Saksóknarar í leyniskjalamáli Trump fá hótanir Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2023 10:43 Trump sætir ákæru fyrir misferli með leyniskjöl. Saksóknarar í málinu fá nú að kenna á heift stuðningsmanna hans. AP/Chris Carlson Hægriöfgasinnaðir stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hafa hótað saksóknurum sem sækja hann til saka fyrir meðferð sína á leyniskjölum. Þeir hafa meðal annars birt nöfn þeirra og persónuupplýsingar á netinu. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins ákærði Trump fyrir misferli með ríkisleyndarmál í síðasta mánuði. Málið snýst um hundruð leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti árið 2021 og neitaði að skila alríkisyfirvöldum þegar eftir því var leitað. Washington Post segir að saksóknarnir í málinu sæti nú hótunum og ógnunum bæði á netinu og annars staðar. Stuðningsmenn Trump hafi meðal annars birt nöfn þeirra á netinu, hótað þeim og stundum birt upplýsingar um einkalíf þeirra. Alríkislögreglan FBI segir hótanir í garð löggæsluaðila hættulegar. Hún meti og bregðist við slíkum hótunum eftir atvikum. Ræðst á saksóknara og dómara á samfélagsmiðlum Dómsmálaráðuneytið er sagt hafa brugðist við með því að reyna að koma í veg að nöfn saksóknara og lögreglumanna sem vinna að máli Trump birtist opinberlega í opinberum skjölum og á nefndarfundum Bandaríkjaþings. Það er þó sagt hægara sagt en gert það sem nöfn þeirra komi fram í dómskjölum sem eru opinber auk þess sem Trump hefur aðgang að upplýsingum um þá og vitni sem sakborningur í málinu. Trump hefur nýtt sér það til þess að ráðast á rannsakendur sína á samfélagsmiðlum, þar á meðal Jack Smith, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, og dómara sem fer með annað sakamál á hendur honum í New York. Samfélagsmiðlanotkun Trump er sögð hafa orðið glannalegri að þessu leyti á undanförnum misserum. Karlmaður á fertugsaldir var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi forseta, í Washington-borg í síðustu viku, sama dag og Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama á samfélagsmiðli. Byssur, hundruð skotfæra og sveðja fannst í sendiferðabíl mannsins sem sagðist leita að inngönguleið eða skotfæri á hús Obama. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Handtekinn við heimili Obama daginn sem Trump birti heimilisfang Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sama dag og Donald Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama í síðasta mánuði. Skotvopn og hundruð skotfæra fundust í sendiferðabíl mannsins. 6. júlí 2023 14:41 Hafnaði ráðleggingum og laug að ráðgjöfum um leyniskjölin Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafnaði ítrekaðri viðleitni lögmanna hans og ráðgjafa til að reyna að fá hann til að skila gögnum og leynilegum skjölum. Ítrekað var reynt að fá Trump til að gera samkomulag við Dómsmálaráðuneytið til að forðast ákærur, en forsetinn fyrrverandi vildi ekki heyra slíkt. 15. júní 2023 11:08 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins ákærði Trump fyrir misferli með ríkisleyndarmál í síðasta mánuði. Málið snýst um hundruð leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti árið 2021 og neitaði að skila alríkisyfirvöldum þegar eftir því var leitað. Washington Post segir að saksóknarnir í málinu sæti nú hótunum og ógnunum bæði á netinu og annars staðar. Stuðningsmenn Trump hafi meðal annars birt nöfn þeirra á netinu, hótað þeim og stundum birt upplýsingar um einkalíf þeirra. Alríkislögreglan FBI segir hótanir í garð löggæsluaðila hættulegar. Hún meti og bregðist við slíkum hótunum eftir atvikum. Ræðst á saksóknara og dómara á samfélagsmiðlum Dómsmálaráðuneytið er sagt hafa brugðist við með því að reyna að koma í veg að nöfn saksóknara og lögreglumanna sem vinna að máli Trump birtist opinberlega í opinberum skjölum og á nefndarfundum Bandaríkjaþings. Það er þó sagt hægara sagt en gert það sem nöfn þeirra komi fram í dómskjölum sem eru opinber auk þess sem Trump hefur aðgang að upplýsingum um þá og vitni sem sakborningur í málinu. Trump hefur nýtt sér það til þess að ráðast á rannsakendur sína á samfélagsmiðlum, þar á meðal Jack Smith, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, og dómara sem fer með annað sakamál á hendur honum í New York. Samfélagsmiðlanotkun Trump er sögð hafa orðið glannalegri að þessu leyti á undanförnum misserum. Karlmaður á fertugsaldir var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi forseta, í Washington-borg í síðustu viku, sama dag og Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama á samfélagsmiðli. Byssur, hundruð skotfæra og sveðja fannst í sendiferðabíl mannsins sem sagðist leita að inngönguleið eða skotfæri á hús Obama.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Handtekinn við heimili Obama daginn sem Trump birti heimilisfang Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sama dag og Donald Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama í síðasta mánuði. Skotvopn og hundruð skotfæra fundust í sendiferðabíl mannsins. 6. júlí 2023 14:41 Hafnaði ráðleggingum og laug að ráðgjöfum um leyniskjölin Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafnaði ítrekaðri viðleitni lögmanna hans og ráðgjafa til að reyna að fá hann til að skila gögnum og leynilegum skjölum. Ítrekað var reynt að fá Trump til að gera samkomulag við Dómsmálaráðuneytið til að forðast ákærur, en forsetinn fyrrverandi vildi ekki heyra slíkt. 15. júní 2023 11:08 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Handtekinn við heimili Obama daginn sem Trump birti heimilisfang Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sama dag og Donald Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama í síðasta mánuði. Skotvopn og hundruð skotfæra fundust í sendiferðabíl mannsins. 6. júlí 2023 14:41
Hafnaði ráðleggingum og laug að ráðgjöfum um leyniskjölin Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafnaði ítrekaðri viðleitni lögmanna hans og ráðgjafa til að reyna að fá hann til að skila gögnum og leynilegum skjölum. Ítrekað var reynt að fá Trump til að gera samkomulag við Dómsmálaráðuneytið til að forðast ákærur, en forsetinn fyrrverandi vildi ekki heyra slíkt. 15. júní 2023 11:08