Uppsagnir og óhófleg eyðsla í kosningabaráttu DeSantis Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. júlí 2023 12:47 Kosningabarátta DeSantis hefur farið heldur brösulega af stað. AP Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og forsetaframbjóðandi, hefur þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherferð sinni, en upplýsingar gefa í skyn að óhóflega mikið fjármagn hafi farið í framboð hans miðað við hve stutt baráttan er komin. DeSantis tilkynnti forsetaframboð sitt í lok maí þessa árs. Þá sagðist hann vera sá eini í forvali Repúblíkana sem eigi möguleika á að hafa betur gegn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í kosningunum á næsta ári. Sá viðburður gekk ekki áfallalaust fyrir sig en mikið bar á tæknilegum vandræðum sem skyggðu á DeSantis. Minna en tveimur mánuðum eftir að DeSantis tilkynnti forsetaframboðið hefur hann þegar átt í erfiðleikum með að halda í fylgi og lotið í lægra haldi gegn Donald Trump í opinberum skoðanakönnunum. Þá hefur hann þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherfeð sinni. Ekki er vitað með vissu hve mörgum hann hefur sagt upp en samkvæmt frétt The New York Times eru þeir færri en tíu. Að auki eru horfurnar slæmar í tengslum við fjármögnun á kosningabaráttu DeSantis. Fjöldi mikilvægra bakhjarla sem höfðu gefið honum gaum eru nú óvissir um framgöngu hans í kosningunum. Þrjár milljónir dollara eftir forkosningar Í fjárhagsuppgjöri DeSantis við alríkisjörstjórn Bandaríkjanna kemur fram að hann hafi safnað um tuttugu milljón dollurum fyrir herferðinni en hafi þegar eytt átta milljónum. Af tólf milljónum sem hann á eftir má hann eyða í mesta lagi níu milljónum í forkosningunum. Þá telur það sem eftir stendur í eiginlegu kosningunum, komist hann svo langt. Þá kemur einnig fram að hann hafi ráðið óvenjulega marga starfsmenn miðað við hve langt er í kosningar. Að auki hafi óhóflega mikið fjármagn farið í ferðalög DeSantis, sér í lagi flugferðir með einkaflugvélum, og stafrænar auglýsingar. Þá hafi hann greitt WinRed, fyrirtæki sem tekur á móti fjárframlögum til frambjóðenda, eina milljón dollara. Kunnuglegt stef Til eru fleiri dæmi um að frambjóðendur eyði of miklum peningum sem leiðir til vandræða í forkosningum Repúblíkanaflokksins. Scott Walker, fyrrverandi ríkisstjóri Wisconsin-ríkis, neyddist til að draga forsetaframboð sitt til baka í september árið 2015 vegna þess að hann var í mikilli skuld. Frambjóðendur Repúblíkanaflokksins til forseta Bandaríkjanna eru nú tólf talsins. Meðal þeirra eru Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Mike Pence fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og Will Hurd, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblíkanaflokksins frá Texas. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Tengdar fréttir Gagnrýnandi Trump býður sig fram gegn honum Will Hurd, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas, skilaði inn formlegu framboði í forvali flokksins fyrir forsetakosningar næsta árs í dag. Hurd skaut föstum skotum að Donald Trump þegar hann tilkynnti um framboðið. 22. júní 2023 15:47 Pence býður sig fram Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninga sem haldnar verða á næsta ári. Mun hann því aftur fara gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta, en forsetatíð hans endaði á árásinni á þinghúsið þar sem stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur. 5. júní 2023 15:51 DeSantis staðfestir forsetaframboð sitt Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýst formlega yfir framboði sínu til forseta Bandaríkjanna. DeSantis hefur sagst vera sá eini í forvali Repúblikana sem eigi möguleika á að skáka Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í komandi kosningum. 24. maí 2023 23:30 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
DeSantis tilkynnti forsetaframboð sitt í lok maí þessa árs. Þá sagðist hann vera sá eini í forvali Repúblíkana sem eigi möguleika á að hafa betur gegn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í kosningunum á næsta ári. Sá viðburður gekk ekki áfallalaust fyrir sig en mikið bar á tæknilegum vandræðum sem skyggðu á DeSantis. Minna en tveimur mánuðum eftir að DeSantis tilkynnti forsetaframboðið hefur hann þegar átt í erfiðleikum með að halda í fylgi og lotið í lægra haldi gegn Donald Trump í opinberum skoðanakönnunum. Þá hefur hann þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherfeð sinni. Ekki er vitað með vissu hve mörgum hann hefur sagt upp en samkvæmt frétt The New York Times eru þeir færri en tíu. Að auki eru horfurnar slæmar í tengslum við fjármögnun á kosningabaráttu DeSantis. Fjöldi mikilvægra bakhjarla sem höfðu gefið honum gaum eru nú óvissir um framgöngu hans í kosningunum. Þrjár milljónir dollara eftir forkosningar Í fjárhagsuppgjöri DeSantis við alríkisjörstjórn Bandaríkjanna kemur fram að hann hafi safnað um tuttugu milljón dollurum fyrir herferðinni en hafi þegar eytt átta milljónum. Af tólf milljónum sem hann á eftir má hann eyða í mesta lagi níu milljónum í forkosningunum. Þá telur það sem eftir stendur í eiginlegu kosningunum, komist hann svo langt. Þá kemur einnig fram að hann hafi ráðið óvenjulega marga starfsmenn miðað við hve langt er í kosningar. Að auki hafi óhóflega mikið fjármagn farið í ferðalög DeSantis, sér í lagi flugferðir með einkaflugvélum, og stafrænar auglýsingar. Þá hafi hann greitt WinRed, fyrirtæki sem tekur á móti fjárframlögum til frambjóðenda, eina milljón dollara. Kunnuglegt stef Til eru fleiri dæmi um að frambjóðendur eyði of miklum peningum sem leiðir til vandræða í forkosningum Repúblíkanaflokksins. Scott Walker, fyrrverandi ríkisstjóri Wisconsin-ríkis, neyddist til að draga forsetaframboð sitt til baka í september árið 2015 vegna þess að hann var í mikilli skuld. Frambjóðendur Repúblíkanaflokksins til forseta Bandaríkjanna eru nú tólf talsins. Meðal þeirra eru Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Mike Pence fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og Will Hurd, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblíkanaflokksins frá Texas.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Tengdar fréttir Gagnrýnandi Trump býður sig fram gegn honum Will Hurd, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas, skilaði inn formlegu framboði í forvali flokksins fyrir forsetakosningar næsta árs í dag. Hurd skaut föstum skotum að Donald Trump þegar hann tilkynnti um framboðið. 22. júní 2023 15:47 Pence býður sig fram Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninga sem haldnar verða á næsta ári. Mun hann því aftur fara gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta, en forsetatíð hans endaði á árásinni á þinghúsið þar sem stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur. 5. júní 2023 15:51 DeSantis staðfestir forsetaframboð sitt Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýst formlega yfir framboði sínu til forseta Bandaríkjanna. DeSantis hefur sagst vera sá eini í forvali Repúblikana sem eigi möguleika á að skáka Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í komandi kosningum. 24. maí 2023 23:30 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Gagnrýnandi Trump býður sig fram gegn honum Will Hurd, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas, skilaði inn formlegu framboði í forvali flokksins fyrir forsetakosningar næsta árs í dag. Hurd skaut föstum skotum að Donald Trump þegar hann tilkynnti um framboðið. 22. júní 2023 15:47
Pence býður sig fram Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninga sem haldnar verða á næsta ári. Mun hann því aftur fara gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta, en forsetatíð hans endaði á árásinni á þinghúsið þar sem stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur. 5. júní 2023 15:51
DeSantis staðfestir forsetaframboð sitt Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýst formlega yfir framboði sínu til forseta Bandaríkjanna. DeSantis hefur sagst vera sá eini í forvali Repúblikana sem eigi möguleika á að skáka Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í komandi kosningum. 24. maí 2023 23:30