Sjáðu Gylfa í fótbolta í fyrsta sinn í tvö ár Sindri Sverrisson skrifar 3. júlí 2023 13:34 Gylfi Þór Sigurðsson virðist svo sannarlega ekki hættur að spila fótbolta. VÍSIR/VILHELM Gylfi Þór Sigurðsson var með á æfingu Vals á Hlíðarenda í dag en hann vinnur nú að því að snúa aftur í fótbolta eftir að hafa síðast spilað leik í maí 2021. Ekki hefur sést til Gylfa með bolta á tánum frá því að hann var handtekinn sumarið 2021 vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi í Englandi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála. Hér að neðan má sjá Gylfa á æfingu Vals í dag en hann veitti ekki viðtöl að æfingunni lokinni. Óljóst er hvort til greina komi hjá honum að semja við Val og spila fyrir félagið. Klippa: Gylfi Sig á æfingu með Val Fari svo að Gylfi ákveði að spila fótbolta spila hér á landi þarf hann að öllum líkindum að bíða þar til að opnað verður fyrir félagaskipti en stutt er í að glugginn opnist, 18. júlí. Aðeins í sérstökum undantekningartilfellum er veitt undanþága til að leikmenn fái félagaskipti utan félagaskiptaglugga. Gylfi hefur verið orðaður við bandaríska félagið D.C. United sem leikur undir stjórn fyrrverandi liðsfélaga Gylfa, Wayne Rooney. Þeir léku saman hjá Everton fyrstu leiktíð Gylfa í bláa búningnum en Gylfi var samningsbundinn félaginu í fimm ár, eða þar til að samningur hans rann út í fyrrasumar. Gylfi hvorki spilaði né æfði með Everton síðasta ár samningstímans. Gylfi, sem er 33 ára gamall, hefur spilað 78 A-landsleiki og skorað í þeim 25 mörk. Nýi landsliðsþjálfarinn, Åge Hareide, segir dyrnar í landsliðið standa galopnar fyrir Gylfa fari svo að hann snúi aftur í fótboltann eins og nú er allt útlit fyrir að hann geri. Besta deild karla Valur Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Gylfi á æfingu hjá Val Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson tekur þátt í æfingu Bestu deildarliðs Vals á Hlíðarenda í dag. 3. júlí 2023 10:43 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
Ekki hefur sést til Gylfa með bolta á tánum frá því að hann var handtekinn sumarið 2021 vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi í Englandi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála. Hér að neðan má sjá Gylfa á æfingu Vals í dag en hann veitti ekki viðtöl að æfingunni lokinni. Óljóst er hvort til greina komi hjá honum að semja við Val og spila fyrir félagið. Klippa: Gylfi Sig á æfingu með Val Fari svo að Gylfi ákveði að spila fótbolta spila hér á landi þarf hann að öllum líkindum að bíða þar til að opnað verður fyrir félagaskipti en stutt er í að glugginn opnist, 18. júlí. Aðeins í sérstökum undantekningartilfellum er veitt undanþága til að leikmenn fái félagaskipti utan félagaskiptaglugga. Gylfi hefur verið orðaður við bandaríska félagið D.C. United sem leikur undir stjórn fyrrverandi liðsfélaga Gylfa, Wayne Rooney. Þeir léku saman hjá Everton fyrstu leiktíð Gylfa í bláa búningnum en Gylfi var samningsbundinn félaginu í fimm ár, eða þar til að samningur hans rann út í fyrrasumar. Gylfi hvorki spilaði né æfði með Everton síðasta ár samningstímans. Gylfi, sem er 33 ára gamall, hefur spilað 78 A-landsleiki og skorað í þeim 25 mörk. Nýi landsliðsþjálfarinn, Åge Hareide, segir dyrnar í landsliðið standa galopnar fyrir Gylfa fari svo að hann snúi aftur í fótboltann eins og nú er allt útlit fyrir að hann geri.
Besta deild karla Valur Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Gylfi á æfingu hjá Val Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson tekur þátt í æfingu Bestu deildarliðs Vals á Hlíðarenda í dag. 3. júlí 2023 10:43 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
Gylfi á æfingu hjá Val Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson tekur þátt í æfingu Bestu deildarliðs Vals á Hlíðarenda í dag. 3. júlí 2023 10:43