Skutu geimfari af stað til tunglsins í þriðja sinn Samúel Karl Ólason skrifar 14. júlí 2023 15:03 Geimfarið Chandrayaan-3 á leið til tunglsins. AP/Aijaz Rahi Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands (Isro) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Farið nefnist Chandrayaan en þetta er í þriðja sinn Indverjar skjóta tunglfari út í geim en þeir vilja verða fyrstir til að lenda fari á suðurpól tunglsins. Um borð í Chandrayaan-3 er gervihnöttur, lendingarfar og dróni og stendur til að reyna að lenda farinu og drónanum 23. eða 24. ágúst. Takist það yrðu Indverjar þeir fjórðu til að takast lending af þessu tagi á tunglinu, á eftir Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og Kína. Í frétt BBC segir að þúsundir hafi fylgst með upphafi ferðar Chandrayaan frá skotpallinum og mikil fagnaðarlæti hafi brotist út þegar eldflaugin tók á loft. LAUNCH! ISRO's Launch Vehicle Mark 3 (LVM3) launches the Chandrayaan-3 lunar lander mission from the Second Launch Pad at the Satish Dhawan Space Centre in Sriharikota, India.Overview:https://t.co/LNPuTvjWsz - by Justin Davenport (@Bubbinski)ISRO livestream: pic.twitter.com/eHl6F3WL6W— Chris Bergin - NSF (@NASASpaceflight) July 14, 2023 Þrettán ár eru liðin frá því Chandrayaan-1 var skotið til tunglsins, en það geimfar var notað til rannsókna á sporbraut. Chandrayaan-2 var skotið til tunglsins árið 2019 en þá var reynt að lenda lendingarfarinu Vikram. Sú lending misheppnaðist þó og lendingarfarið brotlenti. Geimfarið verður á braut um jörðina og mun á endanum nota þyngdarkraft jarðarinnar til að fljúga til tunglsins. Lendingarfar Chandrayaan-3 kallast einnig Vikram en er um eitt og hálft tonn að þyngd. Undir því er 26 kílóa þjarki sem heitir Pragyaan en það þýðir viska á sanskrít. Þjarkan á að nota til að safna gögnum af yfirborði tunglsins og senda þau aftur til jarðarinnar. Suðurpóll tunglsins hefur lítið verið rannsakaður. Stór hluti svæðisins er hulinn skugga og þykir þess vegna mögulegt að þar megi finna ís í djúpum gígum á yfirborðinu. Indland Geimurinn Tunglið Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Um borð í Chandrayaan-3 er gervihnöttur, lendingarfar og dróni og stendur til að reyna að lenda farinu og drónanum 23. eða 24. ágúst. Takist það yrðu Indverjar þeir fjórðu til að takast lending af þessu tagi á tunglinu, á eftir Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og Kína. Í frétt BBC segir að þúsundir hafi fylgst með upphafi ferðar Chandrayaan frá skotpallinum og mikil fagnaðarlæti hafi brotist út þegar eldflaugin tók á loft. LAUNCH! ISRO's Launch Vehicle Mark 3 (LVM3) launches the Chandrayaan-3 lunar lander mission from the Second Launch Pad at the Satish Dhawan Space Centre in Sriharikota, India.Overview:https://t.co/LNPuTvjWsz - by Justin Davenport (@Bubbinski)ISRO livestream: pic.twitter.com/eHl6F3WL6W— Chris Bergin - NSF (@NASASpaceflight) July 14, 2023 Þrettán ár eru liðin frá því Chandrayaan-1 var skotið til tunglsins, en það geimfar var notað til rannsókna á sporbraut. Chandrayaan-2 var skotið til tunglsins árið 2019 en þá var reynt að lenda lendingarfarinu Vikram. Sú lending misheppnaðist þó og lendingarfarið brotlenti. Geimfarið verður á braut um jörðina og mun á endanum nota þyngdarkraft jarðarinnar til að fljúga til tunglsins. Lendingarfar Chandrayaan-3 kallast einnig Vikram en er um eitt og hálft tonn að þyngd. Undir því er 26 kílóa þjarki sem heitir Pragyaan en það þýðir viska á sanskrít. Þjarkan á að nota til að safna gögnum af yfirborði tunglsins og senda þau aftur til jarðarinnar. Suðurpóll tunglsins hefur lítið verið rannsakaður. Stór hluti svæðisins er hulinn skugga og þykir þess vegna mögulegt að þar megi finna ís í djúpum gígum á yfirborðinu.
Indland Geimurinn Tunglið Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira