Íslenski boltinn

Kjóstu besta leikmanninn í júní

Sindri Sverrisson skrifar
Þessir átta leikmenn þóttu skara fram úr í júní en hver þeirra var bestur?
Þessir átta leikmenn þóttu skara fram úr í júní en hver þeirra var bestur? Stöð 2 Sport

Lesendur Vísis geta núna valið þann leikmann sem þeir telja að hafi verið bestur í Bestu deild karla í fótbolta í júní. Átta leikmenn eru tilnefndir.

Guðmundur Benediktsson og félagar í Stúkunni á Stöð 2 Sport tilkynntu í gærkvöld hvaða átta leikmenn kæmu til greina sem sá besti í júní.

Klippa: Stúkan: Leikmaður mánaðarins í júní

Í hópnum eru tveir Valsarar, tveir FH-ingar, tveir Víkingar, Framari og KR-ingur. Birnir Snær Ingason og Danijel Djuric eru fulltrúar toppliðs Víkings, Aron Jóhannsson og Tryggvi Hrafn Haraldsson úr Val eru einnig tilnefndir, Logi Hrafn Róbertsson og Davíð Snær Jóhannsson úr FH, Fred úr Fram og Ægir Jarl Jónasson úr KR.

Hér að neðan er hægt að kjósa á milli þeirra og verða úrslitin tilkynnt í næsta þætti Stúkunnar.

Valsarinn Adam Ægir Pálsson var valinn bestur í maí og HK-ingurinn Örvar Eggertsson í apríl. Hvorugur þeirra er hins vegar tilnefndur að þessu sinni.

Birnir Snær Ingason er hins vegar sá eini sem hefur verið tilnefndur alla þrjá mánuði tímabilsins til þessa.


Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×