Telja hershöfðingja hafa vitað af áformum Prigozhin Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2023 11:43 Sergei Surovikin (t.v.) stýrði stríksrekstri Rússa í Úkraínu þar til í janúar. Bandaríkjastjórn telur að hann hafi vitað af uppreisn Wagner-málaliðahópsins gegn hermálayfirvöldum um helgina. Vísir/EPA Bandaríska leyniþjónustan telur að háttsettur rússneskur hershöfðingi hafi vitað af því að Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi Wagner-málaliðahersins, ætlaði að gera uppreisn gegn hermálayfirvöld fyrir fram. Forseti Hvíta-Rússlands segist hafa komið í veg fyrir að Pútín Rússlandsforseti léti drepa Prigozhin. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum innan Bandaríkjastjórnar að Sergei Surovikin, fyrrverandi yfirmaður rússneska hersins í Úkraínu, hafi vitað af fyrirætlunum Prigozhin um helgina. Málaliðaher hans sölsaði þá undir sig höfuðstöðvar hersins í Rostov-on-Don. Rússneskir ríkisfjölmiðlar segja að málaliðarnir hafi skotið niður að minnsta kosti sex herþyrlur og flugvél þegar þeir sóttu að Moskvu. Á annan tug flughermanna hafi fallið. Bandarískir embættismenn reyni nú að átta sig á hvort að Surovikin hafi jafnvel aðstoðað við skipulagningu uppreisnarinnar. Þeir telja vísbendingar um að fleiri hershöfðingjar kunni að hafa stutt tilraun Prigozhin til þess að koma yfirmönnum varnarmálaráðuneytisins frá. Ólíklegt sé að Prigozhin hefði ráðist í aðgerðir ef hann teldi sig ekki njóta stuðnings áhrifamanna. Surovikin var skipt út sem leiðtogi innrásarhersins í janúar en er enn sagður hafa áhrif á stríðsreksturinn og njóta vinsælda á meðal hermanna. Séu heimildir Bandaríkjastjórnar réttar er það sagt benda til enn frekari innanbúðardeilna innan rússnesku ríkisstjórnarinnar. Pútín þurfi að ákveða hvernig hann bregðist við sé það rétt að Surovikin hafi vitað af því sem til stóð eða stutt uppreisnina. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, segir miklar vangaveltur og slúður í kringum atburði helgarinnar. „Ég held að þetta sé dæmi um slíkt,“ sagði Peskov um frétt bandaríska blaðsins. Jevgeníj Prigozhin, eigandi Wagner-hópsins, beindi liði sínu að rússneska hernum til þess að mótmæla tilskipun um að hópurinn yrði leystur upp um mánaðamótin. Hann er nú í útlegð í Minsk.AP/fjölmiðlateymi Prigozhin Segist hafa talað Pútín af því að drepa Prigozhin Uppreisn Prigozhin lauk með'samkomulagi við Pútín sem Aleksander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, hafði milligöngu um á laugardag. Samkomulagið fól það meðal annars í sér að Prigozhin fengi að fara í útlegð til Hvíta-Rússlands. Hann lenti í höfuðborginni Minsk í gær. Lúkasjenka hreykti sér af því að hafa lægt öldurnar í ræðu sem hann hélt í gær. Fullyrti hann að Pútín hafi ætlað að „útrýma“ Prigozhin en hann hafi talað rússneska forsetann ofan af því. Reuters-fréttastofan segir að Lúkasjenka hafi notað rússneskt slanguryrði úr undirheiminum yfir að drepa fólk. Ef Pútín rasaði um ráð fram og léti drepa Prigozhin gæti það leitt til þess að málaliðar hans létu aftur til skarar skríða. Fagnaði Lúkasjenka að fá málaliða Wagner til sín þar sem þeir gætu hjálpað hvítrússneska hernum sem væri ekki eins vel þjálfaður. Ætla að fara ofan í saumana á rekstri Prigozhin Ekki er ljóst hvort að Prigozhin sé laus allra mála þó að samkomulagið við Pútín hafi falið það í sér að hvorki hann né málaliðar hans yrðu sóttir til saka fyrir uppreisnina. Í ávarpi á mánudag vísaði Pútín til ábatasamra ríkissamninga sem annað félag Prigozhin hefur um sjá rússneska hernum fyrir mat og ríkisstyrkja til Wagner. „Ég vona að að þeir hafi ekki stolið neinu við það eða ekki stolið svo miklu,“ sagði Pútín sem boðaði að yfirvöld færu ofan í saumana á samningi félags Prigozhin við ríkið. Lögreglan í Pétursborg segist hafa lagt hald á fjóra milljarða rúblna, jafnvirði meira en sex milljarða íslenskra króna, í flutningabílum fyrir utan skrifstofu Prigozhin á laugardag. Málaliðaforinginn segist hafa ætlað að nota féð til þess að greiða fjölskyldnum hermanna. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Bandaríkin Belarús Tengdar fréttir Prigozhin kominn á áfangastað Aleksander Lúkasjenka, forseti Belarús, tilkynnti fyrir skömmu að Jevgeníj Prigozhin væri kominn til landsins. Útlegð hans til landsins var hluti af samkomulagi um endalok skammvinnrar uppreisnar Wagner-málaliðahóps hans um helgina. 27. júní 2023 16:28 Fella niður rannsókn á „svikaranum“ Prigozhin og Wagner Rússneska leyniþjónustan FSB staðfesti að hún hefði bundið enda á sakamálarannsókn á Jevgeníj Prigozhin og Wagner-málaliðum hans fyrir skammvinna uppreisn þeirra um helgina þrátt fyrir að Pútín forseti hefði lýst honum sem „svikara“ í ávarpi í gær. Óljóst er hvar Prigozhin er niður kominn. 27. júní 2023 11:00 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum innan Bandaríkjastjórnar að Sergei Surovikin, fyrrverandi yfirmaður rússneska hersins í Úkraínu, hafi vitað af fyrirætlunum Prigozhin um helgina. Málaliðaher hans sölsaði þá undir sig höfuðstöðvar hersins í Rostov-on-Don. Rússneskir ríkisfjölmiðlar segja að málaliðarnir hafi skotið niður að minnsta kosti sex herþyrlur og flugvél þegar þeir sóttu að Moskvu. Á annan tug flughermanna hafi fallið. Bandarískir embættismenn reyni nú að átta sig á hvort að Surovikin hafi jafnvel aðstoðað við skipulagningu uppreisnarinnar. Þeir telja vísbendingar um að fleiri hershöfðingjar kunni að hafa stutt tilraun Prigozhin til þess að koma yfirmönnum varnarmálaráðuneytisins frá. Ólíklegt sé að Prigozhin hefði ráðist í aðgerðir ef hann teldi sig ekki njóta stuðnings áhrifamanna. Surovikin var skipt út sem leiðtogi innrásarhersins í janúar en er enn sagður hafa áhrif á stríðsreksturinn og njóta vinsælda á meðal hermanna. Séu heimildir Bandaríkjastjórnar réttar er það sagt benda til enn frekari innanbúðardeilna innan rússnesku ríkisstjórnarinnar. Pútín þurfi að ákveða hvernig hann bregðist við sé það rétt að Surovikin hafi vitað af því sem til stóð eða stutt uppreisnina. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, segir miklar vangaveltur og slúður í kringum atburði helgarinnar. „Ég held að þetta sé dæmi um slíkt,“ sagði Peskov um frétt bandaríska blaðsins. Jevgeníj Prigozhin, eigandi Wagner-hópsins, beindi liði sínu að rússneska hernum til þess að mótmæla tilskipun um að hópurinn yrði leystur upp um mánaðamótin. Hann er nú í útlegð í Minsk.AP/fjölmiðlateymi Prigozhin Segist hafa talað Pútín af því að drepa Prigozhin Uppreisn Prigozhin lauk með'samkomulagi við Pútín sem Aleksander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, hafði milligöngu um á laugardag. Samkomulagið fól það meðal annars í sér að Prigozhin fengi að fara í útlegð til Hvíta-Rússlands. Hann lenti í höfuðborginni Minsk í gær. Lúkasjenka hreykti sér af því að hafa lægt öldurnar í ræðu sem hann hélt í gær. Fullyrti hann að Pútín hafi ætlað að „útrýma“ Prigozhin en hann hafi talað rússneska forsetann ofan af því. Reuters-fréttastofan segir að Lúkasjenka hafi notað rússneskt slanguryrði úr undirheiminum yfir að drepa fólk. Ef Pútín rasaði um ráð fram og léti drepa Prigozhin gæti það leitt til þess að málaliðar hans létu aftur til skarar skríða. Fagnaði Lúkasjenka að fá málaliða Wagner til sín þar sem þeir gætu hjálpað hvítrússneska hernum sem væri ekki eins vel þjálfaður. Ætla að fara ofan í saumana á rekstri Prigozhin Ekki er ljóst hvort að Prigozhin sé laus allra mála þó að samkomulagið við Pútín hafi falið það í sér að hvorki hann né málaliðar hans yrðu sóttir til saka fyrir uppreisnina. Í ávarpi á mánudag vísaði Pútín til ábatasamra ríkissamninga sem annað félag Prigozhin hefur um sjá rússneska hernum fyrir mat og ríkisstyrkja til Wagner. „Ég vona að að þeir hafi ekki stolið neinu við það eða ekki stolið svo miklu,“ sagði Pútín sem boðaði að yfirvöld færu ofan í saumana á samningi félags Prigozhin við ríkið. Lögreglan í Pétursborg segist hafa lagt hald á fjóra milljarða rúblna, jafnvirði meira en sex milljarða íslenskra króna, í flutningabílum fyrir utan skrifstofu Prigozhin á laugardag. Málaliðaforinginn segist hafa ætlað að nota féð til þess að greiða fjölskyldnum hermanna.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Bandaríkin Belarús Tengdar fréttir Prigozhin kominn á áfangastað Aleksander Lúkasjenka, forseti Belarús, tilkynnti fyrir skömmu að Jevgeníj Prigozhin væri kominn til landsins. Útlegð hans til landsins var hluti af samkomulagi um endalok skammvinnrar uppreisnar Wagner-málaliðahóps hans um helgina. 27. júní 2023 16:28 Fella niður rannsókn á „svikaranum“ Prigozhin og Wagner Rússneska leyniþjónustan FSB staðfesti að hún hefði bundið enda á sakamálarannsókn á Jevgeníj Prigozhin og Wagner-málaliðum hans fyrir skammvinna uppreisn þeirra um helgina þrátt fyrir að Pútín forseti hefði lýst honum sem „svikara“ í ávarpi í gær. Óljóst er hvar Prigozhin er niður kominn. 27. júní 2023 11:00 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Prigozhin kominn á áfangastað Aleksander Lúkasjenka, forseti Belarús, tilkynnti fyrir skömmu að Jevgeníj Prigozhin væri kominn til landsins. Útlegð hans til landsins var hluti af samkomulagi um endalok skammvinnrar uppreisnar Wagner-málaliðahóps hans um helgina. 27. júní 2023 16:28
Fella niður rannsókn á „svikaranum“ Prigozhin og Wagner Rússneska leyniþjónustan FSB staðfesti að hún hefði bundið enda á sakamálarannsókn á Jevgeníj Prigozhin og Wagner-málaliðum hans fyrir skammvinna uppreisn þeirra um helgina þrátt fyrir að Pútín forseti hefði lýst honum sem „svikara“ í ávarpi í gær. Óljóst er hvar Prigozhin er niður kominn. 27. júní 2023 11:00