Fimm látnir í umfangsmiklum aðgerðum Ísraela á Vesturbakkanum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. júlí 2023 08:15 Mikil spenna ríkir á svæðinu. AP/Majdi Mohammed Ísraelsmenn eru sagðir hafa hafið umfangsmestu hernaðaraðgerðir sínar á Vesturbakkanum í mörg ár. Aðgerðirnar hófust í nótt, með árásum úr lofti og á jörðu niðri. Að minnsta kosti fimm Palestínumenn liggja í valnum og tugir eru særðir. Aðgerðirnar beinast að borginni Jenín en herinn segir skomarkið stjórnstöð Jenín-sveitarinnar í flóttamannabúðum við borgina, sem samanstendur af liðsmönnum ýmissa bardagahópa úr röðum Palestínumanna. Hundruð vopnaðra liðsmanna Hamas, Islamic Jihad og Fatah eru sagðir starfa frá búðunum. Allir inngangar í flóttamannabúðirnar eru nú undir eftirliti hermanna Ísraelshers og þykkur svartur reykjarmökkur er sagður stíga frá dekkjabrennum íbúa og í hátalarakerfum moska í borginni hafa bardagamenn verið hvattir til að mæta aðgerðunum með hörku. Guardian hefur eftir palestínska sjúkrabílstjóranum Khaled Alahmad að stríðsástand ríki í búðunum. „Það voru gerðar árásir úr lofti. Í hvert sinn förum við á fimm eða sjö sjúkrabílum inn og komum út með bílana fulla af særðum,“ segir hann. Aðgerðunum hefur verið mótmælt víða á Vesturbakkanum, meðal annars við eftirlitsstöð nærri borginni Ramallah, þar sem palestínskur maður var skotinn í höfuðið. Loftvarnakerfi Ísrael hafa verið sett á viðbúnaðarstig vegna mögulegra hefndaraðgerða en talsmaður hersins segir aðgerðirnar í Jenín afmarkaðar og munu taka einn til þrjá daga. Fleiri en 180 Palestínumenn og 24 Ísraelar hafa látið lífið í átökum á Vesturbakkanum það sem af er ári en áhyggjur eru uppi um að spennan á svæðinu muni brjótast út í stríði. Ísrael Palestína Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira
Aðgerðirnar beinast að borginni Jenín en herinn segir skomarkið stjórnstöð Jenín-sveitarinnar í flóttamannabúðum við borgina, sem samanstendur af liðsmönnum ýmissa bardagahópa úr röðum Palestínumanna. Hundruð vopnaðra liðsmanna Hamas, Islamic Jihad og Fatah eru sagðir starfa frá búðunum. Allir inngangar í flóttamannabúðirnar eru nú undir eftirliti hermanna Ísraelshers og þykkur svartur reykjarmökkur er sagður stíga frá dekkjabrennum íbúa og í hátalarakerfum moska í borginni hafa bardagamenn verið hvattir til að mæta aðgerðunum með hörku. Guardian hefur eftir palestínska sjúkrabílstjóranum Khaled Alahmad að stríðsástand ríki í búðunum. „Það voru gerðar árásir úr lofti. Í hvert sinn förum við á fimm eða sjö sjúkrabílum inn og komum út með bílana fulla af særðum,“ segir hann. Aðgerðunum hefur verið mótmælt víða á Vesturbakkanum, meðal annars við eftirlitsstöð nærri borginni Ramallah, þar sem palestínskur maður var skotinn í höfuðið. Loftvarnakerfi Ísrael hafa verið sett á viðbúnaðarstig vegna mögulegra hefndaraðgerða en talsmaður hersins segir aðgerðirnar í Jenín afmarkaðar og munu taka einn til þrjá daga. Fleiri en 180 Palestínumenn og 24 Ísraelar hafa látið lífið í átökum á Vesturbakkanum það sem af er ári en áhyggjur eru uppi um að spennan á svæðinu muni brjótast út í stríði.
Ísrael Palestína Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira