Báru kennsl á lík Julian Sands eftir langa leit Eiður Þór Árnason skrifar 27. júní 2023 22:40 Julian Sands á Feneyjarkvikmyndahátíðinni árið 2019. Getty/Matteo Chinellato Búið er að bera kennsl á lík breska leikarans Julian Sands en ekkert hafði sést né heyrst til hans eftir að hann lagði í fjallgöngu í Kaliforníu um miðjan janúar. Sands var 65 ára gamall en jarðneskar leifar hans fundust nærri toppi fjallsins Mount Baldy á laugardag. Dánarorsök er enn til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættinu í San Bernardino í Kalíforníu í Bandaríkjunum en líkið fannst fyrir nokkrum dögum. Greint er frá þessu í frétt Guardian en ráðist var í umfangsmikla leit eftir að leikarinn skilaði sér ekki heim í jánúar. Slæm veðurskilyrði hömluðu leitinni og yfir áttatíu manns tóku þátt í aðgerðum fyrr í þessum mánuði þegar önnur tilraun var gerð til þess að staðsetja leikarann. Sands var búsettur í Hollywood en hann er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum A Room with a View, The Killing Fields, Warlock, Ocean's Thirteen og The Girl with the Dragon Tattoo. Erlingur starfaði náið með Sands Leikstjórinn Erlingur Óttar Thoroddsen minnist Sands innilega í færslu á Facebook-síðu sinni og segist hafa notið þess mikla heiðurs að fá að vinna með leikaranum og eiga hann að sem vin utan veggja kvikmyndaversins. Þá hafi þeir rætt saman hugmyndir að framtíðarverkefnum. „Ég þyrfti mun fleiri kvöldverði til að ræða allt það sem ég vildi spyrja hann að, og það hryggir mig að af þeim muni nú aldrei verða. Hann var herramaður, fagmaður fram í fingurgóma, lífselskandi maður með frábæran smekk og ótrúlegt skopskyn. Ég hefði viljað fá að kynnast honum betur og eiga fleiri stundir með honum en mun alltaf varðveita þá daga sem við áttum saman.“ Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bíll Julian Sands er fundinn Búið er að finna bíl breska leikarans Julians Sands í San Gabriel-fjöllunum, norður af Los Angeles. Leikarinn hélt í fjallgöngu á Baldy Bowl-svæðinu í síðustu viku og hefur hans verið saknað síðan á föstudag. 20. janúar 2023 07:46 Bresks leikara saknað eftir fjallgöngu í Kaliforníu Breska leikarans Julian Sands er saknað eftir að hann hélt í fjallgöngu í San Gabriel-fjöllunum í suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í síðustu viku. 19. janúar 2023 07:38 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu biljóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Sands var 65 ára gamall en jarðneskar leifar hans fundust nærri toppi fjallsins Mount Baldy á laugardag. Dánarorsök er enn til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættinu í San Bernardino í Kalíforníu í Bandaríkjunum en líkið fannst fyrir nokkrum dögum. Greint er frá þessu í frétt Guardian en ráðist var í umfangsmikla leit eftir að leikarinn skilaði sér ekki heim í jánúar. Slæm veðurskilyrði hömluðu leitinni og yfir áttatíu manns tóku þátt í aðgerðum fyrr í þessum mánuði þegar önnur tilraun var gerð til þess að staðsetja leikarann. Sands var búsettur í Hollywood en hann er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum A Room with a View, The Killing Fields, Warlock, Ocean's Thirteen og The Girl with the Dragon Tattoo. Erlingur starfaði náið með Sands Leikstjórinn Erlingur Óttar Thoroddsen minnist Sands innilega í færslu á Facebook-síðu sinni og segist hafa notið þess mikla heiðurs að fá að vinna með leikaranum og eiga hann að sem vin utan veggja kvikmyndaversins. Þá hafi þeir rætt saman hugmyndir að framtíðarverkefnum. „Ég þyrfti mun fleiri kvöldverði til að ræða allt það sem ég vildi spyrja hann að, og það hryggir mig að af þeim muni nú aldrei verða. Hann var herramaður, fagmaður fram í fingurgóma, lífselskandi maður með frábæran smekk og ótrúlegt skopskyn. Ég hefði viljað fá að kynnast honum betur og eiga fleiri stundir með honum en mun alltaf varðveita þá daga sem við áttum saman.“
Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bíll Julian Sands er fundinn Búið er að finna bíl breska leikarans Julians Sands í San Gabriel-fjöllunum, norður af Los Angeles. Leikarinn hélt í fjallgöngu á Baldy Bowl-svæðinu í síðustu viku og hefur hans verið saknað síðan á föstudag. 20. janúar 2023 07:46 Bresks leikara saknað eftir fjallgöngu í Kaliforníu Breska leikarans Julian Sands er saknað eftir að hann hélt í fjallgöngu í San Gabriel-fjöllunum í suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í síðustu viku. 19. janúar 2023 07:38 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu biljóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Bíll Julian Sands er fundinn Búið er að finna bíl breska leikarans Julians Sands í San Gabriel-fjöllunum, norður af Los Angeles. Leikarinn hélt í fjallgöngu á Baldy Bowl-svæðinu í síðustu viku og hefur hans verið saknað síðan á föstudag. 20. janúar 2023 07:46
Bresks leikara saknað eftir fjallgöngu í Kaliforníu Breska leikarans Julian Sands er saknað eftir að hann hélt í fjallgöngu í San Gabriel-fjöllunum í suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í síðustu viku. 19. janúar 2023 07:38