Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu byggt á rússneskri lygi Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2023 11:54 Rússar gerðu eina öflugustu loftárás sem þeir hafa gert á Odessa frá upphafi stríðsins í nótt. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á herstöð Rússa á Krímskaga. AP/Roman Chop Rússar gerðu mikla eldflauga- og drónaárás á hafnarborginna Odessa í Úkraínu í nótt. Fjöldi eldflauga og dróna náðu alla leið og ollu miklum skemmdum aðallega á hafnarsvæði borgarinnar. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á rússneska herstöð á suðurhluta Krímskaga. Í morgun hófust Rússar handa um brottflutning rúmlega tvö þúsund íbúa fjögurra þorpa á suðurhluta Krímskaga eftir eldflaugaárás Úkraínumanna á þjálfunarbúðir rússneska hersins. Þar virðast líka hafa verið vopnageymslur því miklar sprengingar hafa verið í búðunum eftir árásina. Rússar gerðu einnig eina öflugustu árás sem þeir hafa gert frá upphafi innrásar þeirra í Úkraínu á hafnarborgina Odessa við Svartahaf í nótt. Odessa er ein fjögurra útflutningshafna Úkraínu fyrir korn og áburð og sú stærsta þeirra. Í fyrradag sögðu Rússar sig frá samkomulagi Sameinuðu þjóðanna fyrir milligöngu Tyrkja sem tryggði útflutning á milljónum tonna af korni og áburði frá Úkraínu. Stöðvun kornútflutnings frá Úkraínu vegna aðgerða Rússa hefur mikil áhrif á matvælaframboð víðs vegar um Afríku og Asíu.AP/Sunday Alamba Það er augljóst samhengi á milli þess að Rússar sögðu sig frá samkomulaginu og árásanna á Odessa. Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið 63 eldflaugum og sprengjudrónum á borgina. Þeim hafi tekist að skjóta niður fjórtán eldflaugar og 23 dróna. Matt MiIller talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins segir brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu nú þegar hafa áhrif í Miðausturlöndum og Afríku. „Það er augljóst að Rússar halda áfram að nota aðgang að mat sem vopn. Að þessu sinni gætir áhrifanna ekki eingöngu í Úkraínu, heldur einnig á framboð á matvælum á heimsvísu. Sextíu og fimm prósent af þessum kornförmum hafa farið til veikburða landa og þjóða. Heimurinn ætti ekki að láta blekkjast af en einni lyginni frá Rússum,“ segir Miller. Áður en samkomulagið var gert hefði matvælaverð í heiminum hækkað um 22 prósent en síðan lækkað og náð jafnvægi með gildistöku samkomulagsins í fyrra. Nú væri verðið strax farið að hækka. Gífurlega harðir bardagar milli Úkraínumanna og Rússa hafa staðið yfir mánuðum saman við borgina Bakhmut á austurvígstöðvunum. Hér hleypir úkraínskur hermaður af fallbyssu skammt frá Bakhmut.AP/Libkos Miller segir að það væri rússnesk lygi að Vesturlönd hefðu sett hömlur á kornútflutning Rússa. Þeir græddu á tá og fingri á kornútflutningi sínum. Enda næðu refsiaðgerðir Vesturlanda og Sameinuðu þjóðanna ekki til útflutnings Rússa á matvælum. Það væri því skorað á Rússa að koma aftur að kornsamkomulaginu. „Við vonum að ríki heims séu að fylgjast með þessari þróun mála. Þá blasir við að það eru Rússar sem bera ábyrgð á því að koma í veg fyrir að matvæli berist fólki sem á þeim þurfa að halda. Það eru Rússar sem þurfa að breyta stefnu sinni án tafar,“ segir Matt Miller talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sameinuðu þjóðirnar Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir „Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. 19. júlí 2023 08:21 Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulagi fordæmt um allan heim Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna auk leiðtoga fjölmargra ríkja hafa í dag fordæmt ákvörðun Rússa um að segja sig frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu. 18. júlí 2023 19:41 Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Í morgun hófust Rússar handa um brottflutning rúmlega tvö þúsund íbúa fjögurra þorpa á suðurhluta Krímskaga eftir eldflaugaárás Úkraínumanna á þjálfunarbúðir rússneska hersins. Þar virðast líka hafa verið vopnageymslur því miklar sprengingar hafa verið í búðunum eftir árásina. Rússar gerðu einnig eina öflugustu árás sem þeir hafa gert frá upphafi innrásar þeirra í Úkraínu á hafnarborgina Odessa við Svartahaf í nótt. Odessa er ein fjögurra útflutningshafna Úkraínu fyrir korn og áburð og sú stærsta þeirra. Í fyrradag sögðu Rússar sig frá samkomulagi Sameinuðu þjóðanna fyrir milligöngu Tyrkja sem tryggði útflutning á milljónum tonna af korni og áburði frá Úkraínu. Stöðvun kornútflutnings frá Úkraínu vegna aðgerða Rússa hefur mikil áhrif á matvælaframboð víðs vegar um Afríku og Asíu.AP/Sunday Alamba Það er augljóst samhengi á milli þess að Rússar sögðu sig frá samkomulaginu og árásanna á Odessa. Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið 63 eldflaugum og sprengjudrónum á borgina. Þeim hafi tekist að skjóta niður fjórtán eldflaugar og 23 dróna. Matt MiIller talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins segir brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu nú þegar hafa áhrif í Miðausturlöndum og Afríku. „Það er augljóst að Rússar halda áfram að nota aðgang að mat sem vopn. Að þessu sinni gætir áhrifanna ekki eingöngu í Úkraínu, heldur einnig á framboð á matvælum á heimsvísu. Sextíu og fimm prósent af þessum kornförmum hafa farið til veikburða landa og þjóða. Heimurinn ætti ekki að láta blekkjast af en einni lyginni frá Rússum,“ segir Miller. Áður en samkomulagið var gert hefði matvælaverð í heiminum hækkað um 22 prósent en síðan lækkað og náð jafnvægi með gildistöku samkomulagsins í fyrra. Nú væri verðið strax farið að hækka. Gífurlega harðir bardagar milli Úkraínumanna og Rússa hafa staðið yfir mánuðum saman við borgina Bakhmut á austurvígstöðvunum. Hér hleypir úkraínskur hermaður af fallbyssu skammt frá Bakhmut.AP/Libkos Miller segir að það væri rússnesk lygi að Vesturlönd hefðu sett hömlur á kornútflutning Rússa. Þeir græddu á tá og fingri á kornútflutningi sínum. Enda næðu refsiaðgerðir Vesturlanda og Sameinuðu þjóðanna ekki til útflutnings Rússa á matvælum. Það væri því skorað á Rússa að koma aftur að kornsamkomulaginu. „Við vonum að ríki heims séu að fylgjast með þessari þróun mála. Þá blasir við að það eru Rússar sem bera ábyrgð á því að koma í veg fyrir að matvæli berist fólki sem á þeim þurfa að halda. Það eru Rússar sem þurfa að breyta stefnu sinni án tafar,“ segir Matt Miller talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sameinuðu þjóðirnar Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir „Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. 19. júlí 2023 08:21 Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulagi fordæmt um allan heim Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna auk leiðtoga fjölmargra ríkja hafa í dag fordæmt ákvörðun Rússa um að segja sig frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu. 18. júlí 2023 19:41 Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
„Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. 19. júlí 2023 08:21
Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulagi fordæmt um allan heim Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna auk leiðtoga fjölmargra ríkja hafa í dag fordæmt ákvörðun Rússa um að segja sig frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu. 18. júlí 2023 19:41
Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent