James heiðraður í Eyjum: „Svo bara verður gaman eftir leikinn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. júlí 2023 13:09 Hermann Hreiðarsson hlakkar til að heiðra fyrrum félagann David James. Vísir/Samsett David James verður heiðraður í kringum leik ÍBV og Fram í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Goslokahátíð stendur yfir í Eyjum og verður mikið um dýrðir. „Þetta er bara æðislegt og mikil gleði í bænum. Það verða fleiri á vellinum og þetta er alltaf eins þegar þessar hátíðir eru, hvort sem er á þjóðhátíð eða goslokum. Það er aukinn kraftur í bænum,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Vísi. Aðeins stig aðskilur ÍBV og Fram í töflunni í jöfnum neðri hluta. Stjarnan og Fram eru með 14 stig í 8.-9. sæti en ÍBV með 13 í því tíunda, stigi ofar en Fylkir sem er í efra fallsætinu. ÍBV getur þá farið alla leið upp í sjöunda sæti og jafnað þar HK að stigum með sigri. Aðspurður um þennan sex stiga leik segir Hermann: „Þeir eru það svo sem margir, sex stiga leikirnir. Það eru kannski þessi þrjú efstu lið sem eru aðeins á undan en allir aðrir leikir eru sex stiga leikir. Við erum búnir að undirbúa okkur vel, haft góðan tíma til þess og mætum klárir. Það hefur verið stígandi í þessu og stemningin góð. Það er að komast takturinn í þetta sem var seinni hlutann í fyrra,“ Hermann Hreiðarsson og David James. Fjör eftir leik David James lék um nokkurra ára skeið með Hermanni í Portsmouth á Englandi en hann á hundruði leikja að baki í ensku úrvalsdeildinni, líkt og Hermann. Þegar Hermann var þjálfari ÍBV sumarið 2013 og liðið vantaði markvörð fékk hann James til að vera á milli stanganna og er hann á meðal stærri prófíla sem leikið hefur í efstu deild á Íslandi. „Hann er kominn til landsins og verður heiðursgestur. Hann er auðvitað eitt af stærstu nöfnunum sem hefur spilað í deildinni og fyrir ÍBV. Það var engin spurning um að gera þetta,“ „Hann datt hérna inn í samfélgið eins og ekkert væri á sínum tíma, fyrir tíu árum, það er skemmtilegt fyrir okkur að geta heiðrað hann og honum þykir það bara mikill heiður því hann átti frábæran tíma hérna,“ Og hann getur þá fengið að njóta sín á bæjarhátíðinni í kaupbæti? „Já, svo bara verður gaman eftir leikinn,“ segir Hermann. Leikur ÍBV og Fram hefst klukkan 16:00 og verður í beinni á Stöð 2 Besta deildin 2. Þá mætast Keflavík og Víkingur klukkan 17:00 og verður sá leikur í beinni á Stöð 2 Sport. Tveir leikir fara fram í Bestu deild kvenna í dag. Breiðablik mætir Keflavík klukkan 14:00 í beinni á Stöð 2 Besta deildin og leikur Stjörnunnar og Þróttar klukkan 17:00 verður beint á Stöð 2 Sport 5. Leikir dagsins karlamegin, sem og leikur Breiðabliks við Fylki í gær, verða gerðir upp af Kjartani Atla Kjartanssyni í Bestu tilþrifunum klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport, strax að leik Keflavíkur og Víkings loknum. Besta deild karla ÍBV Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
„Þetta er bara æðislegt og mikil gleði í bænum. Það verða fleiri á vellinum og þetta er alltaf eins þegar þessar hátíðir eru, hvort sem er á þjóðhátíð eða goslokum. Það er aukinn kraftur í bænum,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Vísi. Aðeins stig aðskilur ÍBV og Fram í töflunni í jöfnum neðri hluta. Stjarnan og Fram eru með 14 stig í 8.-9. sæti en ÍBV með 13 í því tíunda, stigi ofar en Fylkir sem er í efra fallsætinu. ÍBV getur þá farið alla leið upp í sjöunda sæti og jafnað þar HK að stigum með sigri. Aðspurður um þennan sex stiga leik segir Hermann: „Þeir eru það svo sem margir, sex stiga leikirnir. Það eru kannski þessi þrjú efstu lið sem eru aðeins á undan en allir aðrir leikir eru sex stiga leikir. Við erum búnir að undirbúa okkur vel, haft góðan tíma til þess og mætum klárir. Það hefur verið stígandi í þessu og stemningin góð. Það er að komast takturinn í þetta sem var seinni hlutann í fyrra,“ Hermann Hreiðarsson og David James. Fjör eftir leik David James lék um nokkurra ára skeið með Hermanni í Portsmouth á Englandi en hann á hundruði leikja að baki í ensku úrvalsdeildinni, líkt og Hermann. Þegar Hermann var þjálfari ÍBV sumarið 2013 og liðið vantaði markvörð fékk hann James til að vera á milli stanganna og er hann á meðal stærri prófíla sem leikið hefur í efstu deild á Íslandi. „Hann er kominn til landsins og verður heiðursgestur. Hann er auðvitað eitt af stærstu nöfnunum sem hefur spilað í deildinni og fyrir ÍBV. Það var engin spurning um að gera þetta,“ „Hann datt hérna inn í samfélgið eins og ekkert væri á sínum tíma, fyrir tíu árum, það er skemmtilegt fyrir okkur að geta heiðrað hann og honum þykir það bara mikill heiður því hann átti frábæran tíma hérna,“ Og hann getur þá fengið að njóta sín á bæjarhátíðinni í kaupbæti? „Já, svo bara verður gaman eftir leikinn,“ segir Hermann. Leikur ÍBV og Fram hefst klukkan 16:00 og verður í beinni á Stöð 2 Besta deildin 2. Þá mætast Keflavík og Víkingur klukkan 17:00 og verður sá leikur í beinni á Stöð 2 Sport. Tveir leikir fara fram í Bestu deild kvenna í dag. Breiðablik mætir Keflavík klukkan 14:00 í beinni á Stöð 2 Besta deildin og leikur Stjörnunnar og Þróttar klukkan 17:00 verður beint á Stöð 2 Sport 5. Leikir dagsins karlamegin, sem og leikur Breiðabliks við Fylki í gær, verða gerðir upp af Kjartani Atla Kjartanssyni í Bestu tilþrifunum klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport, strax að leik Keflavíkur og Víkings loknum.
Besta deild karla ÍBV Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira