Arsene Wenger trúir því að Arsenal vinni titilinn eftir komu Rice Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2023 12:00 Declan Rice var endanlega staðfestur sem leikmaður Arsenal um helgina. Félagið ætlar sér stóra hluti með enska landsliðsmiðjumanninn innanborðs. Getty/David Price Arsene Wenger er síðasti knattspyrnustjórinn til að gera Arsenal að Englandsmeisturum fyrir að verða tuttugu árum en Frakkinn hefur trú að það breytist á komandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal hefur eytt stórum fjárhæðum í öfluga leikmenn í sumar og var í efsta sætinu stærsta hluta síðasta tímabils áður en liðið gaf eftir í baráttunni við Manchester City. Nú síðast gekk félagið frá kaupunum á enska landsliðsmiðjumanninum Declan Rice. Arsene Wenger on Rice: I think it is a good investment, Overall, personally I think they have made good buys as they are players who are now mature, 23,24, and still young so can stay together for a few years. I had to cope with no money at all, so you have to find a pic.twitter.com/uyN4Q7if01— afcsphere (@afcsphere) July 16, 2023 Hefði Wenger eytt 105 milljónum punda í Declan Rice? „Ef ég hefði svo mikla peninga, af hverju ekki? Áður fyrr höfðum við engan pening og urðum að fara aðra leið. Nú stendur Arsenal vel fjárhagslega og er að fjárfesta í leikmönnum sem þeir trúa að geti fært liðinu titilinn,“ sagði Arsene Wenger í viðtali á Eurosport. „Þetta er mjög góð fjárfesting. Heilt yfir er ég er mjög ánægður með þessi kaup liðsins í sumar og tel að þetta séu rétt kaup. Þetta eru allt þroskaðir leikmenn í kringum 23 til 24 ára sem eru enn ungir,“ sagði Wenger. „Þeir geta verið saman í mörg ár en þa verður auðvitað meiri pressa á þeim á þessu tímabili heldur en í fyrra. Þeir lærðu mjög mikið á síðasta tímabili og þeir geta sýnt að þeir ráði betur við slíka pressu,“ sagði Wenger. Hverjar telur Wenger vera líkurnar á því að Arsenal vinni sinni fyrsta enska meistaratitil síðan 2004? „Ég hef trú á því að við vinnum meistaratitilinn og svo einfalt er það. Ég hef minni efasemdir um Arsenal en hjólakeppnina í dag,“ sagði Wenger en viðtalið var tekið á Tour de France. Það má sjá þetta hér fyrir neðan en til að sjá myndbandið með viðtalinu verði að fletta til hægri. View this post on Instagram A post shared by Eurosport (@eurosport) Enski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjá meira
Arsenal hefur eytt stórum fjárhæðum í öfluga leikmenn í sumar og var í efsta sætinu stærsta hluta síðasta tímabils áður en liðið gaf eftir í baráttunni við Manchester City. Nú síðast gekk félagið frá kaupunum á enska landsliðsmiðjumanninum Declan Rice. Arsene Wenger on Rice: I think it is a good investment, Overall, personally I think they have made good buys as they are players who are now mature, 23,24, and still young so can stay together for a few years. I had to cope with no money at all, so you have to find a pic.twitter.com/uyN4Q7if01— afcsphere (@afcsphere) July 16, 2023 Hefði Wenger eytt 105 milljónum punda í Declan Rice? „Ef ég hefði svo mikla peninga, af hverju ekki? Áður fyrr höfðum við engan pening og urðum að fara aðra leið. Nú stendur Arsenal vel fjárhagslega og er að fjárfesta í leikmönnum sem þeir trúa að geti fært liðinu titilinn,“ sagði Arsene Wenger í viðtali á Eurosport. „Þetta er mjög góð fjárfesting. Heilt yfir er ég er mjög ánægður með þessi kaup liðsins í sumar og tel að þetta séu rétt kaup. Þetta eru allt þroskaðir leikmenn í kringum 23 til 24 ára sem eru enn ungir,“ sagði Wenger. „Þeir geta verið saman í mörg ár en þa verður auðvitað meiri pressa á þeim á þessu tímabili heldur en í fyrra. Þeir lærðu mjög mikið á síðasta tímabili og þeir geta sýnt að þeir ráði betur við slíka pressu,“ sagði Wenger. Hverjar telur Wenger vera líkurnar á því að Arsenal vinni sinni fyrsta enska meistaratitil síðan 2004? „Ég hef trú á því að við vinnum meistaratitilinn og svo einfalt er það. Ég hef minni efasemdir um Arsenal en hjólakeppnina í dag,“ sagði Wenger en viðtalið var tekið á Tour de France. Það má sjá þetta hér fyrir neðan en til að sjá myndbandið með viðtalinu verði að fletta til hægri. View this post on Instagram A post shared by Eurosport (@eurosport)
Enski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjá meira