„Þeim leið bara illa frá fyrstu mínútu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. júlí 2023 21:21 Eggert Aron skoraði annað mark Stjörnunnar í kvöld. Vísir/Diego „Þetta var bara frábær sigur. Við gefumst aldrei upp og þeim leið bara illa frá fyrstu mínútu,“ sagði Eggert aron Guðmundsson, sem skoraði annað mark Stjörnunnar er liðið vann 2-0 sigur gegn Val í kvöld. „Við sýndum bara hversu góðir við getum verið og við höldum áfram frá 5-0 sigrinum á móti FH. Þetta var bara frábær frammistaða í alla staði.“ Hann ítrekar að hann og liðsfélagar hans hafi látið Valsmönnum líða illa. „Já, þetta eru frábærir leikmenn þarna, en við létum þeim líða illa með því að vera aggresívir í öllum návígum. Við settum tóninn frá byrjun og þeir voru bara í köðlunum.“ Stjörnumenn voru án síns besta manns í sumar, Ísaks Andra Sigurgeirssonar, sem er á leið frá liðinu og út fyrir landsteinana. Eggert segir það þó ekki hafa haft áhrif á undirbúning liðsins. „Það er náttúrulega leiðinlegt að missa Ísak en við erum frábært lið og hann er frábær leikmaður. Ef hann fer út þá óska ég honum bara góðs gengis, en við sýndum bara í dag að við erum frábært lið. Við erum með góða einstaklinga, en við sýndum það í dag að við erum með frábæra liðsheild og þegar við erum á okkar degi vinnum við öll lið.“ Þá segir Eggert að hans eigið sjálfstraust sé í botni eftir að hafa staðið sig vel með U19 ára landsliðinu á dögunum. „Það má alveg segja það. Mér gekk vel úti og þetta var frábær ferð í alla staði. Ég mun aldrei gleyma þessu. Sjálfstaustið sýndi sig bara í dag og ég átti góðan leik.“ Hann var svo að sjálfsögðu sáttur með markið sem hann skoraði í kvöld, en hefði þó viljað gera aðeins betur. „Þetta var bara fínasta mark, en ég viðurkenni alveg að ég hefði viljað fastara skot. En það er alltaf gaman að sjá hann inni í markinu.“ Stjörnumenn hafa aðeins tapað einum leik í seinustu fimm deildarleikjum og liðið er búið að slíta sig frá botnbaráttunni og komið upp í efri hlutann. „Þessi deild er náttúrulega bara eins og hún er. Þetta er Besta-deildin og það er fjör í henni. Einn sigur gefur manni bara eitthvað nýtt hlutverk,“ sagði Eggert að lokum. Besta deild karla Stjarnan Valur Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 2-0 | Stjarnan í efri hlutann en Valur að missa af toppliðinu Stjarnan vann nokkuð öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Val á Samsung-vellinum í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Stjörnumenn stukku upp um þrjú sæti með sigrinum, en Valsmönnum mistókst að minnka bilið í topplið Víkings. 17. júlí 2023 21:05 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„Við sýndum bara hversu góðir við getum verið og við höldum áfram frá 5-0 sigrinum á móti FH. Þetta var bara frábær frammistaða í alla staði.“ Hann ítrekar að hann og liðsfélagar hans hafi látið Valsmönnum líða illa. „Já, þetta eru frábærir leikmenn þarna, en við létum þeim líða illa með því að vera aggresívir í öllum návígum. Við settum tóninn frá byrjun og þeir voru bara í köðlunum.“ Stjörnumenn voru án síns besta manns í sumar, Ísaks Andra Sigurgeirssonar, sem er á leið frá liðinu og út fyrir landsteinana. Eggert segir það þó ekki hafa haft áhrif á undirbúning liðsins. „Það er náttúrulega leiðinlegt að missa Ísak en við erum frábært lið og hann er frábær leikmaður. Ef hann fer út þá óska ég honum bara góðs gengis, en við sýndum bara í dag að við erum frábært lið. Við erum með góða einstaklinga, en við sýndum það í dag að við erum með frábæra liðsheild og þegar við erum á okkar degi vinnum við öll lið.“ Þá segir Eggert að hans eigið sjálfstraust sé í botni eftir að hafa staðið sig vel með U19 ára landsliðinu á dögunum. „Það má alveg segja það. Mér gekk vel úti og þetta var frábær ferð í alla staði. Ég mun aldrei gleyma þessu. Sjálfstaustið sýndi sig bara í dag og ég átti góðan leik.“ Hann var svo að sjálfsögðu sáttur með markið sem hann skoraði í kvöld, en hefði þó viljað gera aðeins betur. „Þetta var bara fínasta mark, en ég viðurkenni alveg að ég hefði viljað fastara skot. En það er alltaf gaman að sjá hann inni í markinu.“ Stjörnumenn hafa aðeins tapað einum leik í seinustu fimm deildarleikjum og liðið er búið að slíta sig frá botnbaráttunni og komið upp í efri hlutann. „Þessi deild er náttúrulega bara eins og hún er. Þetta er Besta-deildin og það er fjör í henni. Einn sigur gefur manni bara eitthvað nýtt hlutverk,“ sagði Eggert að lokum.
Besta deild karla Stjarnan Valur Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 2-0 | Stjarnan í efri hlutann en Valur að missa af toppliðinu Stjarnan vann nokkuð öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Val á Samsung-vellinum í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Stjörnumenn stukku upp um þrjú sæti með sigrinum, en Valsmönnum mistókst að minnka bilið í topplið Víkings. 17. júlí 2023 21:05 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Valur 2-0 | Stjarnan í efri hlutann en Valur að missa af toppliðinu Stjarnan vann nokkuð öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Val á Samsung-vellinum í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Stjörnumenn stukku upp um þrjú sæti með sigrinum, en Valsmönnum mistókst að minnka bilið í topplið Víkings. 17. júlí 2023 21:05