæði. Árið 2020 fékk Joe Biden, forseti, 50,6 prósent atkvæða í Michigan og þar með alla sextán kjörmenn ríkisins. Donald Trump, fyrrverandi forseti, fékk 47,8 prósent atkvæða. Sjá einnig: Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín Stuðningsmenn Trumps gripu til sambærilegra í sex öðrum ríkjum. Þar skrifuðu þeir undir vottorð þar sem því var haldið fram að Trump hefði sigrað í þessum ríkjum en ekki Biden. Vottorð þessi voru hunsuð en viðleitni þessara stuðningsmanna Trumps hefur verið til rannsóknar. Hin ríkin eru Arisóna, Georgía, Nýja Mexíkó, Nevada, Pennsylvanía og Wisconsin. Verið er að rannsaka hina fölsku kjörmenn í nokkrum þessara ríkja en ekki í þeim öllum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Uppsagnir og óhófleg eyðsla í kosningabaráttu DeSantis Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og forsetaframbjóðandi, hefur þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherferð sinni, en upplýsingar gefa í skyn að óhóflega mikið fjármagn hafi farið í framboð hans miðað við hve stutt baráttan er komin. 16. júlí 2023 12:47 Vill fresta réttarhöldum fram yfir kosningar Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa farið fram á að réttarhöldum yfir honum vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu verði frestað þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember á næsta ári. Þeir segja óréttlátt að rétta yfir Trump á þessu ári, þar sem Trump verði upptekinn við kosningabaráttu og vegna annarra sakamála sem að honum beinast. 11. júlí 2023 09:14 Fox enn í vanda vegna samsæriskenninga Carlson Fox News á enn yfir höfði sér mögulega rándýrt mál vegna sjónvarpsmannsins Tucker Carlson, sem miðillinn lét fjúka fyrr á árinu. Málið varðar eina af samsæriskenningum Carlson, sem hann hefur haldið áfram að halda frammi í nýjum hlaðvarpsþætti sínum. 11. júlí 2023 07:57 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Allt fólkið er ákært í átta liðum fyrir fals, svik og fyrir að hafa skrifað undir skjöl um að þau væru „réttkjörnir og hæfir“ kjörmenn í forsetakosningunum í Michigan árið 2020. AP fréttaveitan segir fólkið standa frammi fyrir allt að fjórtán ára fangelsisvist. Í hópnum eru leiðtogar Repúblikanaflokksins í Michigan. „Þeir voru ekki réttkjörnir né hæfir kjörmenn og hinir stefndu vissu það,“ sagði Dana Nessel, áðurnefndur ríkissaksóknari, í gær. Hún sagði þau hafa brotið af sér í þeirri von um að geta veitt þeim frambjóðanda sem þau styddu kjörmenn Michigan, í stað þess sem kjósendur ríkisins kusu. Nessel sagði fólkið hafa grafið undan trúnni á heilindi kosninga í Michigan. Þau hafi sömuleiðis brotið kosningalög í ríkinu. Trump og stuðningsmenn hans standa frammi fyrir fjölmörgum ákærum og lögsóknum vegna tilrauna þeirra til að snúa úrslitum kosninganna. Kjósa kjörmenn, ekki forseta Forsetakosningar í Bandaríkjunum virka á þann veg að kjósendur ríkja kjósa í raun ekki forseta, heldur svokallaða kjörmenn. Þeir eru alltaf 538 talsins og deilast milli ríkja eftir fjölda þingmanna, en sá fjöldi tekur mið af íbúafjölda. Kjörmennirnir eiga svo að velja þá forsetaframbjóðendur sem kjósendurnir völdu. Í flestum ríkjum fær sá forsetaframbjóðandi sem vinnur þar alla kjörmenn ríkjanna en í nokkrum fá báðir hlutfallslegan fjölda miðað við atkvæði. Árið 2020 fékk Joe Biden, forseti, 50,6 prósent atkvæða í Michigan og þar með alla sextán kjörmenn ríkisins. Donald Trump, fyrrverandi forseti, fékk 47,8 prósent atkvæða. Sjá einnig: Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín Stuðningsmenn Trumps gripu til sambærilegra í sex öðrum ríkjum. Þar skrifuðu þeir undir vottorð þar sem því var haldið fram að Trump hefði sigrað í þessum ríkjum en ekki Biden. Vottorð þessi voru hunsuð en viðleitni þessara stuðningsmanna Trumps hefur verið til rannsóknar. Hin ríkin eru Arisóna, Georgía, Nýja Mexíkó, Nevada, Pennsylvanía og Wisconsin. Verið er að rannsaka hina fölsku kjörmenn í nokkrum þessara ríkja en ekki í þeim öllum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Uppsagnir og óhófleg eyðsla í kosningabaráttu DeSantis Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og forsetaframbjóðandi, hefur þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherferð sinni, en upplýsingar gefa í skyn að óhóflega mikið fjármagn hafi farið í framboð hans miðað við hve stutt baráttan er komin. 16. júlí 2023 12:47 Vill fresta réttarhöldum fram yfir kosningar Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa farið fram á að réttarhöldum yfir honum vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu verði frestað þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember á næsta ári. Þeir segja óréttlátt að rétta yfir Trump á þessu ári, þar sem Trump verði upptekinn við kosningabaráttu og vegna annarra sakamála sem að honum beinast. 11. júlí 2023 09:14 Fox enn í vanda vegna samsæriskenninga Carlson Fox News á enn yfir höfði sér mögulega rándýrt mál vegna sjónvarpsmannsins Tucker Carlson, sem miðillinn lét fjúka fyrr á árinu. Málið varðar eina af samsæriskenningum Carlson, sem hann hefur haldið áfram að halda frammi í nýjum hlaðvarpsþætti sínum. 11. júlí 2023 07:57 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Uppsagnir og óhófleg eyðsla í kosningabaráttu DeSantis Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og forsetaframbjóðandi, hefur þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherferð sinni, en upplýsingar gefa í skyn að óhóflega mikið fjármagn hafi farið í framboð hans miðað við hve stutt baráttan er komin. 16. júlí 2023 12:47
Vill fresta réttarhöldum fram yfir kosningar Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa farið fram á að réttarhöldum yfir honum vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu verði frestað þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember á næsta ári. Þeir segja óréttlátt að rétta yfir Trump á þessu ári, þar sem Trump verði upptekinn við kosningabaráttu og vegna annarra sakamála sem að honum beinast. 11. júlí 2023 09:14
Fox enn í vanda vegna samsæriskenninga Carlson Fox News á enn yfir höfði sér mögulega rándýrt mál vegna sjónvarpsmannsins Tucker Carlson, sem miðillinn lét fjúka fyrr á árinu. Málið varðar eina af samsæriskenningum Carlson, sem hann hefur haldið áfram að halda frammi í nýjum hlaðvarpsþætti sínum. 11. júlí 2023 07:57