Svara ekki spurningum um örlög hátt setts hershöfðingja Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2023 11:20 Sergei Surovikin hefur ekki sést opinberlega frá því að hann kom fram í myndbandi til þess að reyna að kveða niður uppreisn Wagner-hópsins um helgina. Vísir/EPA Stjórvöld í Kreml svara ekki spurningum um Sergei Surovikin, fyrrverandi yfirmann innrásarhersins í Úkraínu, sem ekkert hefur spurst til frá því að málaliðaforingi gerði uppreisn gegn hermálayfirvöldum um helgina. Óstaðfestar heimildir herma að Surovikin hafi verið handtekinn. Rússneski fjölmiðilinn Moscow Times hafði eftir heimildarmönnum sínum í gær að Surovikin hefði verið tekinn höndum fyrir stuðning við Jevgeníj Prigozhin og Wagner-málaliðaher hans sem gerðu skammlífa uppreisn gegn stjórn hersins um helgina. Ekkert hefur sést til Surovikin opinberlega frá því á laugardag eða frá því að hann hvatti Prigozhin til þess að láta af uppreisn sinni í myndbandi. Reuters-fréttastofan segir að hann hafi virst uppgefinn á myndbandinu og óljóst hafi verið hvort að hann hefði verið þvingaður til upptökunnar. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, neitaði að svara spurningum um Surovikin í morgun og vísaði á varnarmálaráðuneytið. Það hefur ekkert tjáð sig um hershöfðingjann. Peskov svaraði heldur ekki beint spurningu um hvort að Vladímír Pútín forseti bæri enn traust til Surovikin. Reuters segist ekki hafa getað staðfest hvort að Surovikin hefði verið handtekinn eða yfirheyrður af leyniþjónustunni til þess að staðfesta hollustu hans við stjórnvöld eins og sumir rússneskir herbloggarar halda fram. Ekkert sést til yfirmanns hersins heldur Bandaríska dagblaðið New York Times greindi frá því í gær að bandaríska leyniþjónustan teldi að Surovikin hafi haft vitneskju um uppreisnaráform Prigozhin fyrir fram. Óljóst væri hvort að hann hefði hjálpað við skipulagningu hennar. Peskov lýsti þeim fréttum sem „slúðri“ og „vangaveltum“ í gær. Surovikin stýrði aðgerðum í Úkraínu þar til í janúar. Hann gengur undir viðurnefninu „Harmagedón hershöfðingi“ vegna þess hve vægðarlaus hann var þegar hann stýrði hernaði Rússa í Sýrlandi á sínum tíma. Prigozhin sjálfur er talinn hafa komið til Minsk í Hvíta-Rússlandi á þriðjudag. Samkomulag við Pútín sem batt enda á uppreisn hans fól í sér að hann og málaliðar hans fengju að fara til nágrannalandsins í nokkurs konar útlegð og slyppu við saksókn. Ekkert hefur heldur sést til Valeríj Gerasimov, yfirmanni rússneska hersins, eftir uppreisnina um helgina. Reuters segir að hann hafi heldur ekki verið nefndur á nafn í yfirlýsingum hersins frá 9. júní. Uppreisn Prigozhin beindist sérstaklega að Gerasimov og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, sem hann telur að hafi klúðrað málum í Úkraínu. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Rússneski fjölmiðilinn Moscow Times hafði eftir heimildarmönnum sínum í gær að Surovikin hefði verið tekinn höndum fyrir stuðning við Jevgeníj Prigozhin og Wagner-málaliðaher hans sem gerðu skammlífa uppreisn gegn stjórn hersins um helgina. Ekkert hefur sést til Surovikin opinberlega frá því á laugardag eða frá því að hann hvatti Prigozhin til þess að láta af uppreisn sinni í myndbandi. Reuters-fréttastofan segir að hann hafi virst uppgefinn á myndbandinu og óljóst hafi verið hvort að hann hefði verið þvingaður til upptökunnar. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, neitaði að svara spurningum um Surovikin í morgun og vísaði á varnarmálaráðuneytið. Það hefur ekkert tjáð sig um hershöfðingjann. Peskov svaraði heldur ekki beint spurningu um hvort að Vladímír Pútín forseti bæri enn traust til Surovikin. Reuters segist ekki hafa getað staðfest hvort að Surovikin hefði verið handtekinn eða yfirheyrður af leyniþjónustunni til þess að staðfesta hollustu hans við stjórnvöld eins og sumir rússneskir herbloggarar halda fram. Ekkert sést til yfirmanns hersins heldur Bandaríska dagblaðið New York Times greindi frá því í gær að bandaríska leyniþjónustan teldi að Surovikin hafi haft vitneskju um uppreisnaráform Prigozhin fyrir fram. Óljóst væri hvort að hann hefði hjálpað við skipulagningu hennar. Peskov lýsti þeim fréttum sem „slúðri“ og „vangaveltum“ í gær. Surovikin stýrði aðgerðum í Úkraínu þar til í janúar. Hann gengur undir viðurnefninu „Harmagedón hershöfðingi“ vegna þess hve vægðarlaus hann var þegar hann stýrði hernaði Rússa í Sýrlandi á sínum tíma. Prigozhin sjálfur er talinn hafa komið til Minsk í Hvíta-Rússlandi á þriðjudag. Samkomulag við Pútín sem batt enda á uppreisn hans fól í sér að hann og málaliðar hans fengju að fara til nágrannalandsins í nokkurs konar útlegð og slyppu við saksókn. Ekkert hefur heldur sést til Valeríj Gerasimov, yfirmanni rússneska hersins, eftir uppreisnina um helgina. Reuters segir að hann hafi heldur ekki verið nefndur á nafn í yfirlýsingum hersins frá 9. júní. Uppreisn Prigozhin beindist sérstaklega að Gerasimov og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, sem hann telur að hafi klúðrað málum í Úkraínu.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira